Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 15:38 Mótmælendur með georgíska fánann fyrir utan þinghúsið í Tíblisi í dag. Andstæðingar fjölmiðlalaganna óttast að þeim verði beitt til þess að kæfa andóf og aðhald eins og í Rússlandi. AP/Shakh Aivazov Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Lögin um erlenda útsendara skilgreina frjálsa fjölmiðla og félagasamtök sem hagsmunaverði eldra afla ef þau fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög í Rússlandi hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á stjórn Vladímírs Pútín forseta. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, neitaði að staðfesta lögin á þeim forsendum að þau þrengdu að fjölmiðlafrelsi og gerðu út um möguleika Georgíu á að fá aðild að Evrópusambandinu. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis þar. Þingið ógilti neitunarvald Zourabichvili í dag með 84 atkvæðum gegn fjórum. Á ýmsu gekk á þingfundi en einn þingmaður stjórnarflokksins Georgíska draumsins hellti meðal annars vatni yfir leiðtoga stjórnarandstöðuflokks á meðan sá síðarnefndi var í ræðupúlti. Zourabichvili hefur nú fimm daga til þess að skrifa undir lögin. Að öðrum kosti afgreiðir þingforsetinn þau sem lög. Evrópusambandið hefur sagt að lögin hafi neikvæð áhrif á umsókn Georgíu um aðild. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn georgískum embættismönnum sem tækju þátt í að grafa undan lýðræði í landinu og hvatti stjórnvöld til þess að endurskoða lögin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hitti fulltrúa georgískra stjórnvalda og fleiri, þegar sendinefnd norrænna og Eystrasaltsríkja heimsótti landið fyrr í þessum mánuði. Hún og samráðherrar hennar gerðu athugasemdir við rangfærslur forseta georgíska þingsins eftir fund þeirra um að þau hefðu verið sammála um að rétt hefði verið hjá georgískum stjórnvöldum að taka ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Georgía Fjölmiðlar Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Lögin um erlenda útsendara skilgreina frjálsa fjölmiðla og félagasamtök sem hagsmunaverði eldra afla ef þau fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög í Rússlandi hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á stjórn Vladímírs Pútín forseta. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, neitaði að staðfesta lögin á þeim forsendum að þau þrengdu að fjölmiðlafrelsi og gerðu út um möguleika Georgíu á að fá aðild að Evrópusambandinu. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis þar. Þingið ógilti neitunarvald Zourabichvili í dag með 84 atkvæðum gegn fjórum. Á ýmsu gekk á þingfundi en einn þingmaður stjórnarflokksins Georgíska draumsins hellti meðal annars vatni yfir leiðtoga stjórnarandstöðuflokks á meðan sá síðarnefndi var í ræðupúlti. Zourabichvili hefur nú fimm daga til þess að skrifa undir lögin. Að öðrum kosti afgreiðir þingforsetinn þau sem lög. Evrópusambandið hefur sagt að lögin hafi neikvæð áhrif á umsókn Georgíu um aðild. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn georgískum embættismönnum sem tækju þátt í að grafa undan lýðræði í landinu og hvatti stjórnvöld til þess að endurskoða lögin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hitti fulltrúa georgískra stjórnvalda og fleiri, þegar sendinefnd norrænna og Eystrasaltsríkja heimsótti landið fyrr í þessum mánuði. Hún og samráðherrar hennar gerðu athugasemdir við rangfærslur forseta georgíska þingsins eftir fund þeirra um að þau hefðu verið sammála um að rétt hefði verið hjá georgískum stjórnvöldum að taka ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
Georgía Fjölmiðlar Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25
„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42