Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 15:38 Mótmælendur með georgíska fánann fyrir utan þinghúsið í Tíblisi í dag. Andstæðingar fjölmiðlalaganna óttast að þeim verði beitt til þess að kæfa andóf og aðhald eins og í Rússlandi. AP/Shakh Aivazov Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Lögin um erlenda útsendara skilgreina frjálsa fjölmiðla og félagasamtök sem hagsmunaverði eldra afla ef þau fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög í Rússlandi hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á stjórn Vladímírs Pútín forseta. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, neitaði að staðfesta lögin á þeim forsendum að þau þrengdu að fjölmiðlafrelsi og gerðu út um möguleika Georgíu á að fá aðild að Evrópusambandinu. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis þar. Þingið ógilti neitunarvald Zourabichvili í dag með 84 atkvæðum gegn fjórum. Á ýmsu gekk á þingfundi en einn þingmaður stjórnarflokksins Georgíska draumsins hellti meðal annars vatni yfir leiðtoga stjórnarandstöðuflokks á meðan sá síðarnefndi var í ræðupúlti. Zourabichvili hefur nú fimm daga til þess að skrifa undir lögin. Að öðrum kosti afgreiðir þingforsetinn þau sem lög. Evrópusambandið hefur sagt að lögin hafi neikvæð áhrif á umsókn Georgíu um aðild. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn georgískum embættismönnum sem tækju þátt í að grafa undan lýðræði í landinu og hvatti stjórnvöld til þess að endurskoða lögin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hitti fulltrúa georgískra stjórnvalda og fleiri, þegar sendinefnd norrænna og Eystrasaltsríkja heimsótti landið fyrr í þessum mánuði. Hún og samráðherrar hennar gerðu athugasemdir við rangfærslur forseta georgíska þingsins eftir fund þeirra um að þau hefðu verið sammála um að rétt hefði verið hjá georgískum stjórnvöldum að taka ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Georgía Fjölmiðlar Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lögin um erlenda útsendara skilgreina frjálsa fjölmiðla og félagasamtök sem hagsmunaverði eldra afla ef þau fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög í Rússlandi hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á stjórn Vladímírs Pútín forseta. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, neitaði að staðfesta lögin á þeim forsendum að þau þrengdu að fjölmiðlafrelsi og gerðu út um möguleika Georgíu á að fá aðild að Evrópusambandinu. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis þar. Þingið ógilti neitunarvald Zourabichvili í dag með 84 atkvæðum gegn fjórum. Á ýmsu gekk á þingfundi en einn þingmaður stjórnarflokksins Georgíska draumsins hellti meðal annars vatni yfir leiðtoga stjórnarandstöðuflokks á meðan sá síðarnefndi var í ræðupúlti. Zourabichvili hefur nú fimm daga til þess að skrifa undir lögin. Að öðrum kosti afgreiðir þingforsetinn þau sem lög. Evrópusambandið hefur sagt að lögin hafi neikvæð áhrif á umsókn Georgíu um aðild. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn georgískum embættismönnum sem tækju þátt í að grafa undan lýðræði í landinu og hvatti stjórnvöld til þess að endurskoða lögin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hitti fulltrúa georgískra stjórnvalda og fleiri, þegar sendinefnd norrænna og Eystrasaltsríkja heimsótti landið fyrr í þessum mánuði. Hún og samráðherrar hennar gerðu athugasemdir við rangfærslur forseta georgíska þingsins eftir fund þeirra um að þau hefðu verið sammála um að rétt hefði verið hjá georgískum stjórnvöldum að taka ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
Georgía Fjölmiðlar Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25
„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42