Tapið í gær þýðir að Kane missir af enn einum titlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 09:01 Harry Kane virðist vera fyrirmunað að vinna titla. Mateo Villalba/Getty Images Deildarkeppni í þýsku úrvalsdeildinni lauk í gær með heilli umferð. Bayern München mátti þola 4-2 tap gegn Hoffenheim í lokaumferðinni og kastaði þar með frá sér öðru sætinu. Óhætt er að segja að tímabilið hafi verið tímabil vonbrigða hjá þýska stórveldinu Bayern München sem féll snemma úr leik í þýsku bikarkeppninni og þurfti að sætta sig við að missa af sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Real Madrid í undanúrslitum. Þá þurfti liðið, sem hafði orðið þýskur meistari ellefu ár í röð, að horfa á eftir Þýskalandsmeistaratitlinum til Bayer Leverkusen sem fór taplaust í gegnum tímabilið. Þetta hefur því ekki verið draumatímabil fyrir stjörnuframherjann Harry Kane, sem gekk til liðs við Bayern München frá Tottenham síðasta sumar. Kane, sem raðaði inn mörkum fyrir Tottenham, gekk í raðir Bayern til að vinna titla, enda hafði verið lítið um titilfögnuð hjá honum í Lundúnum. Þrátt fyrir að hafa endað sem langmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar mistókst Kane að vinna titil með Bayern á sínu fyrsta tímabili, og þrátt fyrir að enn sé langt í næsta tímabil er fyrsti titill næsta árs þegar farinn í súginn. Most goals scored in a single Bundesliga campaign:◎ 41 - Robert Lewandowski (2020/21)◎ 40 - Gerd Müller (1971/72)◎ 38 - Gerd Müller (1969/70)◎ 36 - Gerd Müller (1972/73)◉ 36 - Harry Kane (2023/24)Lewa’s record is safe for another season. 😅 pic.twitter.com/bsKd0uHFf7— Squawka (@Squawka) May 18, 2024 Þar sem Bayern tapaði síðasta leik tímabilsins missti liðið af öðru sæti deildarinnar og féll niður í það þriðja. Það þýðir að það er enginn möguleiki fyrir Bayern að keppa um þýska ofurbikarinn á næsta tímabili þar sem Þýskalandsmeistararnir mæta þýsku bikarmeisturunum, en Bayer Leverkusen er þýskur meistari og þýski bikarmeistaratitillinn mun falla til Bayer Leverkusen eða Kaiserslauten. Ef Bayer Leverkusen verður einnig þýskur bikarmeistari mun liðið sem hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar berjast um þýska ofurbikarinn. Bayern finished third in the Bundesliga behind Leverkusen and Stuttgart, their worst finish since 2011.It means there’s no chance they’ll play in the DFB Supercup at the start of next season.Harry Kane will have to wait until at least next May for a club trophy 🫠 pic.twitter.com/b0VRSvw4r9— B/R Football (@brfootball) May 18, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Óhætt er að segja að tímabilið hafi verið tímabil vonbrigða hjá þýska stórveldinu Bayern München sem féll snemma úr leik í þýsku bikarkeppninni og þurfti að sætta sig við að missa af sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Real Madrid í undanúrslitum. Þá þurfti liðið, sem hafði orðið þýskur meistari ellefu ár í röð, að horfa á eftir Þýskalandsmeistaratitlinum til Bayer Leverkusen sem fór taplaust í gegnum tímabilið. Þetta hefur því ekki verið draumatímabil fyrir stjörnuframherjann Harry Kane, sem gekk til liðs við Bayern München frá Tottenham síðasta sumar. Kane, sem raðaði inn mörkum fyrir Tottenham, gekk í raðir Bayern til að vinna titla, enda hafði verið lítið um titilfögnuð hjá honum í Lundúnum. Þrátt fyrir að hafa endað sem langmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar mistókst Kane að vinna titil með Bayern á sínu fyrsta tímabili, og þrátt fyrir að enn sé langt í næsta tímabil er fyrsti titill næsta árs þegar farinn í súginn. Most goals scored in a single Bundesliga campaign:◎ 41 - Robert Lewandowski (2020/21)◎ 40 - Gerd Müller (1971/72)◎ 38 - Gerd Müller (1969/70)◎ 36 - Gerd Müller (1972/73)◉ 36 - Harry Kane (2023/24)Lewa’s record is safe for another season. 😅 pic.twitter.com/bsKd0uHFf7— Squawka (@Squawka) May 18, 2024 Þar sem Bayern tapaði síðasta leik tímabilsins missti liðið af öðru sæti deildarinnar og féll niður í það þriðja. Það þýðir að það er enginn möguleiki fyrir Bayern að keppa um þýska ofurbikarinn á næsta tímabili þar sem Þýskalandsmeistararnir mæta þýsku bikarmeisturunum, en Bayer Leverkusen er þýskur meistari og þýski bikarmeistaratitillinn mun falla til Bayer Leverkusen eða Kaiserslauten. Ef Bayer Leverkusen verður einnig þýskur bikarmeistari mun liðið sem hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar berjast um þýska ofurbikarinn. Bayern finished third in the Bundesliga behind Leverkusen and Stuttgart, their worst finish since 2011.It means there’s no chance they’ll play in the DFB Supercup at the start of next season.Harry Kane will have to wait until at least next May for a club trophy 🫠 pic.twitter.com/b0VRSvw4r9— B/R Football (@brfootball) May 18, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira