„Það er ástæðan fyrir því að ég sagði ekki já á stundinni“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Baldur fer yfir víðan völl í nýjasta þætti Af vængjum fram. Vísir Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir það hafa komið sér mest á óvart við forsetaframboðið hve mikið hann hafi þurft að ræða eigið einkalíf. Hann á erfitt með að borða sterkan mat og segir að hann hefði orðið fornleifafræðingur ef hann hefði ekki orðið stjórnmálafræðingur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í níunda þætti Af vængjum fram, skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli. Klippa: Af vængjum fram - Baldur Þórhallsson Ekki með magann í þetta „Ég á dálítið erfitt með sterkan mat, það fer ekkert sérstaklega vel í mig, það er ástæðan fyrir því að ég sagði ekki alveg já á stundinni, en ég er kominn,“ segir Baldur. Baldur fer yfir víðan völl, ræðir meðal annars matseldina á heimilinu og hvor eldar oftar á heimilinu, hann eða Felix Bergsson. Þá ræðir hann hvað hefur komið sér mest á óvart við að vera í framboði og umræðuna um djamm hans og för á hommabar. Baldur segir í gríni að þeir sem hafi birt myndir af honum á barnum ættu að komast í myndasafn af honum frá menntaskólaárunum á Laugarvatni. Hann segist vera vanur því að tala ekki um sjálfan sig í akademíunni og því fylgi mikil breyting að vera í framboði. Baldur nefnir röð spurninga sem hann hefur fengið í framboðinu og segist ekki hafa tölu á því hversu oft hann hafi sagt frá því hvernig það hafi verið þegar hann kom út úr skápnum. „Ég hef aldrei farið í jafn mikla sálfræðigreiningu á sjálfum mér og í þessu framboði,“ segir Baldur meðal annars. Þá ræðir hann námsárin í Bretlandi, þegar hann langaði að verða fornleifafræðingur og hvernig áhrif það hefur haft að vera svo lengi í kosningabaráttu. Horfa má á fleiri þætti af skemmtiþættinum Af vængjum fram á sjónvarpsvef Vísis. Af vængjum fram Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í níunda þætti Af vængjum fram, skemmtiþætti á Vísi í tilefni af forsetakosningum. Þar setjast forsetaframbjóðendur niður og gæða sér á sífellt sterkari kjúklingavængjum á milli þess sem þeir ræða lífið og tilveruna í einlægu spjalli. Klippa: Af vængjum fram - Baldur Þórhallsson Ekki með magann í þetta „Ég á dálítið erfitt með sterkan mat, það fer ekkert sérstaklega vel í mig, það er ástæðan fyrir því að ég sagði ekki alveg já á stundinni, en ég er kominn,“ segir Baldur. Baldur fer yfir víðan völl, ræðir meðal annars matseldina á heimilinu og hvor eldar oftar á heimilinu, hann eða Felix Bergsson. Þá ræðir hann hvað hefur komið sér mest á óvart við að vera í framboði og umræðuna um djamm hans og för á hommabar. Baldur segir í gríni að þeir sem hafi birt myndir af honum á barnum ættu að komast í myndasafn af honum frá menntaskólaárunum á Laugarvatni. Hann segist vera vanur því að tala ekki um sjálfan sig í akademíunni og því fylgi mikil breyting að vera í framboði. Baldur nefnir röð spurninga sem hann hefur fengið í framboðinu og segist ekki hafa tölu á því hversu oft hann hafi sagt frá því hvernig það hafi verið þegar hann kom út úr skápnum. „Ég hef aldrei farið í jafn mikla sálfræðigreiningu á sjálfum mér og í þessu framboði,“ segir Baldur meðal annars. Þá ræðir hann námsárin í Bretlandi, þegar hann langaði að verða fornleifafræðingur og hvernig áhrif það hefur haft að vera svo lengi í kosningabaráttu. Horfa má á fleiri þætti af skemmtiþættinum Af vængjum fram á sjónvarpsvef Vísis.
Af vængjum fram Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira