McIlroy fékk löggu til að afhenda konu sinni skilnaðarpappírana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2024 08:00 Rory McIlroy og Erica Stoll á Masters mótinu í fyrra. getty/Augusta National Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy fékk lögreglumann til að tilkynna eiginkonu sinni að hann vildi skilja við hana. Daginn eftir að hann vann Wells Fargo Championship mótið sótti McIlroy um skilnað frá eiginkonu sinni, Ericu Stoll, eftir sjö ára hjónaband. McIlroy sagði Stoll þó ekki sjálfur að hann vildi skilnað heldur fékk hann lögreglumann til verksins. Sá afhenti Stoll skilnaðarpappírana sem McIlroy skrifaði rafrænt undir á meðan hann var að keppa á Wells Fargo Championship mótinu. Nokkrum dögum seinna hóf McIlroy leik á PGA-meistaramótinu. Þar lenti hann í 12. sæti. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. McIlroy og Erica kynntust 2012 og gengu í hjónaband fimm árum seinna. Þau eiga eitt barn saman, dótturina Poppy Kennedy sem fæddist 2020. McIlroy fer fram á sameiginlegt forræði yfir Poppy. Lögmaður McIlroys er Thomas Sasser, sá sami og var lögmaður Tigers Woods þegar hann skildi við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren, 2010. Golf Ástin og lífið Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Daginn eftir að hann vann Wells Fargo Championship mótið sótti McIlroy um skilnað frá eiginkonu sinni, Ericu Stoll, eftir sjö ára hjónaband. McIlroy sagði Stoll þó ekki sjálfur að hann vildi skilnað heldur fékk hann lögreglumann til verksins. Sá afhenti Stoll skilnaðarpappírana sem McIlroy skrifaði rafrænt undir á meðan hann var að keppa á Wells Fargo Championship mótinu. Nokkrum dögum seinna hóf McIlroy leik á PGA-meistaramótinu. Þar lenti hann í 12. sæti. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. McIlroy og Erica kynntust 2012 og gengu í hjónaband fimm árum seinna. Þau eiga eitt barn saman, dótturina Poppy Kennedy sem fæddist 2020. McIlroy fer fram á sameiginlegt forræði yfir Poppy. Lögmaður McIlroys er Thomas Sasser, sá sami og var lögmaður Tigers Woods þegar hann skildi við þáverandi eiginkonu sína, Elin Nordegren, 2010.
Golf Ástin og lífið Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira