Óvissa um hvalveiðar í sumar en ráðgjöf Hafró óbreytt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. maí 2024 13:31 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Vísir/Sigurjón Hafrannsóknarstofnun hyggst skila inn umsögn til matvælaráðuneytisins um hvalveiðar í dag. Gildandi ráðgjöf stofnunarinnar til ársins 2025 miðast við veiðar á um 160 langreyðum að hámarki á ári og helst sú ráðgjöf óbreytt. Vinna við nýja talningu dýra hefst eftir helgi. Þótt stutt sé í að hvalveiðitímabilið myndi alla jafna hefjast hefur ráðherra enn ekki tekið afstöðu til umsóknar Hvals hf. um veiðileyfi sem send var ráðuneytinu í janúar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur sagst ætla að taka sér tíma, og hefur kallað eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna, þar á meðal frá Hafrannsóknarstofnun. „Okkar þáttur í því er í raun og veru samkvæmt lögunum að tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við varúðarsjónarmið og við munum veita ráðgjöf eða umsögn á þeim grunni. Við erum með ráðgjöf um langreyðaveiðar sem að gildir fyrir 2018 til 2025 og er um 161 dýr á ári og umsögnin mun snúast um þann þáttinn. Við erum ekki með aðkomu að öðrum þáttum í þessu máli,” segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Hann segir svar stofnunarinnar við nýrri umsagnarbeiðni frá ráðuneytinu ekki fela í sér neinar breytingar frá því sem þegar lá fyrir. „Okkar svar endurspeglast auðvitað í þeirri ráðgjöf sem að við höfum þegar veitt. Það verður ekki veitt ný ráðgjöf varðandi langreyðar fyrr en seint á næsta ári. Það eru fyrirhugaðar viðamiklar talningar á hvölum í sumar. Það er að hefjast bara eftir helgi í samstarfi við allar nágrannaþjóðir sem að eru í Norður Atlantshafi og þessi ráðgjöf sem við erum með upp á 161 hún stendur fyrir árið 2024 og 2025 sem verður svo endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna í sumar og yfirferð, bæði í Alþjóðahvalveiðiráðinu og NAMMCO, Norður-Atlantshafs spendýraráðinu,” útskýrir Þorsteinn. Hann ítrekar að aðkoma Hafró snúi fyrst og fremst að sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ segir Þorsteinn. Hvalveiðar Hafið Sjávarútvegur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Þótt stutt sé í að hvalveiðitímabilið myndi alla jafna hefjast hefur ráðherra enn ekki tekið afstöðu til umsóknar Hvals hf. um veiðileyfi sem send var ráðuneytinu í janúar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur sagst ætla að taka sér tíma, og hefur kallað eftir umsögnum fjölda hagaðila og stofnanna, þar á meðal frá Hafrannsóknarstofnun. „Okkar þáttur í því er í raun og veru samkvæmt lögunum að tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við varúðarsjónarmið og við munum veita ráðgjöf eða umsögn á þeim grunni. Við erum með ráðgjöf um langreyðaveiðar sem að gildir fyrir 2018 til 2025 og er um 161 dýr á ári og umsögnin mun snúast um þann þáttinn. Við erum ekki með aðkomu að öðrum þáttum í þessu máli,” segir Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafró. Hann segir svar stofnunarinnar við nýrri umsagnarbeiðni frá ráðuneytinu ekki fela í sér neinar breytingar frá því sem þegar lá fyrir. „Okkar svar endurspeglast auðvitað í þeirri ráðgjöf sem að við höfum þegar veitt. Það verður ekki veitt ný ráðgjöf varðandi langreyðar fyrr en seint á næsta ári. Það eru fyrirhugaðar viðamiklar talningar á hvölum í sumar. Það er að hefjast bara eftir helgi í samstarfi við allar nágrannaþjóðir sem að eru í Norður Atlantshafi og þessi ráðgjöf sem við erum með upp á 161 hún stendur fyrir árið 2024 og 2025 sem verður svo endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna í sumar og yfirferð, bæði í Alþjóðahvalveiðiráðinu og NAMMCO, Norður-Atlantshafs spendýraráðinu,” útskýrir Þorsteinn. Hann ítrekar að aðkoma Hafró snúi fyrst og fremst að sjálfbærri nýtingu auðlinda. „Sjálfbær nýting auðlinda er það sem við erum að veita ráðgjöf um og að tryggja að hún sé í samræmi við það og þessi ráðgjöf sem við erum að veita í langreyði hún er mjög varfærin og við stöndum við hana,“ segir Þorsteinn.
Hvalveiðar Hafið Sjávarútvegur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira