Harður stuðingsmaður Real Madrid: „Við elskum þessa keppni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2024 13:30 Magnús Dagur Ásbjörnsson hefur aldrei þorað að mæta á úrslitaleik í Meistaradeildinni því liðið hefur alltaf unnið þegar hann er heima í sófa. Hann sá því aldrei Cristiano Ronaldo leiða liðið til sigurs. S2 Sport/Getty Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Real Madrid í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Hann segir Real ætla að vinna sína keppni einu sinni enn. Real Madrid spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í átjánda sinn og í áttunda skiptið frá árinu 1998. Spænska félagið getur þar unnið Meistaradeildina í fimmtánda sinn en ekkert félag kemst nálægt Real í því að vinna Evrópukeppni meistaraliða svon oft. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Magnús Dagur Ásbjörnsson, er harður stuðningsmaður Real Madrid, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Magnús að halda með Real Madrid? Real Madrid getur unnið bikarinn með stóru eyrun í fimmtánda skiptið.Getty/Alex Livesey - Hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez „Ég hafði alltaf haldið með Real Madrid og það var mitt lið á Spáni. Ég sá kannski ekki mikið af svipmyndum frá fótboltanum á Spáni í sjónvarpinu en hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez komu inn í þættina. Ég hafði gaman af því þar,“ sagði Magnús Dagur. „Svo endaði ég á því að fara í háskóla í Madrid. Þá sökkti maður sér ofan í þetta, reyndi að fara alltaf á völlinn þegar maður gat og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Magnús. Af hverju er Real Madrid svona gott í Meistaradeildinni? Finnst þetta vera okkar keppni „Við elskum þessa keppni. Okkur finnst þetta vera okkar keppni og við höfum alltaf sett hana í fyrsta sætið. Litið á þetta sem það stærsta og í rauninni enn stærra heldur en spænska deildin,“ sagði Magnús. „Við unnum fyrstu fimm skiptin sem keppnin var haldin og það er gott að minnast á það að þegar Manchester City vann í fyrra þá varð það til þess að ensk lið hafa nú samanlagt unnið eina fleiri keppni heldur en Real Madrid. Ef að við vinnum þessa keppni þá er Real Madrid aftur búið að vinna jafnmargar og enska deildin í heild,“ sagði Magnús. Hver er eftirminnilegasti leikurinn í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá leiknum á móti City. Hrikalega erfiður leikur á móti hrikalega erfiðu liði. Við trúum alltaf að við klárum þessa leiki jafnvel þótt að það sé erfitt á sumum tímum,“ sagði Magnús. Jude Bellingham hefur verið frábær viðbót í lið Real Madrid en félagið keypti hann einmitt frá Dortmund síðasta sumar.Getty/Denis Doyle Alltaf jafn skítstressaður Hvernig líst honum á úrslitaleikinn? „Ég er alltaf jafn skítstressaður fyrir þessa úrslitaleiki þrátt fyrir að mitt lið hafi eiginlega alltaf unnið þá. Ég er nógu skítstressaður til þess að ég hef aldrei þorað að fara á úrslitaleikina. Mig hefur oft langað til þess og hef getað reddað mér miðum,“ sagði Magnús. „Af því að ég fór ekki á síðustu leiki og þá unnum við. Þá vil ég ekki klúðra því með því að mæta í þetta skiptið,“ sagði Magnús brosandi. Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn þegar liðið vann 2022.Getty/David Ramos/ „Dortmund er með frábært lið og þetta er frábær klúbbur með frábæra stuðningsmenn. Það er ótrúleg stemmning á vellinum þeirra. Við munum alveg eftir því þegar við skíttöpuðun á móti þeim í undanúrslitunum á útivelli 4-1,“ sagði Magnús. Verður alvöru leikur „Þetta verður alvöru leikur en við að sjálfsögðu erum bjartsýnir og stefnum að því að vinna okkar keppni einu sinni enn,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við stuðningsmann Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Real Madrid spilar í dag til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í átjánda sinn og í áttunda skiptið frá árinu 1998. Spænska félagið getur þar unnið Meistaradeildina í fimmtánda sinn en ekkert félag kemst nálægt Real í því að vinna Evrópukeppni meistaraliða svon oft. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15. Magnús Dagur Ásbjörnsson, er harður stuðningsmaður Real Madrid, og fylgist því spenntur með í kvöld. En hvernig byrjaði Magnús að halda með Real Madrid? Real Madrid getur unnið bikarinn með stóru eyrun í fimmtánda skiptið.Getty/Alex Livesey - Hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez „Ég hafði alltaf haldið með Real Madrid og það var mitt lið á Spáni. Ég sá kannski ekki mikið af svipmyndum frá fótboltanum á Spáni í sjónvarpinu en hjólhestaspyrnurnar frá Hugo Sánchez komu inn í þættina. Ég hafði gaman af því þar,“ sagði Magnús Dagur. „Svo endaði ég á því að fara í háskóla í Madrid. Þá sökkti maður sér ofan í þetta, reyndi að fara alltaf á völlinn þegar maður gat og eftir það var ekki aftur snúið,“ sagði Magnús. Af hverju er Real Madrid svona gott í Meistaradeildinni? Finnst þetta vera okkar keppni „Við elskum þessa keppni. Okkur finnst þetta vera okkar keppni og við höfum alltaf sett hana í fyrsta sætið. Litið á þetta sem það stærsta og í rauninni enn stærra heldur en spænska deildin,“ sagði Magnús. „Við unnum fyrstu fimm skiptin sem keppnin var haldin og það er gott að minnast á það að þegar Manchester City vann í fyrra þá varð það til þess að ensk lið hafa nú samanlagt unnið eina fleiri keppni heldur en Real Madrid. Ef að við vinnum þessa keppni þá er Real Madrid aftur búið að vinna jafnmargar og enska deildin í heild,“ sagði Magnús. Hver er eftirminnilegasti leikurinn í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá leiknum á móti City. Hrikalega erfiður leikur á móti hrikalega erfiðu liði. Við trúum alltaf að við klárum þessa leiki jafnvel þótt að það sé erfitt á sumum tímum,“ sagði Magnús. Jude Bellingham hefur verið frábær viðbót í lið Real Madrid en félagið keypti hann einmitt frá Dortmund síðasta sumar.Getty/Denis Doyle Alltaf jafn skítstressaður Hvernig líst honum á úrslitaleikinn? „Ég er alltaf jafn skítstressaður fyrir þessa úrslitaleiki þrátt fyrir að mitt lið hafi eiginlega alltaf unnið þá. Ég er nógu skítstressaður til þess að ég hef aldrei þorað að fara á úrslitaleikina. Mig hefur oft langað til þess og hef getað reddað mér miðum,“ sagði Magnús. „Af því að ég fór ekki á síðustu leiki og þá unnum við. Þá vil ég ekki klúðra því með því að mæta í þetta skiptið,“ sagði Magnús brosandi. Luka Modric með Meistaradeildarbikarinn þegar liðið vann 2022.Getty/David Ramos/ „Dortmund er með frábært lið og þetta er frábær klúbbur með frábæra stuðningsmenn. Það er ótrúleg stemmning á vellinum þeirra. Við munum alveg eftir því þegar við skíttöpuðun á móti þeim í undanúrslitunum á útivelli 4-1,“ sagði Magnús. Verður alvöru leikur „Þetta verður alvöru leikur en við að sjálfsögðu erum bjartsýnir og stefnum að því að vinna okkar keppni einu sinni enn,“ sagði Magnús. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við stuðningsmann Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira