Ísbirnirnir runnu á lyktina af hvalshræi þar sem enn var eitthvað af kjöti á beinunum fyrir þá að naga. Þar sem þeir höfðu nóg að borða stafaði minni hætta af þeim en ella, en ef ísbjörn ákveður að ráðast á mann þá er eins gott að vera vopnaður því ísbirnir hlaupa hraðar en fólk og eru mun sterkari.

Það er öruggara að þeir leiki við hvorn annan en við mannfólk. Ragnar sagðist hafa talið sextán ísbirni á hafísnum daginn sem hann kom að hvalshræinu.
Söguna um ferðina til Barrow má sjá í nýjasta þætti RAX Augnablik í spilaranum hér að neðan.
Fleiri þætti úr smiðju RAX má sjá á sjónvarpsvef Vísis.