„Þetta hefur ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2024 21:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Einar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segist ekki vera viljandi að bíða fram yfir kosningar með að taka ákvörðun um leyfisveitingu til hvalveiða. Ákvörðun kunni að liggja fyrir í lok næstu viku, og muni ekki byggja á hennar pólitísku hugsjónum. Kallað var eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna fyrst í gær. Bjarkey segir að annir og ör ráðherraskipti í matvælaráðuneytinu séu meðal þess sem skýri það hve langan tíma það hefur tekið að taka afstöðu um framhald hvalveiða. 22. janúar tók Katrín Jakobsdóttir við ráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi. 30. janúar sækir Hvalur hf. um leyfi, og í byrjun apríl sneri Svandís aftur úr leyfi. Örfáum dögum síðar tók Bjarkey við ráðuneytinu, þann 10. apríl. Það var svo fyrst í gær sem ráðuneytið kallaði eftir umsögnum þriggja stofnanna og þrettán hagaðila, sem hafa frest til þriðjudags, 4. júní, til að skila umsögn. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu hefur mat á umsókn Hvals hf. farið fram í ráðuneytinu síðan hún barst. Á þeim tíma hafi ráðuneytið meðal annars kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Hval hf. auk þess sem samhliða vinnslu umsóknarinnar hafi staðið yfir undirbúningur að endurskoðun og setningu nauðsynlegra reglugerða. „Það er búið að vera ansi mikið að gera í ráðuneytinu eftir að ég tók við eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. En síðan er það bara þannig að þetta er flókinn lagagrundvöllur, hvað sem að mörgum finnst um það, ekki síst í sambandi við alþjóðlegar skuldbindingar og ýmislegt fleira sem að við þurfum að skoða,“ segir Bjarkey Olsen í samtali við fréttastofu. Sem kunnugt er er Katrín Jakobsdóttir í framboði til forseta Íslands. Bjarkey segist aðspurð ekki vera að tefja málið fram yfir forsetakosningar. „Það hefur ekkert með það að gera. Ég lít fyrst og fremst á þann málaflokk sem ég er að sinna í matvælaráðuneytinu, það er bara stjórnsýsla og annað sem ég er að fást við. Hvað forsetakosningarnar varðar að þá vona ég bara að henni og öðrum gangi bara ágætlega í því, en það hefur ekkert með afgreiðslu þessara mála að gera,“ svarar Bjarkey. Hún segir ákvörðun sína munu byggja meðal annars á þeim gögnum sem berast á næstu dögum. „Þetta hefur í rauninni ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón. Ég verð auðvitað bara að fara eftir lögum og reglum í landinu þannig ég mun bara byggja mitt álit á þeim niðurstöðum sem ég hef þegar ég er búin að safna öllu saman sem að ég þarf til þess að gera þetta og ég geri nú bara ráð fyrir því að niðurstaða liggi fyrir fljótlega, í lok næstu viku eða fljótlega eftir það,“ segir Bjarkey. Stofnanirnar sem kallað var eftir umsögnum frá eru Hafrannsóknastofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun, og þá var beiðni einnig send til Samtaka ferðaþjónustunnar, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Dýraverndunarsambands Íslands, Samtaka um dýravelferð á Íslandi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Félags kvikmyndagerðarmanna, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Verkalýðsfélags Akraness, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og þá einnig til Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu höfðu umsagnir frá SFS og Hafrannsóknarstofnun þegar borist síðdegis í dag. Hvalveiðar Hvalir Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Bjarkey segir að annir og ör ráðherraskipti í matvælaráðuneytinu séu meðal þess sem skýri það hve langan tíma það hefur tekið að taka afstöðu um framhald hvalveiða. 22. janúar tók Katrín Jakobsdóttir við ráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi. 30. janúar sækir Hvalur hf. um leyfi, og í byrjun apríl sneri Svandís aftur úr leyfi. Örfáum dögum síðar tók Bjarkey við ráðuneytinu, þann 10. apríl. Það var svo fyrst í gær sem ráðuneytið kallaði eftir umsögnum þriggja stofnanna og þrettán hagaðila, sem hafa frest til þriðjudags, 4. júní, til að skila umsögn. Samkvæmt svörum frá matvælaráðuneytinu hefur mat á umsókn Hvals hf. farið fram í ráðuneytinu síðan hún barst. Á þeim tíma hafi ráðuneytið meðal annars kallað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá Hval hf. auk þess sem samhliða vinnslu umsóknarinnar hafi staðið yfir undirbúningur að endurskoðun og setningu nauðsynlegra reglugerða. „Það er búið að vera ansi mikið að gera í ráðuneytinu eftir að ég tók við eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. En síðan er það bara þannig að þetta er flókinn lagagrundvöllur, hvað sem að mörgum finnst um það, ekki síst í sambandi við alþjóðlegar skuldbindingar og ýmislegt fleira sem að við þurfum að skoða,“ segir Bjarkey Olsen í samtali við fréttastofu. Sem kunnugt er er Katrín Jakobsdóttir í framboði til forseta Íslands. Bjarkey segist aðspurð ekki vera að tefja málið fram yfir forsetakosningar. „Það hefur ekkert með það að gera. Ég lít fyrst og fremst á þann málaflokk sem ég er að sinna í matvælaráðuneytinu, það er bara stjórnsýsla og annað sem ég er að fást við. Hvað forsetakosningarnar varðar að þá vona ég bara að henni og öðrum gangi bara ágætlega í því, en það hefur ekkert með afgreiðslu þessara mála að gera,“ svarar Bjarkey. Hún segir ákvörðun sína munu byggja meðal annars á þeim gögnum sem berast á næstu dögum. „Þetta hefur í rauninni ekkert að gera með mína pólitísku hugsjón. Ég verð auðvitað bara að fara eftir lögum og reglum í landinu þannig ég mun bara byggja mitt álit á þeim niðurstöðum sem ég hef þegar ég er búin að safna öllu saman sem að ég þarf til þess að gera þetta og ég geri nú bara ráð fyrir því að niðurstaða liggi fyrir fljótlega, í lok næstu viku eða fljótlega eftir það,“ segir Bjarkey. Stofnanirnar sem kallað var eftir umsögnum frá eru Hafrannsóknastofnun, Fiskistofa og Matvælastofnun, og þá var beiðni einnig send til Samtaka ferðaþjónustunnar, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Dýraverndunarsambands Íslands, Samtaka um dýravelferð á Íslandi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Félags kvikmyndagerðarmanna, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Verkalýðsfélags Akraness, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, og þá einnig til Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu höfðu umsagnir frá SFS og Hafrannsóknarstofnun þegar borist síðdegis í dag.
Hvalveiðar Hvalir Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira