Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 12:30 Lookman-fjölskyldan fagnar. Jean Catuffe/Getty Images Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. Ademola Lookman, eins og hann er einfaldlega kallaður, skoraði magnaða þrennu í leiknum. Sá hann þar með til þess að Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen skrái sig ekki á spjöld sögunnar en liðið hafði ekki tapað einum einasta leik á leiktíðinni þangað til það mætti Atalanta í Dublin á Írlandi. Ef sögubækurnar eru opnaðar eru aðeins örfáir leikmenn karla megin sem hafa skorað þrennu þegar kemur að úrslitaleikjum í Evrópukeppni. Raunar eru þeir aðeins fjórir nú ef horft er í staka úrslitaleiki. Það eru þeir Ferenc Puskás, Alfredo Di Stéfano, Pierino Prati og Lookman. Ef við tökum úrslitarimmur með – þar sem spilaðir voru tveir úrslitaleikir – þá bætast þeir Jupp Heynckes og Lluis Pujol við. Puskás, Di Stefano, Puskás, Prati, Lookman... the only hat-tricks in major European finals.— Jonathan Wilson (@jonawils) May 22, 2024 Hvort einhver þeirra hafi skorað flottari þrennu en Lookman verður Stefán Pálsson sagnfræðingur að skera úr um en þrenna gærdagsins var með þeim flottari, allavega síðari tvö mörkin. Eftir að tryggja Atalanta sinn fyrsta Evróputitil í 116 ára sögu félagsins þá fagnaði Lookman innilega með liðsfélögum sínum sem og foreldrum sem voru mætt að styðja drenginn sinn. What it means 🥹#UELfinal pic.twitter.com/XTgCQ4KsGq— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Atalanta's hero 🏆#UELfinal pic.twitter.com/eMWGTrApCV— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hinn 26 ára gamli Lookman á ættir að rekja til Nígeríu og hefur spilað átta 21 A-landsleik síðan árið 2022 en þar áður lék hann fyrir yngri landslið Englands. Hann hóf ferilinn hjá Charlton Athletic á Englandi en færði sig um set árið 2017 þegar hann samdi við Everton. Var hann á hálfgerðu flakki næstu fimm árin. Hann var lánaður til RB Leipzig í Þýskalandi árið 2018 og félagið keypti hann í kjölfarið. Þar fann hann sig í raun aldrei og var lánaður til bæði Fulham og Leicester City áður en Atalanta keypti hann árið 2022. Þar virðist Lookman njóta sín en þessi sóknarþenkjandi leikmaður hefur til þessa á leiktíðinni skorað 15 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Alls hefur hann spilað 76 leiki, skorað 30 mörk og gefið 16 stoðsendingar. Baller ✨#UELfinal pic.twitter.com/NJqZPrxATT— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hann getur enn bætt við þessa tölfræði þar sem Atalanta á einn leik eftir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Gangi allt eftir í lokaumferðinni gæti liðið stokkið upp í 3. sæti en sama hvað gerist er ljóst að félagið mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Ademola Lookman, eins og hann er einfaldlega kallaður, skoraði magnaða þrennu í leiknum. Sá hann þar með til þess að Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen skrái sig ekki á spjöld sögunnar en liðið hafði ekki tapað einum einasta leik á leiktíðinni þangað til það mætti Atalanta í Dublin á Írlandi. Ef sögubækurnar eru opnaðar eru aðeins örfáir leikmenn karla megin sem hafa skorað þrennu þegar kemur að úrslitaleikjum í Evrópukeppni. Raunar eru þeir aðeins fjórir nú ef horft er í staka úrslitaleiki. Það eru þeir Ferenc Puskás, Alfredo Di Stéfano, Pierino Prati og Lookman. Ef við tökum úrslitarimmur með – þar sem spilaðir voru tveir úrslitaleikir – þá bætast þeir Jupp Heynckes og Lluis Pujol við. Puskás, Di Stefano, Puskás, Prati, Lookman... the only hat-tricks in major European finals.— Jonathan Wilson (@jonawils) May 22, 2024 Hvort einhver þeirra hafi skorað flottari þrennu en Lookman verður Stefán Pálsson sagnfræðingur að skera úr um en þrenna gærdagsins var með þeim flottari, allavega síðari tvö mörkin. Eftir að tryggja Atalanta sinn fyrsta Evróputitil í 116 ára sögu félagsins þá fagnaði Lookman innilega með liðsfélögum sínum sem og foreldrum sem voru mætt að styðja drenginn sinn. What it means 🥹#UELfinal pic.twitter.com/XTgCQ4KsGq— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Atalanta's hero 🏆#UELfinal pic.twitter.com/eMWGTrApCV— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hinn 26 ára gamli Lookman á ættir að rekja til Nígeríu og hefur spilað átta 21 A-landsleik síðan árið 2022 en þar áður lék hann fyrir yngri landslið Englands. Hann hóf ferilinn hjá Charlton Athletic á Englandi en færði sig um set árið 2017 þegar hann samdi við Everton. Var hann á hálfgerðu flakki næstu fimm árin. Hann var lánaður til RB Leipzig í Þýskalandi árið 2018 og félagið keypti hann í kjölfarið. Þar fann hann sig í raun aldrei og var lánaður til bæði Fulham og Leicester City áður en Atalanta keypti hann árið 2022. Þar virðist Lookman njóta sín en þessi sóknarþenkjandi leikmaður hefur til þessa á leiktíðinni skorað 15 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Alls hefur hann spilað 76 leiki, skorað 30 mörk og gefið 16 stoðsendingar. Baller ✨#UELfinal pic.twitter.com/NJqZPrxATT— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hann getur enn bætt við þessa tölfræði þar sem Atalanta á einn leik eftir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Gangi allt eftir í lokaumferðinni gæti liðið stokkið upp í 3. sæti en sama hvað gerist er ljóst að félagið mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira