Kroos er 34 ára gamall og hefur spilað við góðan orðstír hjá Real Madrid undanfarin tíu ár.
Hann spilar áður með Real Madrid á móti Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram á Wembley 1. júní næstkomandi og verður hann síðasti leikur Kroos með spænska félaginu.
Kroos kom aftur inn í þýska landsliðið fyrr á þessu ári eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu í þrjú ár.
Nú er ljóst að síðustu leikir hans á fótboltaferlinum verða í þýska landsliðsbúningnum á EM á heimavelli.
Kroos varð heimsmeistari með Þjóðverjum sumarið 2014 en hefur ekki orðið Evrópumeistari.
Hann varð spænskur meistari í fimmta sinn á dögunum og hefur einnig unnið Meistaradeildina fjórum sinum og heimsmeistarakeppni félagsliða fimm sinnum.
„Ég hef alltaf sagt það að Real Madrid verður síðasta félagið mitt. Ég glaður og stoltur af því að hafa fundið rétta tímapunktinn til að taka þessa stóru ákvörðun,“ skrifaði Kroos. „Metnaður minn var alltaf að enda feril minn á toppnum,“ bætti hann við.