OpenAI hættir notkun raddar eftir inngrip lögmanna Johansson Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2024 06:57 Að sögn Johansson vildi Altman nota rödd hennar til að „brúa bilið“ milli gervigreindargeirans og skapandi geirans en OpenAI á yfir höfði sér fjölda málsókna vegna notkunar fyrirtækisins á verkum annarra við þróun ChatGPT. Getty/Sean Zanni/Patrick McMullan Leikkonan Scarlett Johansson hefur gagnrýnt OpenAI eftir að fyrirtækið afhjúpaði nýjar raddir fyrir ChatGPT, meðal annars rödd sem þótti afar lík rödd Johansson. Samkvæmt yfirlýsingu frá Johansson settu forsvarsmenn OpenAI sig í samband við leikkonuna fyrir um það bil níu mánuðum og óskuðu eftir því að hún yrði ein af röddum fyrirtækisins en hún hafnaði tilboðinu „af persónulegum ástæðum“. Hún sagðist því hafa orðið reið þegar hún heyrði einn af nýjum raddmöguleikum ChatGPT, sem nánustu vinir og fjölmiðlar töldu að væri hún. Röddin, sem var kölluð „Sky“ er sögð hafa verið sláandi lík rödd Johansson í myndinni „Her“. Í myndinni talar Johansson fyrir rödd gervigreindar-aðstoðarmanns á borð við Siri, sem persóna Joaquin Phoenix verður ástfangin af. Það vekur athygli að Sam Altman, forstjóri OpenAI, allt að því viðurkenndi á Twitter að röddin væri byggð á rödd Johansson með því að birta tíst eftir kynningu á röddinni þar sem hann sagði einfaldlega „hún“. Röddin var hins vegar tekin úr notkun í gær eftir að lögmenn Johansson settu sig í samband við ChatGPT. Í bloggfærslu sögðu talsmenn fyrirtækisins að rödd Sky væri ekki eftirherma af rödd Johanssen, heldur tilheyrði hún annarri ónefndri leikkonu. Margir hafa lýst furðu á málinu og einnig röddinni sem slíkri, sem þótti afar daðursleg og kjánaleg. „Hún er svona... „Ég bý yfir öllum upplýsingum í heiminum en ég veit ekki neitt,“ gantaðist leikkonan og grínistinn Desi Lydic í The Daily Show. Statement from Scarlett Johansson on the OpenAI situation. Wow: pic.twitter.com/8ibMeLfqP8— Bobby Allyn (@BobbyAllyn) May 20, 2024 Hollywood Tækni Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu frá Johansson settu forsvarsmenn OpenAI sig í samband við leikkonuna fyrir um það bil níu mánuðum og óskuðu eftir því að hún yrði ein af röddum fyrirtækisins en hún hafnaði tilboðinu „af persónulegum ástæðum“. Hún sagðist því hafa orðið reið þegar hún heyrði einn af nýjum raddmöguleikum ChatGPT, sem nánustu vinir og fjölmiðlar töldu að væri hún. Röddin, sem var kölluð „Sky“ er sögð hafa verið sláandi lík rödd Johansson í myndinni „Her“. Í myndinni talar Johansson fyrir rödd gervigreindar-aðstoðarmanns á borð við Siri, sem persóna Joaquin Phoenix verður ástfangin af. Það vekur athygli að Sam Altman, forstjóri OpenAI, allt að því viðurkenndi á Twitter að röddin væri byggð á rödd Johansson með því að birta tíst eftir kynningu á röddinni þar sem hann sagði einfaldlega „hún“. Röddin var hins vegar tekin úr notkun í gær eftir að lögmenn Johansson settu sig í samband við ChatGPT. Í bloggfærslu sögðu talsmenn fyrirtækisins að rödd Sky væri ekki eftirherma af rödd Johanssen, heldur tilheyrði hún annarri ónefndri leikkonu. Margir hafa lýst furðu á málinu og einnig röddinni sem slíkri, sem þótti afar daðursleg og kjánaleg. „Hún er svona... „Ég bý yfir öllum upplýsingum í heiminum en ég veit ekki neitt,“ gantaðist leikkonan og grínistinn Desi Lydic í The Daily Show. Statement from Scarlett Johansson on the OpenAI situation. Wow: pic.twitter.com/8ibMeLfqP8— Bobby Allyn (@BobbyAllyn) May 20, 2024
Hollywood Tækni Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira