Netanjahú hafnar handtökuskipuninni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 21:59 Benjamín Netanjahú hafnar algjörlega ákvörðun aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins að fara fram á handtökuskipun á hendur sér. AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafnar alfarið handtökuskipun á hendur sér sem aðalsaksóknari hins Alþjóðlega sakamáladómstóls hefur farið fram á. Aðalsaksóknarinn sakar Netanjahú, Yoav Gallant varnarmálaráðherra og þrjá leiðtoga Hamas um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísraels sem staðið hafa yfir í um sjö mánuði. Netanjahú segir handtökuskipunina „fáránlega og falska“ og hét því að Ísraelsmenn héldu áfram baráttu sinni við Hamas þar til að algjörum sigri yrði náð. Það kemur í hlut þriggja dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Yfirleitt vara slík málaferli í tvo mánuði. Netanjahú og varnarmálaráðherrann hans, Yoav Gallant, standa ekki frammi fyrir tafarlausri handtöku þar sem Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum en komist dómarar að þeirri niðurstöðu að handtökuskipunin sé réttlát mun það gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Netanjahú sagði ákvörðun aðalsaksóknarans ekki aðeins miðaða að sér og Gallant heldur að Ísraelsríki öllu. Jafnframt segist hann hafna alfarið samanburði Khans á ísraelskum yfirvöldum og Hamasliðum sem hann kallar „algjöra skrumskælingu á raunveruleikanum.“ „Þvílík ósvífni að setja Hamasliða, sem myrtu, brenndu, slátruðu, nauðguðu og rændu bræðrum okkar og systrum, á sama stall og hermenn ísraelska hersins sem berjast í réttlátu stríði,“ sagði Netanjahú. „Það er nákvæmlega svona sem hin nýja gyðingaandúð birtist okkur, hún hefur fært sig úr háskólum í Vesturlöndum í dómstóla í Haag. Þvílík skömm,“ bætti hann við. Benjamín Netanjahú hét því að halda átökum við Hamasliða áfram og sagði að engin ákvörðun eða þrýstingur úr nokkurri átt kæmi til með að hindra Ísraelsmenn í baráttu sinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur einnig komið Netanjahú til varnar. Hann sagði ákvörðun aðalsaksóknarans svívirðilega og að ekkert jafngildi væri á milli leiðtoga Ísraels og Hamas og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í dag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Netanjahú segir handtökuskipunina „fáránlega og falska“ og hét því að Ísraelsmenn héldu áfram baráttu sinni við Hamas þar til að algjörum sigri yrði náð. Það kemur í hlut þriggja dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Yfirleitt vara slík málaferli í tvo mánuði. Netanjahú og varnarmálaráðherrann hans, Yoav Gallant, standa ekki frammi fyrir tafarlausri handtöku þar sem Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum en komist dómarar að þeirri niðurstöðu að handtökuskipunin sé réttlát mun það gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Netanjahú sagði ákvörðun aðalsaksóknarans ekki aðeins miðaða að sér og Gallant heldur að Ísraelsríki öllu. Jafnframt segist hann hafna alfarið samanburði Khans á ísraelskum yfirvöldum og Hamasliðum sem hann kallar „algjöra skrumskælingu á raunveruleikanum.“ „Þvílík ósvífni að setja Hamasliða, sem myrtu, brenndu, slátruðu, nauðguðu og rændu bræðrum okkar og systrum, á sama stall og hermenn ísraelska hersins sem berjast í réttlátu stríði,“ sagði Netanjahú. „Það er nákvæmlega svona sem hin nýja gyðingaandúð birtist okkur, hún hefur fært sig úr háskólum í Vesturlöndum í dómstóla í Haag. Þvílík skömm,“ bætti hann við. Benjamín Netanjahú hét því að halda átökum við Hamasliða áfram og sagði að engin ákvörðun eða þrýstingur úr nokkurri átt kæmi til með að hindra Ísraelsmenn í baráttu sinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur einnig komið Netanjahú til varnar. Hann sagði ákvörðun aðalsaksóknarans svívirðilega og að ekkert jafngildi væri á milli leiðtoga Ísraels og Hamas og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í dag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira