Uppgjör: Fylkir - HK 3-1 | Lífsnauðsynlegur og langþráður sigur Fylkis gegn HK Hjörvar Ólafsson skrifar 27. maí 2024 21:06 Fylkismenn fögnuðu loks sigri. Vísir/Anton Brink Fylkir landaði sínum fyrsti sigri í Bestu deild karla í fótbolta á þessari leiktíð með 3-1 sigri sínum gegn HK í fallbaráttuslag liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Würth-vellinum í Árbænum í kvöld. Fylkir hafði betur í leik liðanna í Mjólkurbikarnum fyrir ekki svo löngu og fylgdi því eftir í kvöld. Fylkismenn verma enn botnsæti deildarinnar þrátt fyrir þennan sigur en liðið hefur nú fjögur stig og Árbæingar eru einu stigi á eftir KA sem situr í næstneðsta sæti. HK og Vestri eru svo þar fyrir ofan með sjö stig hvort lið. Atvik leiksins Það dró til tíðinda þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Þá tók Arnór Breki Ásþórsson hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Nikulás Val Gunnarssyni sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Fylkismenn héldu áfram að þjarma að HK-ingum og nokkrum mínútum síðar tvöfaldaði Þórður Gunnar Hafþórsson forystu heimamanna. Ragnar Bragi Sveinsson vann þá boltann á miðsvæðinu, fann Matthias Præst sem setti Þórð Gunnar í gegnum götótta vörn HK-liðsins. Þórður Gunnar kláraði færið með föstu og hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Kantmaðurinn hafði verið ógnandi fram að markinu og komist nálægt því að finna netmöskvana. Matthias Præst bætti þriðja marki Fylkis við þegar leikurinn var rúmlega klukkutíma gamall. Ómar Björn Stefánsson, sem var nýlega kominn inná sem varamaður, var þá á undan Arnari Frey í kapphlaupi um boltann. Ómar Björn renndi boltanum á Præst sem setti boltann í fallegan sveig í hornið fjær. Birkir Valur Jónsson klóraði í bakkann fyrir HK þegar hann stangaði hornspyrnu Brynjars Snæs Pálssonar í markið um 20 mínútum fyrir leikslok. Lengra komust gestirnir úr Kópavoginum ekki og langþráður og lífsnauðsynlegur Fylkissigur staðreynd. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fer sáttur á koddann í kvöld. Vísir/Anton Brink Rúnar Páll: Þetta er gríðarlegur léttir „Það er mikill léttir að hafa loksins náð að siga sigri í höfn í deildinni ég skal alveg viðurkenna. Við fórum nokkrum kílóum léttari andlega og líkamlega inn í næstu verkefni. Við spiluðum vel í þessum leik eins og við höfum svo sem gert í flestum leikjum í sumar og uppskárum nú sigur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, léttur. „Við vorum langt frá því að vera búnir að missa trúna þrátt fyrir að hafa ekki náð að vinna fyrir þennan leik. Við vitum að þetta er langt mót sem klárast ekki fyrr en í október og það er nóg eftir af þessu. Þessi sigur og spilamennskan í heild sinni gefur búst og kraftur og liðsheildin gefur góð fyrirheit,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. Ómar Ingi: Grófum okkur allt of djúpa holu „Ég er bara fyrst og fremst hundfúll með það hvernig við komum inn í þennan leik og spiluðum hann. Við grófumm okkur djúpa holu sem við náðum aldrei að komast almennilega upp úr. Þetta var bara heilt yfir mjög lélegt,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vonsvikinn. „Við komum okkur reyndar í þó nokkur skipti í góðar stöður bæði í fyrri og seinni hálfleik en við náðum ekki að nýta okkur það. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir í báðum teigum vallarins og því fór sem fór. Þetta eru vonbrigði en það er bara áfram gakk,“ sagði Ómar Ingi þar að auki. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Stjörnur og skúrkar Ragnar Bragi var aðsópsmikill aftast á miðjunni hjá Fylkisliðinu. Duracell kanínan Orri Hrafn Kjartansson vann svo fjölmarga bolta með dugnaði sínum og var upphafsmaðu að mörgum sóknum Fylkis. Þórður Gunnar ógnaði sífellt með krafti sínum og hraða og gerði vel í markinu sem hann skoraði. Matthias Præst lagði svo upp eitt mark og skoraði annað sem er bara býsna gott kvöldverk hjá danska sóknartengiliðnum. Framlína HK komst aldrei í takt við leikinn og gestirnir náðu sjaldan að ógna Fylkisliðinu að einhverju ráði. Setja má svo stórt spurningamerki við Arnar Frey Ólafsson sem greip í tómt þegar Nikulás Valur kom Fylkismönnum yfir í leiknum. Einnig var skógarhlaup Arnars Freys í aðdragandum að markinu sem Præst skoraði ekki beint til útflutnings. Dómarar leiksins Dómari leiksins, Jóhann Ingi Jónsson, átti rólegan dag og hann og teymi hans þurftu ekki að taka neinar stórar ákvarðanir. Fumlaus frammistaða þeirra skilar með átta í einkunn. Stemming og umgjörð Létt var yfir fólki í Lautinni í kvöld og Árbæingar fögnuðu vel og innilega þessum kærkomna sigri. Lukkudýr Fylkismanna lét sjá sig og hoppukastali var á svæðinu til þess að strytta yngri kynslóðinni stundirnar. Besta deild karla Fylkir HK
Fylkir landaði sínum fyrsti sigri í Bestu deild karla í fótbolta á þessari leiktíð með 3-1 sigri sínum gegn HK í fallbaráttuslag liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Würth-vellinum í Árbænum í kvöld. Fylkir hafði betur í leik liðanna í Mjólkurbikarnum fyrir ekki svo löngu og fylgdi því eftir í kvöld. Fylkismenn verma enn botnsæti deildarinnar þrátt fyrir þennan sigur en liðið hefur nú fjögur stig og Árbæingar eru einu stigi á eftir KA sem situr í næstneðsta sæti. HK og Vestri eru svo þar fyrir ofan með sjö stig hvort lið. Atvik leiksins Það dró til tíðinda þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Þá tók Arnór Breki Ásþórsson hornspyrnu sem rataði beint á kollinn á Nikulás Val Gunnarssyni sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Fylkismenn héldu áfram að þjarma að HK-ingum og nokkrum mínútum síðar tvöfaldaði Þórður Gunnar Hafþórsson forystu heimamanna. Ragnar Bragi Sveinsson vann þá boltann á miðsvæðinu, fann Matthias Præst sem setti Þórð Gunnar í gegnum götótta vörn HK-liðsins. Þórður Gunnar kláraði færið með föstu og hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Kantmaðurinn hafði verið ógnandi fram að markinu og komist nálægt því að finna netmöskvana. Matthias Præst bætti þriðja marki Fylkis við þegar leikurinn var rúmlega klukkutíma gamall. Ómar Björn Stefánsson, sem var nýlega kominn inná sem varamaður, var þá á undan Arnari Frey í kapphlaupi um boltann. Ómar Björn renndi boltanum á Præst sem setti boltann í fallegan sveig í hornið fjær. Birkir Valur Jónsson klóraði í bakkann fyrir HK þegar hann stangaði hornspyrnu Brynjars Snæs Pálssonar í markið um 20 mínútum fyrir leikslok. Lengra komust gestirnir úr Kópavoginum ekki og langþráður og lífsnauðsynlegur Fylkissigur staðreynd. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fer sáttur á koddann í kvöld. Vísir/Anton Brink Rúnar Páll: Þetta er gríðarlegur léttir „Það er mikill léttir að hafa loksins náð að siga sigri í höfn í deildinni ég skal alveg viðurkenna. Við fórum nokkrum kílóum léttari andlega og líkamlega inn í næstu verkefni. Við spiluðum vel í þessum leik eins og við höfum svo sem gert í flestum leikjum í sumar og uppskárum nú sigur,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, léttur. „Við vorum langt frá því að vera búnir að missa trúna þrátt fyrir að hafa ekki náð að vinna fyrir þennan leik. Við vitum að þetta er langt mót sem klárast ekki fyrr en í október og það er nóg eftir af þessu. Þessi sigur og spilamennskan í heild sinni gefur búst og kraftur og liðsheildin gefur góð fyrirheit,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. Ómar Ingi: Grófum okkur allt of djúpa holu „Ég er bara fyrst og fremst hundfúll með það hvernig við komum inn í þennan leik og spiluðum hann. Við grófumm okkur djúpa holu sem við náðum aldrei að komast almennilega upp úr. Þetta var bara heilt yfir mjög lélegt,“ sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vonsvikinn. „Við komum okkur reyndar í þó nokkur skipti í góðar stöður bæði í fyrri og seinni hálfleik en við náðum ekki að nýta okkur það. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir í báðum teigum vallarins og því fór sem fór. Þetta eru vonbrigði en það er bara áfram gakk,“ sagði Ómar Ingi þar að auki. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Stjörnur og skúrkar Ragnar Bragi var aðsópsmikill aftast á miðjunni hjá Fylkisliðinu. Duracell kanínan Orri Hrafn Kjartansson vann svo fjölmarga bolta með dugnaði sínum og var upphafsmaðu að mörgum sóknum Fylkis. Þórður Gunnar ógnaði sífellt með krafti sínum og hraða og gerði vel í markinu sem hann skoraði. Matthias Præst lagði svo upp eitt mark og skoraði annað sem er bara býsna gott kvöldverk hjá danska sóknartengiliðnum. Framlína HK komst aldrei í takt við leikinn og gestirnir náðu sjaldan að ógna Fylkisliðinu að einhverju ráði. Setja má svo stórt spurningamerki við Arnar Frey Ólafsson sem greip í tómt þegar Nikulás Valur kom Fylkismönnum yfir í leiknum. Einnig var skógarhlaup Arnars Freys í aðdragandum að markinu sem Præst skoraði ekki beint til útflutnings. Dómarar leiksins Dómari leiksins, Jóhann Ingi Jónsson, átti rólegan dag og hann og teymi hans þurftu ekki að taka neinar stórar ákvarðanir. Fumlaus frammistaða þeirra skilar með átta í einkunn. Stemming og umgjörð Létt var yfir fólki í Lautinni í kvöld og Árbæingar fögnuðu vel og innilega þessum kærkomna sigri. Lukkudýr Fylkismanna lét sjá sig og hoppukastali var á svæðinu til þess að strytta yngri kynslóðinni stundirnar.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti