Fjögurra mánaða bann fyrir að sýna ekki stuðning við hinsegin fólk Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. maí 2024 15:44 Hér sést greinilega hvernig Camara huldi merkið ólíkt öðrum leikmönnum. vísir / getty Mohamed Camara, leikmaður AS Monaco, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða bann af franska knattspyrnusambandinu fyrir að hylja merki til stuðnings LGBTQ+ samfélagsins á treyju sinni. Öll lið frönsku deildarinnar sýndu hinsegin fólki stuðning í lokaumferðinni eins og þau hafa gert síðustu ár. Leikmenn Monaco voru allir klæddir treyjum með rauðum kross á bringunni gegn Nantes, í leik sem Monaco vann 4-0. Camara greip til eigin ráða og setti hvítt límband yfir krossinn. Hann bar fyrir sig að þetta væri gert af trúarlegum ástæðum en Camara er múslimi, honum þótti þó ekki ástæða til að hylja veðmálafyrirtækið sem auglýsir á stuttbuxum Monaco, en veðmál ganga sannarlega gegn íslömskum gildum. Sömuleiðis neitaði Camara að vera með á liðsmynd þar sem leikmenn Monaco héldu upp skilti til stuðnings við alþjóðlegan dag gegn hinsegin hatri. Þetta athæfi Camara reitti marga til reiði, þeirra á meðal íþróttamálaráðherra Frakklands. Camara hefur nú hlotið fjögurra mánaða keppnisbann frá franska knattspyrnusambandinu. Framkvæmdastjóri Monaco segir félagið samþykkja bannið og muni ekki áfrýja. Þetta er í fyrsta sinn sem franska knattspyrnusambandið dæmir leikmann í bann fyrir að taka ekki þátt í stuðningi við LGBTQ+ samfélagið. Framtakið hefur verið hluti af lokaumferð deildarinnar síðan 2021. Idrissa Gana Gueye, leikmaður PSG, neitaði sjálfur að taka þátt í lokaumferðunum 2021 og 2022 þegar PSG spilaði með regnbogalitaðar tölur aftan á treyjunni. Þá ákvað Toulouse á síðasta ári að skilja nokkra leikmenn eftir utan hóps þegar heyrðist af því að þær myndu ekki styðja málstaðinn. Franski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Öll lið frönsku deildarinnar sýndu hinsegin fólki stuðning í lokaumferðinni eins og þau hafa gert síðustu ár. Leikmenn Monaco voru allir klæddir treyjum með rauðum kross á bringunni gegn Nantes, í leik sem Monaco vann 4-0. Camara greip til eigin ráða og setti hvítt límband yfir krossinn. Hann bar fyrir sig að þetta væri gert af trúarlegum ástæðum en Camara er múslimi, honum þótti þó ekki ástæða til að hylja veðmálafyrirtækið sem auglýsir á stuttbuxum Monaco, en veðmál ganga sannarlega gegn íslömskum gildum. Sömuleiðis neitaði Camara að vera með á liðsmynd þar sem leikmenn Monaco héldu upp skilti til stuðnings við alþjóðlegan dag gegn hinsegin hatri. Þetta athæfi Camara reitti marga til reiði, þeirra á meðal íþróttamálaráðherra Frakklands. Camara hefur nú hlotið fjögurra mánaða keppnisbann frá franska knattspyrnusambandinu. Framkvæmdastjóri Monaco segir félagið samþykkja bannið og muni ekki áfrýja. Þetta er í fyrsta sinn sem franska knattspyrnusambandið dæmir leikmann í bann fyrir að taka ekki þátt í stuðningi við LGBTQ+ samfélagið. Framtakið hefur verið hluti af lokaumferð deildarinnar síðan 2021. Idrissa Gana Gueye, leikmaður PSG, neitaði sjálfur að taka þátt í lokaumferðunum 2021 og 2022 þegar PSG spilaði með regnbogalitaðar tölur aftan á treyjunni. Þá ákvað Toulouse á síðasta ári að skilja nokkra leikmenn eftir utan hóps þegar heyrðist af því að þær myndu ekki styðja málstaðinn.
Franski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira