Ég styð Baldur sem næsta forseta! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 26. maí 2024 08:01 Ég var mjög ánægður með að Baldur Þórhallsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands í komandi forsetakosningu. Í þeim kosningum eru margir hæfir frambjóðendur. Að mínu mati er Baldur sá frambjóðandi sem er hæfastur til að vera forseti og sameina þjóðina. Ég kannast við Baldur, enda erum við kollegar úr stjórnmálafræðinni. Baldur er sveitastrákur frá Rangárvallasýslu sem menntaði sig vel og lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex í Englandi. Baldur hefur kennt stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í tæpa þrjá áratugi og starfar í dag sem prófessor í stjórnmálafræðideild HÍ. Baldur hefur helgað sig í kennslu í alþjóðastjórnmálum, sérstaklega hvað varðar stöðu smáríkja í alþjóðamálum. Þar skiptir máli að hafa þekkingu á stöðu smáríkja eins og Íslands og hvaða möguleika þessi ríki hafa til að hámarka áhrif sín. Baldur hefur einnig látið öryggis- og varnarmál smáríkja og sérstaklega Íslands sig varða og hefur talað um að það skiptir máli að sýna ábyrgð í öryggis- og varnarmálum landsins. Baldur hefur verið áberandi í baráttu fyrir betri heim, fordómaleysi og meira umburðarlyndi. Baldur hefur verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Öll viljum við búa í betri og umburðarlyndari heimi, en það gerist ekki af sjálfu sér og fyrir baráttu hans og Felix eiga þeir miklar þakkir skildar. Baldur hefur marga prýðilega kosti og að auki á hann frábæran maka, Felix Bergsson. Ég þekki Felix ágætlega úr Vesturbæ Reykjavíkur enda einstaklega góður og glaðsinna maður. Það skiptir máli hver verður næsti forseti, hver hefur þá sýn að nýta embættið til góðra verka og verða sameiningartákn þjóðarinnar þegar kosningum lýkur. Því treysti ég Baldri Þórhallsyni fullkomlega til að takast á við embætti forseta Íslands, þjóðinni til heilla! Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Sjá meira
Ég var mjög ánægður með að Baldur Þórhallsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands í komandi forsetakosningu. Í þeim kosningum eru margir hæfir frambjóðendur. Að mínu mati er Baldur sá frambjóðandi sem er hæfastur til að vera forseti og sameina þjóðina. Ég kannast við Baldur, enda erum við kollegar úr stjórnmálafræðinni. Baldur er sveitastrákur frá Rangárvallasýslu sem menntaði sig vel og lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá háskólanum í Essex í Englandi. Baldur hefur kennt stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í tæpa þrjá áratugi og starfar í dag sem prófessor í stjórnmálafræðideild HÍ. Baldur hefur helgað sig í kennslu í alþjóðastjórnmálum, sérstaklega hvað varðar stöðu smáríkja í alþjóðamálum. Þar skiptir máli að hafa þekkingu á stöðu smáríkja eins og Íslands og hvaða möguleika þessi ríki hafa til að hámarka áhrif sín. Baldur hefur einnig látið öryggis- og varnarmál smáríkja og sérstaklega Íslands sig varða og hefur talað um að það skiptir máli að sýna ábyrgð í öryggis- og varnarmálum landsins. Baldur hefur verið áberandi í baráttu fyrir betri heim, fordómaleysi og meira umburðarlyndi. Baldur hefur verið virkur í baráttu fyrir réttindum samkynhneigðra og hinsegin fólks. Öll viljum við búa í betri og umburðarlyndari heimi, en það gerist ekki af sjálfu sér og fyrir baráttu hans og Felix eiga þeir miklar þakkir skildar. Baldur hefur marga prýðilega kosti og að auki á hann frábæran maka, Felix Bergsson. Ég þekki Felix ágætlega úr Vesturbæ Reykjavíkur enda einstaklega góður og glaðsinna maður. Það skiptir máli hver verður næsti forseti, hver hefur þá sýn að nýta embættið til góðra verka og verða sameiningartákn þjóðarinnar þegar kosningum lýkur. Því treysti ég Baldri Þórhallsyni fullkomlega til að takast á við embætti forseta Íslands, þjóðinni til heilla! Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun