Gantz hótar að segja af sér vegna ósættis við Netanjahú Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 22:18 Benny Gantz er leiðtogi stjórnarandtöðuflokksins Þjóðareiningarflokksins. EPA Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur hótað að segja sig úr stríðsráði Ísraels samþykki Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels ekki áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Gantz greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Hann hefur að auki hótað að draga stjórnarandstöðuflokk sinn, Þjóðareiningarflokkinn, úr þjóðstjórn Ísraels samþykki forsætisráðherra ekki áætlunina fyrir 8. júní, sem er eftir sléttar þrjár vikur. Blaðamannafundurinn var haldinn skömmu eftir að Ísraelsher fann lík fjögurra gísla sem höfðu verið í haldi Hamas frá upphafi stríðsins. Á honum sagðist Gantz krefjast samþykktar sex skrefa áætlunar um hvernig Gasaströndin verði uppbyggð og stjórnað að stríði loknu. Áætlunin fæli í sér tímabundið bandarískt-evrópskt-arabískt-palestínskt kerfi borgaralegrar stjórnsýslu á Gasa meðan Ísrael færi með öryggiseftirlit. Yfirlýsing Gantz kemur einnig í kjölfar þess að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir svörum um framtíð Gasa að stríðinu loknu. Hann sagðist ekki myndu styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Hart sótt að Rafah og Jabalia Ísraelsher hefur ráðið meira en 35 þúsund Palestínumenn af dögum frá upphafi stríðsins í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher hefur síðustu vikur sótt hart að norðurhluta Gasa, einkum að borginni Rafah, en búist er við að herinn komi til með að ráðast inn í borgina þvert á vilja Bandaríkjamanna og annarra bandamanna Ísraela. Sameinuðu þjóðirnar áætla að nærri 800 þúsund Palestínumenn hafi flúið borgina frá því að ísraelski herinn hóf aðgerðir þar þann 6. maí. Þá hefur herinn sótt hart að borginni Jabalia, þar sem stærstu flóttamannabúðirnar á Gasa eru staðsettar. Minnst íbúar Jabalia létu lífið í árásum Ísraela í dag og tugir særðust, hefur Reuters eftir heimildum. Árásirnar eru hluti af aðgerð Ísraelshers, sem var lýst sem „nákvæmum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum og innviðum“. „Flugher Ísraels heldur aðgerðum sínum áfram á Gasaströndinni og hefur skotið á meira en sjötíu hryðjuverkaskotmörk síðastliðinn sólarhring, þar á meðal vopnageymslur, innviðasvæði hersins, hryðjuverkamenn sem ógnuðu hermönnum IDF og hernaðarsamstæður,“ segir í yfirlýsingu frá Ísraelsher. Reuters hefur eftir heimildum að tugir Palestínumanna létust eða særðust í árásunum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Gantz greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Hann hefur að auki hótað að draga stjórnarandstöðuflokk sinn, Þjóðareiningarflokkinn, úr þjóðstjórn Ísraels samþykki forsætisráðherra ekki áætlunina fyrir 8. júní, sem er eftir sléttar þrjár vikur. Blaðamannafundurinn var haldinn skömmu eftir að Ísraelsher fann lík fjögurra gísla sem höfðu verið í haldi Hamas frá upphafi stríðsins. Á honum sagðist Gantz krefjast samþykktar sex skrefa áætlunar um hvernig Gasaströndin verði uppbyggð og stjórnað að stríði loknu. Áætlunin fæli í sér tímabundið bandarískt-evrópskt-arabískt-palestínskt kerfi borgaralegrar stjórnsýslu á Gasa meðan Ísrael færi með öryggiseftirlit. Yfirlýsing Gantz kemur einnig í kjölfar þess að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir svörum um framtíð Gasa að stríðinu loknu. Hann sagðist ekki myndu styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Hart sótt að Rafah og Jabalia Ísraelsher hefur ráðið meira en 35 þúsund Palestínumenn af dögum frá upphafi stríðsins í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher hefur síðustu vikur sótt hart að norðurhluta Gasa, einkum að borginni Rafah, en búist er við að herinn komi til með að ráðast inn í borgina þvert á vilja Bandaríkjamanna og annarra bandamanna Ísraela. Sameinuðu þjóðirnar áætla að nærri 800 þúsund Palestínumenn hafi flúið borgina frá því að ísraelski herinn hóf aðgerðir þar þann 6. maí. Þá hefur herinn sótt hart að borginni Jabalia, þar sem stærstu flóttamannabúðirnar á Gasa eru staðsettar. Minnst íbúar Jabalia létu lífið í árásum Ísraela í dag og tugir særðust, hefur Reuters eftir heimildum. Árásirnar eru hluti af aðgerð Ísraelshers, sem var lýst sem „nákvæmum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum og innviðum“. „Flugher Ísraels heldur aðgerðum sínum áfram á Gasaströndinni og hefur skotið á meira en sjötíu hryðjuverkaskotmörk síðastliðinn sólarhring, þar á meðal vopnageymslur, innviðasvæði hersins, hryðjuverkamenn sem ógnuðu hermönnum IDF og hernaðarsamstæður,“ segir í yfirlýsingu frá Ísraelsher. Reuters hefur eftir heimildum að tugir Palestínumanna létust eða særðust í árásunum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira