Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 20:26 Pétur Jökull var eftirlýstur af Interpol vegna tengsla hans við málið fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. Ríkisútvarpið greindi frá. Pétur Jökull var eftirlýstur af Interpol fyrr á árinu og kom sjálfviljugur til landsins í lok febrúar. Hann var áður dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar árið 2010 fyrir smygl á 1,6 kílóum af kókaíni frá Alicante á Spáni til landsins. Þá var hann líka dæmdur í fimm mánaða fangelsi árið 2011 fyrir rán. Í byrjun ágúst 2022 lagði lögregla hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni sem falið hafði verið í timbursendingu til Hollands frá Brasilíu og átti þaðan að halda áfram á áfangastað á Íslandi. Þeir fjórir menn sem dæmdir voru vegna málsins hlutu dóma upp á fimm til níu ár. Ljóst var þó fleiri hefðu komið að skipulagningu innflutningsins. Mennirnir fjórir sem ákærðir voru árið 2022 játuðu allir þátttöku sína en sögðust hafa átt veigalítinn þátt í málinu. Í skýrslutökum lögreglu sögðust þeir allir hafa farið eftir fyrirmælum manns sem kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðu. Pétur Jökull hefur í skýrslutökum neitað sök og hafnað því að hann sé hinn umtalaði Nonni. Fram kom fyrr í mánuðinum að lögreglan hefði rakið ferðir Péturs til Brasilíu um það leyti sem gámurinn sem flutti kókaínið fór af stað. Hann gaf skýringar á Brasilíudvöl sinni en lögregla taldi þær ótrúverðugar. Ekki liggur fyrir hvenær ákæran á hendur Pétri Jökli verður þingfest né hvenær aðalmeðferð fer fram. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Dómstólar Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Stóra kókaínmálinu hvergi nærri lokið Pétur Jökull Jónsson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu og var eftirlýstur af Interpol á dögunum, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar. 5. mars 2024 15:42 Lýst eftir íslenskum karlmanni á vef Interpol Lýst er eftir Stefáni Ingimar Koeppen Brynjarssyni, íslenskum karlmanni á vef alþjóðalögreglunnar Interpol. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni. 13. mars 2024 16:16 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá. Pétur Jökull var eftirlýstur af Interpol fyrr á árinu og kom sjálfviljugur til landsins í lok febrúar. Hann var áður dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar árið 2010 fyrir smygl á 1,6 kílóum af kókaíni frá Alicante á Spáni til landsins. Þá var hann líka dæmdur í fimm mánaða fangelsi árið 2011 fyrir rán. Í byrjun ágúst 2022 lagði lögregla hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni sem falið hafði verið í timbursendingu til Hollands frá Brasilíu og átti þaðan að halda áfram á áfangastað á Íslandi. Þeir fjórir menn sem dæmdir voru vegna málsins hlutu dóma upp á fimm til níu ár. Ljóst var þó fleiri hefðu komið að skipulagningu innflutningsins. Mennirnir fjórir sem ákærðir voru árið 2022 játuðu allir þátttöku sína en sögðust hafa átt veigalítinn þátt í málinu. Í skýrslutökum lögreglu sögðust þeir allir hafa farið eftir fyrirmælum manns sem kallaði sig ýmist Nonna, Harry eða Trucker á dulkóðuðum samskiptaforritum sem mennirnir notuðu. Pétur Jökull hefur í skýrslutökum neitað sök og hafnað því að hann sé hinn umtalaði Nonni. Fram kom fyrr í mánuðinum að lögreglan hefði rakið ferðir Péturs til Brasilíu um það leyti sem gámurinn sem flutti kókaínið fór af stað. Hann gaf skýringar á Brasilíudvöl sinni en lögregla taldi þær ótrúverðugar. Ekki liggur fyrir hvenær ákæran á hendur Pétri Jökli verður þingfest né hvenær aðalmeðferð fer fram.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Dómstólar Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Stóra kókaínmálinu hvergi nærri lokið Pétur Jökull Jónsson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu og var eftirlýstur af Interpol á dögunum, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar. 5. mars 2024 15:42 Lýst eftir íslenskum karlmanni á vef Interpol Lýst er eftir Stefáni Ingimar Koeppen Brynjarssyni, íslenskum karlmanni á vef alþjóðalögreglunnar Interpol. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni. 13. mars 2024 16:16 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02
Stóra kókaínmálinu hvergi nærri lokið Pétur Jökull Jónsson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu og var eftirlýstur af Interpol á dögunum, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar. 5. mars 2024 15:42
Lýst eftir íslenskum karlmanni á vef Interpol Lýst er eftir Stefáni Ingimar Koeppen Brynjarssyni, íslenskum karlmanni á vef alþjóðalögreglunnar Interpol. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á þessu á Facebook síðu sinni. 13. mars 2024 16:16