Bauð pabba að syngja með sér um íslensku sumargaslýsinguna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2024 07:01 Þórhallur og Þórhallur hafa loksins gefið út sitt fyrsta lag saman. Feðgarnir og nafnarnir Þórhallur Þórhallsson og Laddi gefa í dag út sitt fyrsta lag saman. Að sögn Þórhalls er lagið á léttum nótum um íslensku gaslýsinguna sem felst í voninni um almennilegt sumar. Sumarlagið í ár að sögn Ladda. „Lagið heitir einfaldlega „Það er sumar“ og þetta er létt grín að sumrinu. Hvernig við erum pínu alltaf í afneitun með þetta sumar hérna á Íslandi,“ segir Þórhallur yngri hlæjandi í samtali við Vísi. Þórhallur hefur undanfarin ár farið mikinn á sviði uppistandsins og stígið í fótspor föður síns. „Ég ætlaði að gefa þetta lag út í fyrra og var búinn að taka það upp og allt saman. Ég söng viðlagið sjálfur, hlustaði svo á þetta og þetta var bara það versta sem ég hef heyrt, þannig ég þurfti að grafa þetta niður og ætlaði aldrei að hugsa um þetta aftur,“ segir Þórhallur hlæjandi. Hann ákvað í ár að gefa þessu annan séns og kíkti á upptökuna. Þórhallur segir þetta ekki hafa verið eins slæmt og hann minnti, þannig hann hafi ákveðið að finna einhvern annan til að syngja viðlagið á meðan hann rappar. „Fyrst ætlaði ég að finna söngkonu þangað til ég rankaði við mér, auðvitað á pabbi að gera þetta með mér! Hann var líklega og nálægt mér, ég hugsaði ekki einu sinni um hann fyrst en auðvitað var enginn annar sem hefði getað gert þetta betur.“ Þórhallur segir pabba sinn ekki hafa verið lengi að hugsa sig um eftir að hafa fengið að heyra lagið. Laddi hafi verið ánægður með þetta og handviss um að hér sé fram kominn sumarsmellurinn í ár. „Kallinn negldi þetta alveg. Þetta er mjög skemmtilegt, við erum auðvitað bara svolítið að gaslýsa okkur með þetta sumar held ég,“ segir Þórhallur hlæjandi. „Ellefu gráður og sól og við erum alltaf mætt út í stuttbuxunum, eins og það á að vera.“ Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Lagið heitir einfaldlega „Það er sumar“ og þetta er létt grín að sumrinu. Hvernig við erum pínu alltaf í afneitun með þetta sumar hérna á Íslandi,“ segir Þórhallur yngri hlæjandi í samtali við Vísi. Þórhallur hefur undanfarin ár farið mikinn á sviði uppistandsins og stígið í fótspor föður síns. „Ég ætlaði að gefa þetta lag út í fyrra og var búinn að taka það upp og allt saman. Ég söng viðlagið sjálfur, hlustaði svo á þetta og þetta var bara það versta sem ég hef heyrt, þannig ég þurfti að grafa þetta niður og ætlaði aldrei að hugsa um þetta aftur,“ segir Þórhallur hlæjandi. Hann ákvað í ár að gefa þessu annan séns og kíkti á upptökuna. Þórhallur segir þetta ekki hafa verið eins slæmt og hann minnti, þannig hann hafi ákveðið að finna einhvern annan til að syngja viðlagið á meðan hann rappar. „Fyrst ætlaði ég að finna söngkonu þangað til ég rankaði við mér, auðvitað á pabbi að gera þetta með mér! Hann var líklega og nálægt mér, ég hugsaði ekki einu sinni um hann fyrst en auðvitað var enginn annar sem hefði getað gert þetta betur.“ Þórhallur segir pabba sinn ekki hafa verið lengi að hugsa sig um eftir að hafa fengið að heyra lagið. Laddi hafi verið ánægður með þetta og handviss um að hér sé fram kominn sumarsmellurinn í ár. „Kallinn negldi þetta alveg. Þetta er mjög skemmtilegt, við erum auðvitað bara svolítið að gaslýsa okkur með þetta sumar held ég,“ segir Þórhallur hlæjandi. „Ellefu gráður og sól og við erum alltaf mætt út í stuttbuxunum, eins og það á að vera.“
Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“