Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Bestu deildinni og Magdeburg getur tryggt sér titilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erkifjendurnir Breiðablik og Víkingur eigast við á Kópavogsvelli í kvöld. Víkingar unnu fyrsta leik liðanna í sumar, 4-1.
Erkifjendurnir Breiðablik og Víkingur eigast við á Kópavogsvelli í kvöld. Víkingar unnu fyrsta leik liðanna í sumar, 4-1. vísir/diego

Sýnt verður beint frá tveimur stórleikjum í Bestu deild karla í kvöld auk annarra íþróttaviðburða á sportrásum Stöðvar 2.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17:50 hefst bein útsending frá Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti Stjörnunni í Bestu deild karla.

Klukkan 19:50 verður skipt yfir í Smárann þar sem Breiðablik og Víkingur eigast við í öðrum stórleik í Bestu deild karla.

Klukkan 22:15 verður svo farið yfir leikina tvo í Íseyjar tilþrifunum.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18:20 verður sýnt frá leik Unicaja Malaga og Murcia í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Vodafone Sport

Klukkan 18:25 verður Íslendingaslagur Rhein-Neckar Löwen og Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta sýndur. Ef Magdeburg nær í stig verður liðið meistari í annað sinn á þremur árum.

Klukkan 23:00 er komið að útsendingu frá leik Arizona Diamondbacks og New York Mets í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×