Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 15:38 Mótmælendur með georgíska fánann fyrir utan þinghúsið í Tíblisi í dag. Andstæðingar fjölmiðlalaganna óttast að þeim verði beitt til þess að kæfa andóf og aðhald eins og í Rússlandi. AP/Shakh Aivazov Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Lögin um erlenda útsendara skilgreina frjálsa fjölmiðla og félagasamtök sem hagsmunaverði eldra afla ef þau fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög í Rússlandi hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á stjórn Vladímírs Pútín forseta. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, neitaði að staðfesta lögin á þeim forsendum að þau þrengdu að fjölmiðlafrelsi og gerðu út um möguleika Georgíu á að fá aðild að Evrópusambandinu. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis þar. Þingið ógilti neitunarvald Zourabichvili í dag með 84 atkvæðum gegn fjórum. Á ýmsu gekk á þingfundi en einn þingmaður stjórnarflokksins Georgíska draumsins hellti meðal annars vatni yfir leiðtoga stjórnarandstöðuflokks á meðan sá síðarnefndi var í ræðupúlti. Zourabichvili hefur nú fimm daga til þess að skrifa undir lögin. Að öðrum kosti afgreiðir þingforsetinn þau sem lög. Evrópusambandið hefur sagt að lögin hafi neikvæð áhrif á umsókn Georgíu um aðild. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn georgískum embættismönnum sem tækju þátt í að grafa undan lýðræði í landinu og hvatti stjórnvöld til þess að endurskoða lögin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hitti fulltrúa georgískra stjórnvalda og fleiri, þegar sendinefnd norrænna og Eystrasaltsríkja heimsótti landið fyrr í þessum mánuði. Hún og samráðherrar hennar gerðu athugasemdir við rangfærslur forseta georgíska þingsins eftir fund þeirra um að þau hefðu verið sammála um að rétt hefði verið hjá georgískum stjórnvöldum að taka ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Georgía Fjölmiðlar Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Lögin um erlenda útsendara skilgreina frjálsa fjölmiðla og félagasamtök sem hagsmunaverði eldra afla ef þau fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög í Rússlandi hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á stjórn Vladímírs Pútín forseta. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, neitaði að staðfesta lögin á þeim forsendum að þau þrengdu að fjölmiðlafrelsi og gerðu út um möguleika Georgíu á að fá aðild að Evrópusambandinu. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis þar. Þingið ógilti neitunarvald Zourabichvili í dag með 84 atkvæðum gegn fjórum. Á ýmsu gekk á þingfundi en einn þingmaður stjórnarflokksins Georgíska draumsins hellti meðal annars vatni yfir leiðtoga stjórnarandstöðuflokks á meðan sá síðarnefndi var í ræðupúlti. Zourabichvili hefur nú fimm daga til þess að skrifa undir lögin. Að öðrum kosti afgreiðir þingforsetinn þau sem lög. Evrópusambandið hefur sagt að lögin hafi neikvæð áhrif á umsókn Georgíu um aðild. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn georgískum embættismönnum sem tækju þátt í að grafa undan lýðræði í landinu og hvatti stjórnvöld til þess að endurskoða lögin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hitti fulltrúa georgískra stjórnvalda og fleiri, þegar sendinefnd norrænna og Eystrasaltsríkja heimsótti landið fyrr í þessum mánuði. Hún og samráðherrar hennar gerðu athugasemdir við rangfærslur forseta georgíska þingsins eftir fund þeirra um að þau hefðu verið sammála um að rétt hefði verið hjá georgískum stjórnvöldum að taka ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
Georgía Fjölmiðlar Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25
„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42