Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. maí 2024 11:22 Eiríkur Bergmann segir allt líta út fyrir að þyrluslysið í gær hafi verið raunverulegt slys en samsæriskenningar um annað fari eflaust á kreik. Vísir/Arnar/Getty. Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta Íran eftir að hafa sótt viðburð og vígt nýja stíflu nærri asersku landamærunum. Í för með Raisi í þyrlunni var utanríkisráðherra landsins, Hossein AmirAbdollahian ásamt nokkurra manna fylgdarliði og áhöfn. Talið er að þyrlan hafi skollið til jarðar eftir að flugmaður hennar lenti í vandræðum í mikilli þoku. Eftir um 15 klukkustunda leit fannst flak þyrlunnar og í ljós kom að allir sem voru um borð voru látnir. Allt bendi til þess að um slys hafi verið að ræða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir í raun ekkert benda til þess að slysið muni leiða til frekari upplausnar í Miðausturlöndum. „Hér er ekki um að ræða leiðtoga klerkastjórnarinnar heldur næstráðandann. Áfram er Ayatollah við völd. Og það bendir allt til þess að þetta hafi verið slys einfaldlega vegna slæms veðurs frekar en að illvirkjar hafi verið á ferðinni.“ Mohammad Mokhber, varaforseti landsins, tekur nú við embætti forseta Íran en líkt og stjórnarskrá landsins kveður á um fara forsetakosningar fram innan fimmtíu daga. Eiríkur segir stjórnarfarið í Íran fremur sérkennilegt, staða forseta þar sé í raun eins og forsætisráðherra undir leiðtoga klerkastjórnar. Það er leiðtogi klerkastjórnarinnar sem er hið raunverulega vald í landinu og hann situr áfram. Raisi sem nú er látinn hafi verið einstakur harðlínumaður. „Hann var stundum kallaður kallaður slátrarinn í Tehran. Hann hefur barið niður öll andofs-og frelsisöfl í landinu með harðri hendi, hefur kúgað fólkið heima fyrir og fangelsað það. Það má gera ráð fyrir því að eftirmaður hans verði af strangari gerðinni líka. En það er erfitt að ímynda sér eins mikinn harðlínumann og Raisi var.“ Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Raisi var á leið til borgarinnar Tabriz í norðvesturhluta Íran eftir að hafa sótt viðburð og vígt nýja stíflu nærri asersku landamærunum. Í för með Raisi í þyrlunni var utanríkisráðherra landsins, Hossein AmirAbdollahian ásamt nokkurra manna fylgdarliði og áhöfn. Talið er að þyrlan hafi skollið til jarðar eftir að flugmaður hennar lenti í vandræðum í mikilli þoku. Eftir um 15 klukkustunda leit fannst flak þyrlunnar og í ljós kom að allir sem voru um borð voru látnir. Allt bendi til þess að um slys hafi verið að ræða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir í raun ekkert benda til þess að slysið muni leiða til frekari upplausnar í Miðausturlöndum. „Hér er ekki um að ræða leiðtoga klerkastjórnarinnar heldur næstráðandann. Áfram er Ayatollah við völd. Og það bendir allt til þess að þetta hafi verið slys einfaldlega vegna slæms veðurs frekar en að illvirkjar hafi verið á ferðinni.“ Mohammad Mokhber, varaforseti landsins, tekur nú við embætti forseta Íran en líkt og stjórnarskrá landsins kveður á um fara forsetakosningar fram innan fimmtíu daga. Eiríkur segir stjórnarfarið í Íran fremur sérkennilegt, staða forseta þar sé í raun eins og forsætisráðherra undir leiðtoga klerkastjórnar. Það er leiðtogi klerkastjórnarinnar sem er hið raunverulega vald í landinu og hann situr áfram. Raisi sem nú er látinn hafi verið einstakur harðlínumaður. „Hann var stundum kallaður kallaður slátrarinn í Tehran. Hann hefur barið niður öll andofs-og frelsisöfl í landinu með harðri hendi, hefur kúgað fólkið heima fyrir og fangelsað það. Það má gera ráð fyrir því að eftirmaður hans verði af strangari gerðinni líka. En það er erfitt að ímynda sér eins mikinn harðlínumann og Raisi var.“
Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Íranski forsetinn í óljósu þyrluslysi Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp. 19. maí 2024 13:56