„Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. maí 2024 20:28 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Haraldur Guðjónsson Thors Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með seinni hálfleik liðsins sem skilaði tveimur mörkum. „Í fyrri hálfleik vorum við til baka. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera hugrakkar og þá komu bestu mínútur sem við höfum spilað á tímabilinu. Við spiluðum boltanum okkar á milli og vorum hugrakkar. Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði og spiluðum frábærlega,“ sagði Nik sem var í skýjunum með seinni hálfleik Breiðabliks sem skilaði sigrinum. Valur var töluvert betri í fyrri hálfleik og gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik en Nik sagði að veðrið hafi einnig spilað inn í. „Veðrið setti strik í reikninginn. Valur skapaði fullt af færum á hættulegum svæðum en við spiluðum góða vörn sem lið. Í seinni hálfleik breyttum við um leikkerfi og það skilaði sér.“ Eftir klukkutíma leik gerði Nik tvær breytingar einu marki undir sem skilaði sér og eftir það gerðu Blikar tvö mörk. „Olla [Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ]kom inn á og var frábær. Hún kom með orku og við þurftum að hrista upp í hlutunum. Við breyttum um kerfi og Olla fór upp á topp og sýndi gæðin sem hún hefur.“ Aðspurður af hverju hann breytti um leikkerfi sagði Nik að hann vildi halda betur í boltann. „Við þurftum að halda betur í boltann miðað við hvernig vindurinn var. Við þurftum að vera með fleiri á miðjunni og fara í demant.“ Veðrið var langt frá því að vera gott og það rigndi mikið ásamt því var mikið rok en Nik var ánægður með hvernig liðið leysti aðstæður í seinni hálfleik en ekki fyrri hálfleik. „Í fyrri hálfleik gáfum við ekkert á okkur en gerðum ekkert heldur en í seinni hálfleik notuðum við veðrið okkur í hag. Ég get ekki sagt að annað liðið hafi verið yfirburðar út frá veðri.“ Fram að þessum leik hafði bæði Breiðablik og Valur unnið alla fimm leikina í Bestu deildinni en eftir úrslit kvöldsins eru Blikar á toppnum með fullt hús stiga. „Við höfum unnið alla leikina þannig ég geri ráð fyrir að við séum liðið sem önnur lið þurfa að vinna. Þetta hefur verið frábær byrjun þar sem við erum með sex sigra í sex leikjum og það er gott að fara inn í landsleikjahlé á þeim stað sem við erum á,“ sagði Nik Anthony Chamberlain að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
„Í fyrri hálfleik vorum við til baka. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að vera hugrakkar og þá komu bestu mínútur sem við höfum spilað á tímabilinu. Við spiluðum boltanum okkar á milli og vorum hugrakkar. Í seinni hálfleik breyttist hugarfarið og við vorum með yfirburði og spiluðum frábærlega,“ sagði Nik sem var í skýjunum með seinni hálfleik Breiðabliks sem skilaði sigrinum. Valur var töluvert betri í fyrri hálfleik og gestirnir voru einu marki yfir í hálfleik en Nik sagði að veðrið hafi einnig spilað inn í. „Veðrið setti strik í reikninginn. Valur skapaði fullt af færum á hættulegum svæðum en við spiluðum góða vörn sem lið. Í seinni hálfleik breyttum við um leikkerfi og það skilaði sér.“ Eftir klukkutíma leik gerði Nik tvær breytingar einu marki undir sem skilaði sér og eftir það gerðu Blikar tvö mörk. „Olla [Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ]kom inn á og var frábær. Hún kom með orku og við þurftum að hrista upp í hlutunum. Við breyttum um kerfi og Olla fór upp á topp og sýndi gæðin sem hún hefur.“ Aðspurður af hverju hann breytti um leikkerfi sagði Nik að hann vildi halda betur í boltann. „Við þurftum að halda betur í boltann miðað við hvernig vindurinn var. Við þurftum að vera með fleiri á miðjunni og fara í demant.“ Veðrið var langt frá því að vera gott og það rigndi mikið ásamt því var mikið rok en Nik var ánægður með hvernig liðið leysti aðstæður í seinni hálfleik en ekki fyrri hálfleik. „Í fyrri hálfleik gáfum við ekkert á okkur en gerðum ekkert heldur en í seinni hálfleik notuðum við veðrið okkur í hag. Ég get ekki sagt að annað liðið hafi verið yfirburðar út frá veðri.“ Fram að þessum leik hafði bæði Breiðablik og Valur unnið alla fimm leikina í Bestu deildinni en eftir úrslit kvöldsins eru Blikar á toppnum með fullt hús stiga. „Við höfum unnið alla leikina þannig ég geri ráð fyrir að við séum liðið sem önnur lið þurfa að vinna. Þetta hefur verið frábær byrjun þar sem við erum með sex sigra í sex leikjum og það er gott að fara inn í landsleikjahlé á þeim stað sem við erum á,“ sagði Nik Anthony Chamberlain að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira