Kaupsamningum fjölgar en mikið ójafnvægi á leigumarkaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2024 06:50 Hafnarfjörður úr lofti. Vísir/Vilhelm Kaupsamningum á fyrsta ársfjórðungi fjölgaði um 29 prósent frá fyrra ári og hlutfall íbúða sem seldist á yfirverði hækkaði í öllum landshlutum í mars. Leigumarkaðurinn ber hins vegar merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar en athuganir benda til þess að um 1.500 til 2.000 manns séu í leit að húsnæði á vefnum myigloo.is á meðan aðeins um 500 til 800 samningar taka gildi í hverjum mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir maí. Þar segir að kaupsamningar í mars hafi verið 1.122, samanborið við 1.000 í febrúar en kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru samtals 2.673. Fjölgunin er áberandi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst á því svæði á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. „Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%,“ segir í samantektinni. Samkvæmt HMS sendu 67 prósent fleiri einstaklingar inn umsókn um að minnsta kosti eina íbúð á leiguvefnum myigloo.is í apríl en á sama tíma í fyrra. Eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði virðist hafa aukist töluvert, þar sem fleiri keppast um hverja íbúð en áður. Ungum kaupendum fækkar Hvað varðar lánamarkaðinn hafi dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána en hafa beri í huga að um 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum komi til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024. „Áhugavert verður að fylgjast með í sumar og út þetta ár þegar fyrrnefnd lán koma til vaxtaendurskoðunar. Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs í dag,“ segir í samantektinni. HMS segir aðila á byggingamarkaði í auknum mæli að hverfa til annarra verkefna en byggingar íbúðarhúsnæðis. Alls séu 6.954 íbúðir í byggingu um land allt, nálægt 60 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 25 prósent í nágrannasveitarfélögum. 78 prósent íbúða í byggingu séu í fjölbýlum og 22 prósent í sérbýlum. Í skýrslunni er einnig fjallað um unga kaupendur en þeim hefur fækkað samhliða versnandi lánaskilyrðum á húsnæðismarkaði. „Á höfuðborgarsvæðinu var hlutdeild ungra kaupenda 26,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi 2023 var hlutfallið 29%. Minni hlutdeild ungra kaupenda á svæðinu skýrist fyrst og fremst af færri kaupendum á aldrinum 18-25 ára, en hlutfall og fjöldi kaupenda á aldrinum 25-30 ára eykst milli ársfjórðunga. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins minnkar hlutdeild ungra kaupenda úr 29,2% í 23,6% milli ársfjórðunga,“ segir í samantektinni. „HMS hefur greint stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði eftir kynslóðum með því að bera saman umfang íbúðauppbyggingar og fjölda fólks á þrítugsaldri á síðustu fjórum áratugum.1 Samkvæmt þeirri greiningu var yngri hluti aldamótakynslóðarinnar svokölluðu langsamlega óheppnust, þar sem hún innihélt stóra árganga sem komust á þrítugsaldur árin 2008-2013 þegar fáar nýbyggingar komu á markað.“ Hér má finna skýrsluna í heild. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Neytendur Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Leigumarkaðurinn ber hins vegar merki um mikið ójafnvægi framboðs og eftirspurnar en athuganir benda til þess að um 1.500 til 2.000 manns séu í leit að húsnæði á vefnum myigloo.is á meðan aðeins um 500 til 800 samningar taka gildi í hverjum mánuði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um nýja mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir maí. Þar segir að kaupsamningar í mars hafi verið 1.122, samanborið við 1.000 í febrúar en kaupsamningar á fyrsta ársfjórðungi voru samtals 2.673. Fjölgunin er áberandi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en ríflega helmingi fleiri samningum var þinglýst á því svæði á fyrsta ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. „Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði í mars hækkaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu seldust 18,3% íbúða á yfirverði í mars og í nágrenni þess seldust um 14,5% íbúða á yfirverði. Annars staðar á landinu var hlutfallið 13,1%,“ segir í samantektinni. Samkvæmt HMS sendu 67 prósent fleiri einstaklingar inn umsókn um að minnsta kosti eina íbúð á leiguvefnum myigloo.is í apríl en á sama tíma í fyrra. Eftirspurnaþrýstingur á leigumarkaði virðist hafa aukist töluvert, þar sem fleiri keppast um hverja íbúð en áður. Ungum kaupendum fækkar Hvað varðar lánamarkaðinn hafi dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána en hafa beri í huga að um 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum komi til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024. „Áhugavert verður að fylgjast með í sumar og út þetta ár þegar fyrrnefnd lán koma til vaxtaendurskoðunar. Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs í dag,“ segir í samantektinni. HMS segir aðila á byggingamarkaði í auknum mæli að hverfa til annarra verkefna en byggingar íbúðarhúsnæðis. Alls séu 6.954 íbúðir í byggingu um land allt, nálægt 60 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 25 prósent í nágrannasveitarfélögum. 78 prósent íbúða í byggingu séu í fjölbýlum og 22 prósent í sérbýlum. Í skýrslunni er einnig fjallað um unga kaupendur en þeim hefur fækkað samhliða versnandi lánaskilyrðum á húsnæðismarkaði. „Á höfuðborgarsvæðinu var hlutdeild ungra kaupenda 26,7% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en á síðasta ársfjórðungi 2023 var hlutfallið 29%. Minni hlutdeild ungra kaupenda á svæðinu skýrist fyrst og fremst af færri kaupendum á aldrinum 18-25 ára, en hlutfall og fjöldi kaupenda á aldrinum 25-30 ára eykst milli ársfjórðunga. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins minnkar hlutdeild ungra kaupenda úr 29,2% í 23,6% milli ársfjórðunga,“ segir í samantektinni. „HMS hefur greint stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði eftir kynslóðum með því að bera saman umfang íbúðauppbyggingar og fjölda fólks á þrítugsaldri á síðustu fjórum áratugum.1 Samkvæmt þeirri greiningu var yngri hluti aldamótakynslóðarinnar svokölluðu langsamlega óheppnust, þar sem hún innihélt stóra árganga sem komust á þrítugsaldur árin 2008-2013 þegar fáar nýbyggingar komu á markað.“ Hér má finna skýrsluna í heild.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Neytendur Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira