Tapið í gær þýðir að Kane missir af enn einum titlinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 09:01 Harry Kane virðist vera fyrirmunað að vinna titla. Mateo Villalba/Getty Images Deildarkeppni í þýsku úrvalsdeildinni lauk í gær með heilli umferð. Bayern München mátti þola 4-2 tap gegn Hoffenheim í lokaumferðinni og kastaði þar með frá sér öðru sætinu. Óhætt er að segja að tímabilið hafi verið tímabil vonbrigða hjá þýska stórveldinu Bayern München sem féll snemma úr leik í þýsku bikarkeppninni og þurfti að sætta sig við að missa af sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Real Madrid í undanúrslitum. Þá þurfti liðið, sem hafði orðið þýskur meistari ellefu ár í röð, að horfa á eftir Þýskalandsmeistaratitlinum til Bayer Leverkusen sem fór taplaust í gegnum tímabilið. Þetta hefur því ekki verið draumatímabil fyrir stjörnuframherjann Harry Kane, sem gekk til liðs við Bayern München frá Tottenham síðasta sumar. Kane, sem raðaði inn mörkum fyrir Tottenham, gekk í raðir Bayern til að vinna titla, enda hafði verið lítið um titilfögnuð hjá honum í Lundúnum. Þrátt fyrir að hafa endað sem langmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar mistókst Kane að vinna titil með Bayern á sínu fyrsta tímabili, og þrátt fyrir að enn sé langt í næsta tímabil er fyrsti titill næsta árs þegar farinn í súginn. Most goals scored in a single Bundesliga campaign:◎ 41 - Robert Lewandowski (2020/21)◎ 40 - Gerd Müller (1971/72)◎ 38 - Gerd Müller (1969/70)◎ 36 - Gerd Müller (1972/73)◉ 36 - Harry Kane (2023/24)Lewa’s record is safe for another season. 😅 pic.twitter.com/bsKd0uHFf7— Squawka (@Squawka) May 18, 2024 Þar sem Bayern tapaði síðasta leik tímabilsins missti liðið af öðru sæti deildarinnar og féll niður í það þriðja. Það þýðir að það er enginn möguleiki fyrir Bayern að keppa um þýska ofurbikarinn á næsta tímabili þar sem Þýskalandsmeistararnir mæta þýsku bikarmeisturunum, en Bayer Leverkusen er þýskur meistari og þýski bikarmeistaratitillinn mun falla til Bayer Leverkusen eða Kaiserslauten. Ef Bayer Leverkusen verður einnig þýskur bikarmeistari mun liðið sem hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar berjast um þýska ofurbikarinn. Bayern finished third in the Bundesliga behind Leverkusen and Stuttgart, their worst finish since 2011.It means there’s no chance they’ll play in the DFB Supercup at the start of next season.Harry Kane will have to wait until at least next May for a club trophy 🫠 pic.twitter.com/b0VRSvw4r9— B/R Football (@brfootball) May 18, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Óhætt er að segja að tímabilið hafi verið tímabil vonbrigða hjá þýska stórveldinu Bayern München sem féll snemma úr leik í þýsku bikarkeppninni og þurfti að sætta sig við að missa af sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Real Madrid í undanúrslitum. Þá þurfti liðið, sem hafði orðið þýskur meistari ellefu ár í röð, að horfa á eftir Þýskalandsmeistaratitlinum til Bayer Leverkusen sem fór taplaust í gegnum tímabilið. Þetta hefur því ekki verið draumatímabil fyrir stjörnuframherjann Harry Kane, sem gekk til liðs við Bayern München frá Tottenham síðasta sumar. Kane, sem raðaði inn mörkum fyrir Tottenham, gekk í raðir Bayern til að vinna titla, enda hafði verið lítið um titilfögnuð hjá honum í Lundúnum. Þrátt fyrir að hafa endað sem langmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar mistókst Kane að vinna titil með Bayern á sínu fyrsta tímabili, og þrátt fyrir að enn sé langt í næsta tímabil er fyrsti titill næsta árs þegar farinn í súginn. Most goals scored in a single Bundesliga campaign:◎ 41 - Robert Lewandowski (2020/21)◎ 40 - Gerd Müller (1971/72)◎ 38 - Gerd Müller (1969/70)◎ 36 - Gerd Müller (1972/73)◉ 36 - Harry Kane (2023/24)Lewa’s record is safe for another season. 😅 pic.twitter.com/bsKd0uHFf7— Squawka (@Squawka) May 18, 2024 Þar sem Bayern tapaði síðasta leik tímabilsins missti liðið af öðru sæti deildarinnar og féll niður í það þriðja. Það þýðir að það er enginn möguleiki fyrir Bayern að keppa um þýska ofurbikarinn á næsta tímabili þar sem Þýskalandsmeistararnir mæta þýsku bikarmeisturunum, en Bayer Leverkusen er þýskur meistari og þýski bikarmeistaratitillinn mun falla til Bayer Leverkusen eða Kaiserslauten. Ef Bayer Leverkusen verður einnig þýskur bikarmeistari mun liðið sem hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar berjast um þýska ofurbikarinn. Bayern finished third in the Bundesliga behind Leverkusen and Stuttgart, their worst finish since 2011.It means there’s no chance they’ll play in the DFB Supercup at the start of next season.Harry Kane will have to wait until at least next May for a club trophy 🫠 pic.twitter.com/b0VRSvw4r9— B/R Football (@brfootball) May 18, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira