Yrði stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2024 20:30 Árni Guðmundsson hefur lengi barist gegn áfengi í verslanir. arnar halldórsson Fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi er stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Þetta segir forvarnarsérfræðingur sem telur verslunina þverbrjóta áfengislög. Forsvarsmenn Hagkaups ætla að slást í hóp þeirra sem bjóða upp á netverslun með áfengi. Í næsta mánuði munu viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. Forvarnarsérfræðingur segir ákvörðunina alveg út í hött. „Þetta er ekki bílskúr úti á Granda sem er að selja áfengi út um bílskúrshurðina. Þetta er stórfyrirtæki, stórmarkaður og hann verður að hafa sómakennd og siðferðisstandard sem felst í því að menn fari eftir lögum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur. Hann gengur það langt að saka forsvarsmenn Hagkaups um brot á áfengislögum og segir engu máli skipta hvort áfengið verði geymt í læstum hirslum og úr sjón neytenda líkt og til stendur. „Lögin eru bara skýr, ÁTVR hefur einkaleyfi á að selja áfengi og það þarf þá að breyta lögum ef menn vilja gera eitthvað annað. Hagkaup getur bara beðið eins og við hin.“ Aðspurður hvernig hann svari þeim sem segja netsölu áfengis standast lög segir hann. „Ég segi bara lesið áfengislögin. Það er enginn lögfræðingur eða stjórnmálamaður sem hefur verið í frontinum í svona málum sem hefur aldrei viðurkennt að þetta sé eitthvað löglegt. Það eru einstaka þingmenn sem hafa það á tilfinningunni eða finnast þetta vera eitthvað.“ Árni furðar sig á sinnuleysi lögreglu í málaflokknum og segir stjórnvaldið komið með fjögur hundruð kærur á sitt borð vegna áfengisauglýsinga. Sjálfur kærði hann sjálfan sig eftirminnilega til lögreglunnar fyrir áfengiskaup í gegnum netsölu en hefur engin viðbrögð fengið. „Það er bara á tali hjá lögreglunni. Ég veit ekki alveg hvað lögreglan er að gera og þá fer maður að velta því fyrir sér... Erum við að byggja samfélag þannig að þú getir bara fengið þínu fram ef þú ert nógu stór og lögreglan gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég spyr bara hvar er lögreglan í þessu landi í þessu máli?“ Hann segir ekkert neyðarástand í sölu áfengis í landinu og tekur undir orð félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir ÁTVR duga og markaðssamkeppni óþarfa. „Þetta yrði bara mesta lýðheilsuslys Íslandssögunnar ef þetta verður að veruleika, í boði Hagkaupa.“ Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Forsvarsmenn Hagkaups ætla að slást í hóp þeirra sem bjóða upp á netverslun með áfengi. Í næsta mánuði munu viðskiptavinir verslunarinnar geta pantað áfengi og sótt í Hagkaup Skeifunni. Forvarnarsérfræðingur segir ákvörðunina alveg út í hött. „Þetta er ekki bílskúr úti á Granda sem er að selja áfengi út um bílskúrshurðina. Þetta er stórfyrirtæki, stórmarkaður og hann verður að hafa sómakennd og siðferðisstandard sem felst í því að menn fari eftir lögum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur. Hann gengur það langt að saka forsvarsmenn Hagkaups um brot á áfengislögum og segir engu máli skipta hvort áfengið verði geymt í læstum hirslum og úr sjón neytenda líkt og til stendur. „Lögin eru bara skýr, ÁTVR hefur einkaleyfi á að selja áfengi og það þarf þá að breyta lögum ef menn vilja gera eitthvað annað. Hagkaup getur bara beðið eins og við hin.“ Aðspurður hvernig hann svari þeim sem segja netsölu áfengis standast lög segir hann. „Ég segi bara lesið áfengislögin. Það er enginn lögfræðingur eða stjórnmálamaður sem hefur verið í frontinum í svona málum sem hefur aldrei viðurkennt að þetta sé eitthvað löglegt. Það eru einstaka þingmenn sem hafa það á tilfinningunni eða finnast þetta vera eitthvað.“ Árni furðar sig á sinnuleysi lögreglu í málaflokknum og segir stjórnvaldið komið með fjögur hundruð kærur á sitt borð vegna áfengisauglýsinga. Sjálfur kærði hann sjálfan sig eftirminnilega til lögreglunnar fyrir áfengiskaup í gegnum netsölu en hefur engin viðbrögð fengið. „Það er bara á tali hjá lögreglunni. Ég veit ekki alveg hvað lögreglan er að gera og þá fer maður að velta því fyrir sér... Erum við að byggja samfélag þannig að þú getir bara fengið þínu fram ef þú ert nógu stór og lögreglan gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég spyr bara hvar er lögreglan í þessu landi í þessu máli?“ Hann segir ekkert neyðarástand í sölu áfengis í landinu og tekur undir orð félags- og vinnumarkaðsráðherra sem segir ÁTVR duga og markaðssamkeppni óþarfa. „Þetta yrði bara mesta lýðheilsuslys Íslandssögunnar ef þetta verður að veruleika, í boði Hagkaupa.“
Áfengi og tóbak Verslun Neytendur Börn og uppeldi Netverslun með áfengi Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira