Ég kýs Katrínu! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. maí 2024 15:31 Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er. Mannkostir Katrínar Ég styð Katrínu Jakobsdóttur heils hugar og vil að hún verði næsti forseti Íslands. Það er engin tilviljun. Ég þekki Katrínu ekki persónulega, en hef vegna starfa minna í tengslum við atvinnulífið undanfarin sex ár, hitt hana á fundum og viðburðum og oft hlustað á hana halda ræður og erindi. Katrín er vel máli farin, talar ekki í innihaldslausum frösum og verður sjaldan fótaskortur í hugsun eða á tungunni. Mér finnst Katrín þar að auki skarpgreind, réttsýn, eldfljót að setja sig inn í flókin mál og vera fær um að horfa á þau frá mismunandi sjónarhornum. Hún hefur jákvæða útgeislun, alþýðlegt yfirbragð, góða nærveru og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún getur hins vegar svo sannarlega verið föst fyrir, ef aðstæður skapa tilefni til þess - en það er að mínu mati ein mikilvægasta fjöðrin í hattinn. Dýrmæt þekking og reynsla Mér finnst yfirgripsmikil þekking og reynsla Katrínar úr stjórnmálum mjög jákvæð og dýrmæt og hljóta að styrkja hana í embætti forseta. Það á ekki síður við reynslu hennar sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar síðastliðin ár.Katrín hefur áunnið sér traust og virðingu þvert á hið pólítíska litróf og óháð stétt og stöðu. Ekki má svo gleyma tengslaneti hennar, sem ég er viss um að er stórt og gott og nær yfir lönd og höf. Það er gríðarlega mikilvægt, ekki síst nú, þegar alþjóðasamstarf og -samvinna hafa líklega aldrei verið mikilvægari. Þar mun reynsla hennar í samskiptum við önnur ríki, erlenda þjóðhöfðingja og leiðtöga verða mikils virði. Það skiptir máli hver verður forseti Ég treysti Katrínu langbest til að vera fulltrúi og sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Ég treysti henni best til að vera okkar sendiboði á erlendri grundu og tala þar fyrir hagsmunum Íslands og breiða gildi þjóðarinnar út bæði innanlands og um heimsbyggðina. Ekki er svo verra að hún er kona, en nú eru komin 28 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir yfirgaf sviðið. Nú standa yfir mikilvægustu atvinnuviðtöl ársins, sem hafa áhrif á þjóðina og samskipti okkar við önnur ríki inn í næstu ár og jafnvel áratug. Það skiptir máli hver verður forseti. Vöndum okkur á kjördag. Áfram Katrín! Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er. Mannkostir Katrínar Ég styð Katrínu Jakobsdóttur heils hugar og vil að hún verði næsti forseti Íslands. Það er engin tilviljun. Ég þekki Katrínu ekki persónulega, en hef vegna starfa minna í tengslum við atvinnulífið undanfarin sex ár, hitt hana á fundum og viðburðum og oft hlustað á hana halda ræður og erindi. Katrín er vel máli farin, talar ekki í innihaldslausum frösum og verður sjaldan fótaskortur í hugsun eða á tungunni. Mér finnst Katrín þar að auki skarpgreind, réttsýn, eldfljót að setja sig inn í flókin mál og vera fær um að horfa á þau frá mismunandi sjónarhornum. Hún hefur jákvæða útgeislun, alþýðlegt yfirbragð, góða nærveru og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún getur hins vegar svo sannarlega verið föst fyrir, ef aðstæður skapa tilefni til þess - en það er að mínu mati ein mikilvægasta fjöðrin í hattinn. Dýrmæt þekking og reynsla Mér finnst yfirgripsmikil þekking og reynsla Katrínar úr stjórnmálum mjög jákvæð og dýrmæt og hljóta að styrkja hana í embætti forseta. Það á ekki síður við reynslu hennar sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar síðastliðin ár.Katrín hefur áunnið sér traust og virðingu þvert á hið pólítíska litróf og óháð stétt og stöðu. Ekki má svo gleyma tengslaneti hennar, sem ég er viss um að er stórt og gott og nær yfir lönd og höf. Það er gríðarlega mikilvægt, ekki síst nú, þegar alþjóðasamstarf og -samvinna hafa líklega aldrei verið mikilvægari. Þar mun reynsla hennar í samskiptum við önnur ríki, erlenda þjóðhöfðingja og leiðtöga verða mikils virði. Það skiptir máli hver verður forseti Ég treysti Katrínu langbest til að vera fulltrúi og sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Ég treysti henni best til að vera okkar sendiboði á erlendri grundu og tala þar fyrir hagsmunum Íslands og breiða gildi þjóðarinnar út bæði innanlands og um heimsbyggðina. Ekki er svo verra að hún er kona, en nú eru komin 28 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir yfirgaf sviðið. Nú standa yfir mikilvægustu atvinnuviðtöl ársins, sem hafa áhrif á þjóðina og samskipti okkar við önnur ríki inn í næstu ár og jafnvel áratug. Það skiptir máli hver verður forseti. Vöndum okkur á kjördag. Áfram Katrín! Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun