Telja að Quang gæti spillt rannsókninni gangi hann laus Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2024 12:03 Quang Lé, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 5. mars. Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út. Á mánudaginn var gæsluvarðhald yfir athafnamanninum Quang Lé, kærustu hans og bróður, framlengt til sautjánda júní. Þar með fer lengd gæsluvarðhaldsins yfir þær tólf vikur sem leyfilegt er að úrskurða sakborning í án þess að gefa út ákæru. Tólf vikur er venjan Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir heimild vera í lögum til að halda fólki lengur en í tólf vikur. „Það er í raun og veru ef brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Þá er heimilt að fara yfir þessar tólf vikur,“ segir Gunnar Axel. Og þið teljið það vera raunina í þessu máli? „Já.“ Hvers vegna? „Það er ef ætla má að það sé hægt að torvelda rannsókn málsins á einhvern hátt, þá er heimild fyrir því.“ Það myndi hafa áhrif á rannsóknina ef þessu fólki yrði sleppt úr haldi? „Já.“ Umfangsmikil og erfið rannsókn Ekki hefur verið ráðist í neinar aðgerðir vegna málsins frá 5. mars þegar umfangsmiklar aðgerðir voru framkvæmdar víða um land og átta manns handteknir. Einn hefur bæst við í hóp sakborninga og þeir eru því níu talsins. Gunnar segir rannsóknina ganga ágætlega. „Hún er mjög umfangsmikil og er erfiðari en margar aðrar rannsóknir að því leytinu til að við erum að eiga við tungumál sem við skiljum ekki og þurfum að reiða okkur á túlka. Það er mikið af gögnum sem þarf að fara í gegnum og þýða,“ segir Gunnar Axel. Hann getur ekki tjáð sig um hvort stefnt sé á að ákæra verði gefin út fyrir sautjánda júní, hvort sakborningarnir séu grunaðir um fleiri brot en tilkynnt var um upphaflega eða hvort brotaþolar séu samvinnuþýðir. „Þau eru í góðum höndum. Við höfum fundað með þeim reglulega, allir hagsmunaaðilar sem koma að þessu máli. Þau eru í góðum höndum og líður vel,“ segir Gunnar Axel. „Við vinnum hörðum höndum að því að ljúka þessu máli eins hratt og við getum.“ Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Á mánudaginn var gæsluvarðhald yfir athafnamanninum Quang Lé, kærustu hans og bróður, framlengt til sautjánda júní. Þar með fer lengd gæsluvarðhaldsins yfir þær tólf vikur sem leyfilegt er að úrskurða sakborning í án þess að gefa út ákæru. Tólf vikur er venjan Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir heimild vera í lögum til að halda fólki lengur en í tólf vikur. „Það er í raun og veru ef brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Þá er heimilt að fara yfir þessar tólf vikur,“ segir Gunnar Axel. Og þið teljið það vera raunina í þessu máli? „Já.“ Hvers vegna? „Það er ef ætla má að það sé hægt að torvelda rannsókn málsins á einhvern hátt, þá er heimild fyrir því.“ Það myndi hafa áhrif á rannsóknina ef þessu fólki yrði sleppt úr haldi? „Já.“ Umfangsmikil og erfið rannsókn Ekki hefur verið ráðist í neinar aðgerðir vegna málsins frá 5. mars þegar umfangsmiklar aðgerðir voru framkvæmdar víða um land og átta manns handteknir. Einn hefur bæst við í hóp sakborninga og þeir eru því níu talsins. Gunnar segir rannsóknina ganga ágætlega. „Hún er mjög umfangsmikil og er erfiðari en margar aðrar rannsóknir að því leytinu til að við erum að eiga við tungumál sem við skiljum ekki og þurfum að reiða okkur á túlka. Það er mikið af gögnum sem þarf að fara í gegnum og þýða,“ segir Gunnar Axel. Hann getur ekki tjáð sig um hvort stefnt sé á að ákæra verði gefin út fyrir sautjánda júní, hvort sakborningarnir séu grunaðir um fleiri brot en tilkynnt var um upphaflega eða hvort brotaþolar séu samvinnuþýðir. „Þau eru í góðum höndum. Við höfum fundað með þeim reglulega, allir hagsmunaaðilar sem koma að þessu máli. Þau eru í góðum höndum og líður vel,“ segir Gunnar Axel. „Við vinnum hörðum höndum að því að ljúka þessu máli eins hratt og við getum.“
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira