Hafa níu mánuði til að svara dómi MDE í talningamálinu Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 13:56 Bjarni Benediktsson heldur áfram vinnu Katrínar Jakobsdóttur um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Vísir/Ívar Fannar Íslensk stjórnvöld hafa níu mánuði til að skila áætlun til fullnustudeildar Evrópuráðsins um þær ráðstafanir sem gripið verður til vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um talningamálið svokallaða. Það kemur fram í svari ráðuneytisins til fréttastofu. Niðurstaða dómstólsins var birt þann 16. apríl en þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að í málinu hafi verið brotið gegn bæði þriðju grein fyrsta viðauka sáttmálans um réttinn til frjálsra kosninga og þrettándu grein Mannréttindasáttmála Evrópu um skilvirk réttarúrræði. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu eiga forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið í samtali við Alþingi um framhaldið. Áður hefur verið greint frá því að málið sé til skoðunar hjá skrifstofu Alþingis. Tvær milljónir í bætur Málinu var vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu af þeim Magnúsi Davíð Norðdahl og Guðmundi Gunnarssyni sem báðir voru í framboði til Alþingis 2021. Guðmundur datt út af þingi eftir endurtalningu en Magnús var aldrei inni. Íslenska ríkinu var gert að greiða þeim báðum um 13 þúsund evrur í bætur sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna. Kvörtun þeirra til dómstólsins laut að annars vegar framkvæmd talningar í kjördæminu og hins vegar að því að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til að koma kvörtunum sínum áleiðis. Lögmaður þeirra, Sigurður Örn Hilmarsson, sagði í samtali við fréttastofu eftir að dómurinn féll að miðað við niðurstöðu dómstólsins yrði að breyta stjórnarskránni á þann hátt að úrskurðarvald í slíkum málum fari frá Alþingi og til dómstóla. Bjarni heldur áfram vinnu Katrínar Töluverð vinna hefur verið unnin innan forsætisráðuneytisins allt frá árinu 2018 að breytingum á stjórnarskránni. Á vef stjórnarráðsins má sjá yfirlit aðgerða og funda sem haldnir hafa verið á tímabilinu. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að setja eigi af stað vinnu sérfræðinga um ákvæði stjórnarskrár um Alþingi, kosningar og kjördæmaskipan, dómstóla og eftir atvikum önnur ákvæði, svo sem mannréttindaákvæði. Þá eigi að efna til samstarfs við fræðasamfélagið og halda áfram vinnu við stjórnarskrárbreytingar frá fyrra kjörtímabili. Vinnan sem þegar hefur verið unnin hefur að mestu verið unnin undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari frá ráðuneytinu ætlar nýr forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, að halda þeirri vinnu áfram sem hún hóf við endurskoðun stjórnarskrárinnar. „Áfram verður unnið með formönnum stjórnmálaflokka að því að móta breytingartillögur sem breið samstaða er um,“ segir að lokum í svari ráðuneytisins. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnarskrá Tengdar fréttir „Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Niðurstaða dómstólsins var birt þann 16. apríl en þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að í málinu hafi verið brotið gegn bæði þriðju grein fyrsta viðauka sáttmálans um réttinn til frjálsra kosninga og þrettándu grein Mannréttindasáttmála Evrópu um skilvirk réttarúrræði. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu eiga forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið í samtali við Alþingi um framhaldið. Áður hefur verið greint frá því að málið sé til skoðunar hjá skrifstofu Alþingis. Tvær milljónir í bætur Málinu var vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu af þeim Magnúsi Davíð Norðdahl og Guðmundi Gunnarssyni sem báðir voru í framboði til Alþingis 2021. Guðmundur datt út af þingi eftir endurtalningu en Magnús var aldrei inni. Íslenska ríkinu var gert að greiða þeim báðum um 13 þúsund evrur í bætur sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna. Kvörtun þeirra til dómstólsins laut að annars vegar framkvæmd talningar í kjördæminu og hins vegar að því að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til að koma kvörtunum sínum áleiðis. Lögmaður þeirra, Sigurður Örn Hilmarsson, sagði í samtali við fréttastofu eftir að dómurinn féll að miðað við niðurstöðu dómstólsins yrði að breyta stjórnarskránni á þann hátt að úrskurðarvald í slíkum málum fari frá Alþingi og til dómstóla. Bjarni heldur áfram vinnu Katrínar Töluverð vinna hefur verið unnin innan forsætisráðuneytisins allt frá árinu 2018 að breytingum á stjórnarskránni. Á vef stjórnarráðsins má sjá yfirlit aðgerða og funda sem haldnir hafa verið á tímabilinu. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að setja eigi af stað vinnu sérfræðinga um ákvæði stjórnarskrár um Alþingi, kosningar og kjördæmaskipan, dómstóla og eftir atvikum önnur ákvæði, svo sem mannréttindaákvæði. Þá eigi að efna til samstarfs við fræðasamfélagið og halda áfram vinnu við stjórnarskrárbreytingar frá fyrra kjörtímabili. Vinnan sem þegar hefur verið unnin hefur að mestu verið unnin undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari frá ráðuneytinu ætlar nýr forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, að halda þeirri vinnu áfram sem hún hóf við endurskoðun stjórnarskrárinnar. „Áfram verður unnið með formönnum stjórnmálaflokka að því að móta breytingartillögur sem breið samstaða er um,“ segir að lokum í svari ráðuneytisins.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnarskrá Tengdar fréttir „Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14
Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35