Snerting Egils Ólafssonar við lífið og tilveruna Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2024 20:01 Egill Ólafsson leikur aðalhlutverkið í Snertingu, nýrri kvikmynd eftir Baltasar Kormák. Langir vinnudagar og ferðalög hingað og þangað um heiminn reyndu á því Egill glímir við Parkinson sjúkdóminn. Hann segir hreyfingu lykilatriði í þeirri glímu og gengur alla morgna á kaffihúsafund á Skólavörðustíg og hreinsar í leiðinni rusl af götunni sinni, Klapparstígnum. Stöð 2/Einar Egill Ólafsson segir mikilvægt að hreyfa sig til að vinna gegn framþróun Parkinson sjúkdómsins. Heimir Már slóst í gönguferð með Agli þar sem þeir ræddu um hlutverk hans í kvikmyndinni Snertingu og allt milli himins og jarðar. Flestir dagar hjá Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn þar sem hann plokkar í leiðinni upp rusl sem verður á vegi hans. Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. Egill Ólafsson segist alltaf vera að, stöðugt að semja nýtt efni og hann hreyfi sig mikið til að halda aftur af Parkinson sjúkdómnum.Stöð 2/Einar „Já það hjálpar mér mikið,“ segir Egill á göngunni. „Ég hreyfi mig alltaf á hverjum degi. Þarf helst að ganga svona tvo til þrjá kílómetra á dag til að vera í þokkalegu standi. Því Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig,“ segir listamaðurinn á meðan hann tínir upp rusl með kló á Klapparstígnum þar sem hann býr. Egill fer með aðalhlutverkið í Snertingu, nýrri kvikmynd Baltasar Kormáks eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem forsýnd var í vikunni og kemur til almennra sýninga rétt fyrir mánaðamót. Þar leikur hann Kristófer, mann yfir miðjum aldri, sem fer yfir hálfan hnöttinn að leita æskuástarinnar. Snerting, er þetta mynd eftir að þú ert búinn að sjá hana, sem snertir þig sem leikara og heldur þú að hún snerti áhorfendur? „Ég vona að hún snerti. Hún snerti mig sem leikara. Ég verð að segja að ég tárast nú sjaldan en ég táraðist þarna á frumsýningunni. Kannski bara yfir því hvað lífið er skrýtiðí laginu,“ segir Egill. Sjá má ítarlegt viðtal við hann sem var í Íslandi í dag í spilaranum hér fyrir neðan. Kvikmyndagerð á Íslandi Tónlist Menning Tengdar fréttir Egill mætti með barnabörnin á forsýningu Snertingar Hátiðarforsýning á íslensku kvikmyndinni Snertingu í leikstjórn Baltasar Kormáks fór fram með pompi og prakt í Smárabíó í gærkvöldi. Sýningin var gríðarlega vel sótt og voru þar meðal annars alþjóðlegar stórstjörnur sem vinna nú með Baltasar að þáttagerð hér á landi. 21. maí 2024 15:15 Stjörnulífið: Löng helgi, hátíðarsýning og tónleikar Helgin var löng og virðast flestir hafa gripið tækifærið til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið hvort sem það var á hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Snerting, tónleikum Mínuss og XXX Rottweilerhunda eða á ferðalögum erlendis. 21. maí 2024 10:37 Frumsýning á Vísi: Fyrsta kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. 11. apríl 2024 13:14 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Flestir dagar hjá Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn þar sem hann plokkar í leiðinni upp rusl sem verður á vegi hans. Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. Egill Ólafsson segist alltaf vera að, stöðugt að semja nýtt efni og hann hreyfi sig mikið til að halda aftur af Parkinson sjúkdómnum.Stöð 2/Einar „Já það hjálpar mér mikið,“ segir Egill á göngunni. „Ég hreyfi mig alltaf á hverjum degi. Þarf helst að ganga svona tvo til þrjá kílómetra á dag til að vera í þokkalegu standi. Því Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig,“ segir listamaðurinn á meðan hann tínir upp rusl með kló á Klapparstígnum þar sem hann býr. Egill fer með aðalhlutverkið í Snertingu, nýrri kvikmynd Baltasar Kormáks eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem forsýnd var í vikunni og kemur til almennra sýninga rétt fyrir mánaðamót. Þar leikur hann Kristófer, mann yfir miðjum aldri, sem fer yfir hálfan hnöttinn að leita æskuástarinnar. Snerting, er þetta mynd eftir að þú ert búinn að sjá hana, sem snertir þig sem leikara og heldur þú að hún snerti áhorfendur? „Ég vona að hún snerti. Hún snerti mig sem leikara. Ég verð að segja að ég tárast nú sjaldan en ég táraðist þarna á frumsýningunni. Kannski bara yfir því hvað lífið er skrýtiðí laginu,“ segir Egill. Sjá má ítarlegt viðtal við hann sem var í Íslandi í dag í spilaranum hér fyrir neðan.
Kvikmyndagerð á Íslandi Tónlist Menning Tengdar fréttir Egill mætti með barnabörnin á forsýningu Snertingar Hátiðarforsýning á íslensku kvikmyndinni Snertingu í leikstjórn Baltasar Kormáks fór fram með pompi og prakt í Smárabíó í gærkvöldi. Sýningin var gríðarlega vel sótt og voru þar meðal annars alþjóðlegar stórstjörnur sem vinna nú með Baltasar að þáttagerð hér á landi. 21. maí 2024 15:15 Stjörnulífið: Löng helgi, hátíðarsýning og tónleikar Helgin var löng og virðast flestir hafa gripið tækifærið til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið hvort sem það var á hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Snerting, tónleikum Mínuss og XXX Rottweilerhunda eða á ferðalögum erlendis. 21. maí 2024 10:37 Frumsýning á Vísi: Fyrsta kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. 11. apríl 2024 13:14 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Egill mætti með barnabörnin á forsýningu Snertingar Hátiðarforsýning á íslensku kvikmyndinni Snertingu í leikstjórn Baltasar Kormáks fór fram með pompi og prakt í Smárabíó í gærkvöldi. Sýningin var gríðarlega vel sótt og voru þar meðal annars alþjóðlegar stórstjörnur sem vinna nú með Baltasar að þáttagerð hér á landi. 21. maí 2024 15:15
Stjörnulífið: Löng helgi, hátíðarsýning og tónleikar Helgin var löng og virðast flestir hafa gripið tækifærið til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið hvort sem það var á hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Snerting, tónleikum Mínuss og XXX Rottweilerhunda eða á ferðalögum erlendis. 21. maí 2024 10:37
Frumsýning á Vísi: Fyrsta kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. 11. apríl 2024 13:14