Olía á eld átaka Hópur fólks í Íslenska náttúruverndarsjóðnum skrifar 22. maí 2024 09:15 Eins ótrúlega sorglega og það hljómar er raunveruleg hætta á að stjórnvöld ætli að endurtaka sömu alvarlegu mistök og þau voru vöruð við að væru yfirvofandi vorið 2019 þegar sett voru ný lög um fiskeldi. Um þá löggjöf segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra nú: „Greinin og lagaramminn eins og hann er í dag er algjörlega óásættanlegur.“ Virðist ráðherrann vera búinn að steingleyma því að það var ríkisstjórn hennar sem setti lögin og mótaði það sem hún kallar nú réttilega óásættanlegt umhverfi. Ekki hlustað Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og fleiri vöruðum í umsögnum og frammi fyrir þingnefndum vorið 2019 við því að sú löggjöf um fiskeldi sem þá var til meðferðar á Alþingi yrði staðfest. Ekki var hlustað á okkur þá. Nú virðist leikurinn ætla að endurtaka sig Matvælaráðherra virðist vera harðákveðinn í því að gera sömu ömurlegu mistökin með því að keyra í gegn ný lög um sjókvíaeldi sem taka engan veginn á djúpstæðum vanda þessa mengandi og skaðlega iðnaðar. Í lagareldisfrumvarpinu, sem þrír ráðherrar VG hafa sett fingraför sín á: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen, skortir lágmarksvernd fyrir villta laxastofna, vistkerfi Íslands og velferð eldislaxanna.Það er óásættanlegt að sitja undir þeim öfugmælavísum sem ráðherrann hefur boðið upp á í viðtölum við fjölmiðla undanfarið þegar hún segir að frumvarpið sé til hagsbóta fyrir vistkerfið, umhverfið og verndun villta laxastofnsins. Ekkert af þessu er rétt. Vinnubrögð ráðuneytisfólks rannsóknarefni Vinnubrögðin við þetta frumvarp þriggja ráðherra VG eru út af fyrir sig orðin sérstakt rannsóknarefni. Starfsmenn Matvælaráðuneytsins ákváðu til dæmis að fella burt mikilvæg grundvallarákvæði um tímabindingu leyfa og viðurlög við því að þegar fyrirtækin láta eldislaxa sleppa. Var það gert á grundvelli lögfræðiálita sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fékk lögfræðistofurnar Lex og Logos til að vinna fyrir sig, Lét ráðuneytisfólkið þar undan þrýstingi SFS þrátt fyrir að hafa eigið lögfræðiálit, unnið fyrir ráðuneytið, sem beinlínis sýndi fram á að tímabinding leyfa væri skynsamleg og að styrkur lagagrundvöllur er fyrir rúmum viðurlögum stjórnvalda til að afturkalla rekstrarleyfi sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Meðal lykilhöfunda frumvarpsins eru fyrrum framkvæmdastjóri SFS og fyrrum hagfræðingur hjá SFS, en nú starfsfólk í ráðuneytinu. Eftir að hafa orðið vitni að þessum vinnubrögðum er óhjákvæmilegt annað en að velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er að fela fólki, sem hefur mótast í starfi við sérhagsmunagæslu, að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum og það starfaði áður hjá. Stórslys Vissulega eru lögin sem nú gilda vond en að keyra í gegn þetta frumvarp væri stórslys. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunni eru 69 prósent þjóðarinnar andvíg sjókvíaeldi á laxi. Aðeins um aðeins 10 prósent eru hlynnt þessari starfsemi. Við trúum því ekki að Alþingi sé svo úr tengslum við þjóð sína að það taki ekki mark á þessum áhyggjum. Eina vitið er að draga frumvarpið til baka og vinna málið af þeirri virðingu sem lífríki og náttúra Íslands á skilið. Án grundvallarbreytinga er þetta frumvarp olía á eld átaka. Það mun heimila sjókvíaeldisfyrirtækjunum áfram að skaða lífríki og umhverfi landsins vegna skorts á grundvallarskilyrðum til verndar náttúrunni. Við vonum innilega að hlustað verði á varnaðarorð okkar í þetta skiptið. Fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Freyr Frostason, Hrefna Sætran, Inga Lind Karlsdóttir, Ingólfur Ásgeirsson, Jón Kaldal, Lilja Einarsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir, Vala Árnadóttir og Örn Kjartansson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Eins ótrúlega sorglega og það hljómar er raunveruleg hætta á að stjórnvöld ætli að endurtaka sömu alvarlegu mistök og þau voru vöruð við að væru yfirvofandi vorið 2019 þegar sett voru ný lög um fiskeldi. Um þá löggjöf segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra nú: „Greinin og lagaramminn eins og hann er í dag er algjörlega óásættanlegur.