Að vaxa inn í framtíðina Viðar Hreinsson skrifar 25. maí 2024 18:01 Engin(n) er forsniðin(n) í forsetaembættið. Það er hægt að láta líta svo út, með fáguð svör á reiðum höndum, úr mælskukeppni stjórnmálabaráttunnar sem hefur þynningaráhrif á hugsunina, ellegar úr söluræðum viðskiptalífins sem setur mannlífi þröngar skorður. Það þarf að hyggja að því sem í fólki býr, því þar eru möguleikarnir og vísir að framtíðinni. Ung og glæsileg kona sem er alin upp í borg (bæði blokk og einbýlishúsi) og sveit, kann að taka á móti lömbum (og gæti alveg talað við erlend stórmenni í símanum á meðan), hagvön jafnt á Síðuafrétti sem hásölum menntastofnana og stjórnkerfis, stendur vörð um almannahag og ann náttúru landsins, heillar alla sem hún hittir á augabragði með hlýju og glaðlegu yfirbragði, sú kona er ekki forsniðin í forsetaembættið heldur mun hún vaxa í það. Halla Hrund Logadóttir hefur þegar sýnt að hún er reiðubúin að taka hiklaust til varna fyrir almannahag og náttúru. Hún býr yfir fágætum meðfæddum hæfileikum, staðgóðri menntun, dómgreind og þroskuðum skilningi á samhjálp og samvinnu. Því er vart hægt að hugsa sér öflugra mótvægi við þá spillingu blöndnu stjórnmálastarfsemi sem hefur dregið jafnt og þétt úr virðingu fólks fyrir Alþingi og klofið fólk í fylkingar. Með augljósa mannkosti í farteskinu getur Halla Hrund hlúð að svo mörgu í embætti forseta Íslands. Hún getur sett brýn málefni á dagskrá, stuðlað að umræðu til að lyfta fólki úr úreltum pólitískum hjólförum og dregið úr þeirri skautun sem nú er svo áberandi og sársaukafull. Hún getur greint tækifæri framtíðar og brugðist við ógnum sem við blasa. Halla Hrund Logadóttir er ekki forsniðin til embættis heldur mun hún vaxa í það, með bjartsýni, mannúð og sátt við náttúru að leiðarljósi sem mun búa í haginn fyrir börn okkar og barnabörn. Kjósum hana sem forseta, leiðtoga til framtíðar. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Engin(n) er forsniðin(n) í forsetaembættið. Það er hægt að láta líta svo út, með fáguð svör á reiðum höndum, úr mælskukeppni stjórnmálabaráttunnar sem hefur þynningaráhrif á hugsunina, ellegar úr söluræðum viðskiptalífins sem setur mannlífi þröngar skorður. Það þarf að hyggja að því sem í fólki býr, því þar eru möguleikarnir og vísir að framtíðinni. Ung og glæsileg kona sem er alin upp í borg (bæði blokk og einbýlishúsi) og sveit, kann að taka á móti lömbum (og gæti alveg talað við erlend stórmenni í símanum á meðan), hagvön jafnt á Síðuafrétti sem hásölum menntastofnana og stjórnkerfis, stendur vörð um almannahag og ann náttúru landsins, heillar alla sem hún hittir á augabragði með hlýju og glaðlegu yfirbragði, sú kona er ekki forsniðin í forsetaembættið heldur mun hún vaxa í það. Halla Hrund Logadóttir hefur þegar sýnt að hún er reiðubúin að taka hiklaust til varna fyrir almannahag og náttúru. Hún býr yfir fágætum meðfæddum hæfileikum, staðgóðri menntun, dómgreind og þroskuðum skilningi á samhjálp og samvinnu. Því er vart hægt að hugsa sér öflugra mótvægi við þá spillingu blöndnu stjórnmálastarfsemi sem hefur dregið jafnt og þétt úr virðingu fólks fyrir Alþingi og klofið fólk í fylkingar. Með augljósa mannkosti í farteskinu getur Halla Hrund hlúð að svo mörgu í embætti forseta Íslands. Hún getur sett brýn málefni á dagskrá, stuðlað að umræðu til að lyfta fólki úr úreltum pólitískum hjólförum og dregið úr þeirri skautun sem nú er svo áberandi og sársaukafull. Hún getur greint tækifæri framtíðar og brugðist við ógnum sem við blasa. Halla Hrund Logadóttir er ekki forsniðin til embættis heldur mun hún vaxa í það, með bjartsýni, mannúð og sátt við náttúru að leiðarljósi sem mun búa í haginn fyrir börn okkar og barnabörn. Kjósum hana sem forseta, leiðtoga til framtíðar. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar