Ráðherrar hafi verið ítrekað varaðir við gjöf Haraldar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. maí 2024 13:53 Áslaug Arna viðurkennir að hún hefði átt að óska eftir áliti annarra á því hvort fullyrðingar ríkislögreglustjóra stæðust, áður en hún lagði blessun sína yfir gjafagjörning hans. Það var sömuleiðis niðurstaða Hæstaréttar. vísir/vilhelm Stjórn Lögreglustjórafélags Íslands varaði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, við því að starfslokasamningar Haraldar Jóhannessen ríkislögreglustjóra við nokkra undirmenn væru líklega ólögmætir. Sömu sögu er að segja um ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytis og sérfræðinga innan fjármálaráðuneytis. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar um málið þar sem vísað er til gagna innan úr fjármálaráðuneyti, sem sýni fram á viðvörunarorð embættismanna um starfslokasamningana, sem nú hafa verið dæmdir ólögmætir. Það var niðurstaða Hæstaréttar í dómi sem féll í lok mars á þessu ári. Nánar tiltekið var komist að þeirri niðurstöðu að Harald ríkislögreglustjóra hafi skort heimild til að hækka laun níu undirmanna hans hjá lögreglunni. Þeir hafi hins vegar tekið við launahækkuninni, ásamt auknum lífeyrisréttindum, í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný. „Ólögmætur gjafagjörningur,“ sagði Hæstiréttur, sem kemur til með að kosta ríkissjóð um hálfan milljarð króna. Bjarni Benediktsson, sem þá gegndi embætti fjármálaráðherra, fullyrti í þingræðu, þegar málið komst í hámæli, að þáverandi ríkislögreglustjóri „hafi verið innan heimilda til að gera þær breytingar á starfskjörum“ og „ganga frá þessari útfærslu samninga,“ eins og fjallað er um í dómi Hæstaréttar. Heimildin greinir nú frá því að ráðuneytið hafi ekki lagt blessun sína yfir umræddan gjörning, með þeim hætti sem Bjarni lýsti, og vísar í því skyni sömuleiðis til gagna innan úr ráðuneytinu. Sömu sögu sé að segja um dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu, sem þá gegndi embætti dómsmálaráðherra. Lögreglustjórafélagið, undir formennsku Úlfars Lúðvíkssonar hafi bent á að starfskjarabreytingarnar stæðust ekki lög. Launasetningu lögreglu væri snúið á hvolf, en með samkomulaginu voru undirmennirnir skyndilega með betri kjör en sjö af níu lögreglustjórum landsins. Ráðuneyti Áslaugar óskaði skýringa frá lögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti því yfir í kjölfarið að ríkislögreglustjóri hefði haft fulla heimild til að semja eins og hann samdi. Það var í nóvember 2019, en samningarnir voru undirritaðir í ágúst sama ár. Lögreglustjórafélagið hafi sömuleiðis brugðist illa við þessum fullyrðingum og krafist skýringa. Þá hafi Kjara- og mannauðssýslu fjármálaráðuneytisins (KMS) ekki kveðið skýrt upp úr um lögmæti gjörnings Haraldar. Viðurkennir mistök Auk þess kemur fram að sérfræðingar innan fjármála- og efnahagsráðuneytis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur hafi ekki uppfyllt skilyrði til þess að breyta kjörum undirmanna og lagði það í hendur embættismanna hjá dómsmálaráðuneyti, að beina því til lögreglustjóra að afturkalla samkomulagið. Í skriflegri yfirlýsingu sem barst fréttastofu frá upplýsingafulltrúa Bjarna segir að við umræður á þinginu hafi Bjarni einungis verið að tjá sig um formlegar heimildir ríkislögreglustjóra til þess að taka ákvarðanir af þessu tagi. Áslaug Arna segir við Heimildina að best hafi farið á því að ráðuneytið hlutaðist ekki til um málið, þar sem kjara- og mannauðsmál væru á forræði stofnananna sjálfra. Hún hefði hins vegar átt að óska eftir áliti annarra á því hvort fullyrðingar ríkislögreglustjóra stæðust, líkt og Hæstiréttur beindi til hennar í dómi sínum. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Lögreglan Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar um málið þar sem vísað er til gagna innan úr fjármálaráðuneyti, sem sýni fram á viðvörunarorð embættismanna um starfslokasamningana, sem nú hafa verið dæmdir ólögmætir. Það var niðurstaða Hæstaréttar í dómi sem féll í lok mars á þessu ári. Nánar tiltekið var komist að þeirri niðurstöðu að Harald ríkislögreglustjóra hafi skort heimild til að hækka laun níu undirmanna hans hjá lögreglunni. Þeir hafi hins vegar tekið við launahækkuninni, ásamt auknum lífeyrisréttindum, í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný. „Ólögmætur gjafagjörningur,“ sagði Hæstiréttur, sem kemur til með að kosta ríkissjóð um hálfan milljarð króna. Bjarni Benediktsson, sem þá gegndi embætti fjármálaráðherra, fullyrti í þingræðu, þegar málið komst í hámæli, að þáverandi ríkislögreglustjóri „hafi verið innan heimilda til að gera þær breytingar á starfskjörum“ og „ganga frá þessari útfærslu samninga,“ eins og fjallað er um í dómi Hæstaréttar. Heimildin greinir nú frá því að ráðuneytið hafi ekki lagt blessun sína yfir umræddan gjörning, með þeim hætti sem Bjarni lýsti, og vísar í því skyni sömuleiðis til gagna innan úr ráðuneytinu. Sömu sögu sé að segja um dómsmálaráðuneyti Áslaugar Örnu, sem þá gegndi embætti dómsmálaráðherra. Lögreglustjórafélagið, undir formennsku Úlfars Lúðvíkssonar hafi bent á að starfskjarabreytingarnar stæðust ekki lög. Launasetningu lögreglu væri snúið á hvolf, en með samkomulaginu voru undirmennirnir skyndilega með betri kjör en sjö af níu lögreglustjórum landsins. Ráðuneyti Áslaugar óskaði skýringa frá lögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lýsti því yfir í kjölfarið að ríkislögreglustjóri hefði haft fulla heimild til að semja eins og hann samdi. Það var í nóvember 2019, en samningarnir voru undirritaðir í ágúst sama ár. Lögreglustjórafélagið hafi sömuleiðis brugðist illa við þessum fullyrðingum og krafist skýringa. Þá hafi Kjara- og mannauðssýslu fjármálaráðuneytisins (KMS) ekki kveðið skýrt upp úr um lögmæti gjörnings Haraldar. Viðurkennir mistök Auk þess kemur fram að sérfræðingar innan fjármála- og efnahagsráðuneytis hafi komist að þeirri niðurstöðu að Haraldur hafi ekki uppfyllt skilyrði til þess að breyta kjörum undirmanna og lagði það í hendur embættismanna hjá dómsmálaráðuneyti, að beina því til lögreglustjóra að afturkalla samkomulagið. Í skriflegri yfirlýsingu sem barst fréttastofu frá upplýsingafulltrúa Bjarna segir að við umræður á þinginu hafi Bjarni einungis verið að tjá sig um formlegar heimildir ríkislögreglustjóra til þess að taka ákvarðanir af þessu tagi. Áslaug Arna segir við Heimildina að best hafi farið á því að ráðuneytið hlutaðist ekki til um málið, þar sem kjara- og mannauðsmál væru á forræði stofnananna sjálfra. Hún hefði hins vegar átt að óska eftir áliti annarra á því hvort fullyrðingar ríkislögreglustjóra stæðust, líkt og Hæstiréttur beindi til hennar í dómi sínum.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Lögreglan Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira