Fasteignamat sumarbústaða hækkar mest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2024 22:01 Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS og Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá sömu stofnun fóru yfir fasteignamarkað á fundi HMS í dag. Vísir/Arnar Fasteignamat hækkar mun minna á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni því íbúðir hafa hækkað hlutfallslega meira út á landi. Mest er hækkun á Vestfjörðum eða ellefu prósent. Sumarbústaðir hækka mest. Fasteignamat á öllu landinu hækkar að meðaltali um 4,3 prósent og tekur hækkunin gildi um næstu áramót samkvæmt nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eða HMS. Fasteignamat sem er verðmat á markaðsvirði húss og lóðar hækkar mest á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eða um og yfir tíu prósent. Það hækkar hins vegar minnst á höfðuborgarsvæðinu eða að meðaltali um 2,8 prósent. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS segir að eftirspurn eftir húsnæði hafi aukist á Vestfjörðum vegna uppbyggingar í kringum fiskeldi sem skýri svo verðhækkanir á fasteignum þar með tilheyrandi hækkun á fasteignamati. „Við styðjumst við kaupsamninga og veltu á fasteignamarkaði í okkar greiningu. Þessi gögn sýna að fasteignaverð á Vestfjörðum hefur verið að hækka undanfarin misseri sem veldur hækkun á fasteignamatinu,“ segir Tryggvi. Sumarhús hækka mest Fasteignamat sumarhúsa hækkar hins vegar mest allra fasteigna eða um 15,6 prósent að meðaltali. „Við drögum þá ályktun að þessi mikla hækkun sé einfaldlega vegna framboðsskorts á sumarhúsum. Mesta hækkun á fasteignamati sumarhúsa er í kringum Akureyri eða um tuttugu og fimm prósent,“ segir Tryggvi. Raunverð húsnæðis hafi lækkað á höfuðborgarsvæðinu Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu lækkar hins vegar að raunvirði milli ára þ.e. þá er tekið tillit til verðbólgu. Lækkunarferlinu virðist hins vegar lokið og verð tekið að hækka á ný að sögn Jónasar Atla Gunnarssonar hagfræðings hjá HMS. „Við sjáum að þessu raunverðslækkunartímabili er lokið. Íbúðaverð er aftur byrjað að hækka. Við hjá HMS teljum að íbúðarverð muni svo halda áfram að hækka að raunvirði svo lengi sem ekki er verið að byggja í takt við íbúðaþörf,“segir Jónas en á fundi HMS í dag kom fram að fjöldi íbúða í byggingu hefur dregist saman um 9,3 prósent milli ára. Jónas segir enn fremur að íbúðakaup Grindvíkinga muni hafa skammtímaáhrif á fasteignaverð. Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú þegar keypt 700 íbúðir af Grindvíkingum en íbúar geta selt félaginu fasteignir sínar til desember 2024. „Við gerum ráð fyrir að næstu þrjá mánuði muni Grindvíkingar kaupa sér íbúðir í sveitarfélögum í kringum bæinn. Við það eykst eftirspurn um fjörtíu prósent miðað við venjulegan fjölda kaupsamninga sem getur tímabundið haft áhrif á verðið,“ segir Jónas. Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00 Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið“ Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
Fasteignamat á öllu landinu hækkar að meðaltali um 4,3 prósent og tekur hækkunin gildi um næstu áramót samkvæmt nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eða HMS. Fasteignamat sem er verðmat á markaðsvirði húss og lóðar hækkar mest á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eða um og yfir tíu prósent. Það hækkar hins vegar minnst á höfðuborgarsvæðinu eða að meðaltali um 2,8 prósent. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS segir að eftirspurn eftir húsnæði hafi aukist á Vestfjörðum vegna uppbyggingar í kringum fiskeldi sem skýri svo verðhækkanir á fasteignum þar með tilheyrandi hækkun á fasteignamati. „Við styðjumst við kaupsamninga og veltu á fasteignamarkaði í okkar greiningu. Þessi gögn sýna að fasteignaverð á Vestfjörðum hefur verið að hækka undanfarin misseri sem veldur hækkun á fasteignamatinu,“ segir Tryggvi. Sumarhús hækka mest Fasteignamat sumarhúsa hækkar hins vegar mest allra fasteigna eða um 15,6 prósent að meðaltali. „Við drögum þá ályktun að þessi mikla hækkun sé einfaldlega vegna framboðsskorts á sumarhúsum. Mesta hækkun á fasteignamati sumarhúsa er í kringum Akureyri eða um tuttugu og fimm prósent,“ segir Tryggvi. Raunverð húsnæðis hafi lækkað á höfuðborgarsvæðinu Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu lækkar hins vegar að raunvirði milli ára þ.e. þá er tekið tillit til verðbólgu. Lækkunarferlinu virðist hins vegar lokið og verð tekið að hækka á ný að sögn Jónasar Atla Gunnarssonar hagfræðings hjá HMS. „Við sjáum að þessu raunverðslækkunartímabili er lokið. Íbúðaverð er aftur byrjað að hækka. Við hjá HMS teljum að íbúðarverð muni svo halda áfram að hækka að raunvirði svo lengi sem ekki er verið að byggja í takt við íbúðaþörf,“segir Jónas en á fundi HMS í dag kom fram að fjöldi íbúða í byggingu hefur dregist saman um 9,3 prósent milli ára. Jónas segir enn fremur að íbúðakaup Grindvíkinga muni hafa skammtímaáhrif á fasteignaverð. Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú þegar keypt 700 íbúðir af Grindvíkingum en íbúar geta selt félaginu fasteignir sínar til desember 2024. „Við gerum ráð fyrir að næstu þrjá mánuði muni Grindvíkingar kaupa sér íbúðir í sveitarfélögum í kringum bæinn. Við það eykst eftirspurn um fjörtíu prósent miðað við venjulegan fjölda kaupsamninga sem getur tímabundið haft áhrif á verðið,“ segir Jónas.
Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00 Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: „Áhyggjufullur er kannski ekki rétta orðið“ Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Sjá meira
Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00
Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49