“ Virðist ráðherrann vera búinn að steingleyma því að það var ríkisstjórn hennar sem setti lögin og mótaði það sem hún kallar nú réttilega óásættanlegt umhverfi. Ekki hlustað Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og fleiri vöruðum í umsögnum og frammi fyrir þingnefndum vorið 2019 við því að sú löggjöf um fiskeldi sem þá var til meðferðar á Alþingi yrði staðfest. Ekki var hlustað á okkur þá. Nú virðist leikurinn ætla að endurtaka sig Matvælaráðherra virðist vera harðákveðinn í því að gera sömu ömurlegu mistökin með því að keyra í gegn ný lög um sjókvíaeldi sem taka engan veginn á djúpstæðum vanda þessa mengandi og skaðlega iðnaðar. Í lagareldisfrumvarpinu, sem þrír ráðherrar VG hafa sett fingraför sín á: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen, skortir lágmarksvernd fyrir villta laxastofna, vistkerfi Íslands og velferð eldislaxanna.Það er óásættanlegt að sitja undir þeim öfugmælavísum sem ráðherrann hefur boðið upp á í viðtölum við fjölmiðla undanfarið þegar hún segir að frumvarpið sé til hagsbóta fyrir vistkerfið, umhverfið og verndun villta laxastofnsins. Ekkert af þessu er rétt. Vinnubrögð ráðuneytisfólks rannsóknarefni Vinnubrögðin við þetta frumvarp þriggja ráðherra VG eru út af fyrir sig orðin sérstakt rannsóknarefni. Starfsmenn Matvælaráðuneytsins ákváðu til dæmis að fella burt mikilvæg grundvallarákvæði um tímabindingu leyfa og viðurlög við því að þegar fyrirtækin láta eldislaxa sleppa. Var það gert á grundvelli lögfræðiálita sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fékk lögfræðistofurnar Lex og Logos til að vinna fyrir sig, Lét ráðuneytisfólkið þar undan þrýstingi SFS þrátt fyrir að hafa eigið lögfræðiálit, unnið fyrir ráðuneytið, sem beinlínis sýndi fram á að tímabinding leyfa væri skynsamleg og að styrkur lagagrundvöllur er fyrir rúmum viðurlögum stjórnvalda til að afturkalla rekstrarleyfi sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Meðal lykilhöfunda frumvarpsins eru fyrrum framkvæmdastjóri SFS og fyrrum hagfræðingur hjá SFS, en nú starfsfólk í ráðuneytinu. Eftir að hafa orðið vitni að þessum vinnubrögðum er óhjákvæmilegt annað en að velta fyrir sér hversu skynsamlegt það er að fela fólki, sem hefur mótast í starfi við sérhagsmunagæslu, að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum og það starfaði áður hjá. Stórslys Vissulega eru lögin sem nú gilda vond en að keyra í gegn þetta frumvarp væri stórslys. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunni eru 69 prósent þjóðarinnar andvíg sjókvíaeldi á laxi. Aðeins um aðeins 10 prósent eru hlynnt þessari starfsemi. Við trúum því ekki að Alþingi sé svo úr tengslum við þjóð sína að það taki ekki mark á þessum áhyggjum. Eina vitið er að draga frumvarpið til baka og vinna málið af þeirri virðingu sem lífríki og náttúra Íslands á skilið. Án grundvallarbreytinga er þetta frumvarp olía á eld átaka. Það mun heimila sjókvíaeldisfyrirtækjunum áfram að skaða lífríki og umhverfi landsins vegna skorts á grundvallarskilyrðum til verndar náttúrunni. Við vonum innilega að hlustað verði á varnaðarorð okkar í þetta skiptið. Fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Freyr Frostason, Hrefna Sætran, Inga Lind Karlsdóttir, Ingólfur Ásgeirsson, Jón Kaldal, Lilja Einarsdóttir, Ragna Sif Þórsdóttir, Vala Árnadóttir og Örn Kjartansson.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun