Girona kom allverulega á óvart á nýafstöðnu tímabili og endaði í 3. sæti La Liga á eftir stórliðum Real Madríd og Barcelona. Þetta litla lið sem staðsett er í Katalóníu er þó með öfluga bakhjarla enda City Football Group engin smásmíð.
Girona mun taka þátt í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð og virðist þegar farið að undirbúa sig. Í dag tilkynnti félagið að næstu þrjú árin mun Etihad Airways vera framan á treyjum félagsins.
„Þetta mikilvæga samband undirstrikar skuldbindingu Etihad við spænskan markað og viljann til að betrumbæta tengsl og samskipti menningarheima,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
✈️ Etihad Airways, new main sponsor for the next three seasons
— Girona FC (@GironaFC_Engl) May 28, 2024
🤝 This strategic alliance underscores Etihad's deep commitment to the Spanish market and its dedication to enhancing connectivity and cultural exchange.
👉 https://t.co/zV05hysESy pic.twitter.com/dvV6YKVcW3
Eins og áður sagði hefur Etihad Airways verið framan á treyjum Englandsmeistara Man City til fjölda ára. Enska félagið fer skrefinu lengra í sambandi sínu við flugfélagið enda er heimavöllur liðsins nefndur Etihad-völlurinn.
Segja má að City Football Group sé ein stór fjölskylda og nú er Girona komið með sama styrktaraðila og stóri bróðir Man City.