„Ef við þolum þann þrýsting sem verður í Grikklandi eigum við skilið að verða Evrópumeistarar“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. maí 2024 19:25 Björgvin Páll Gústavsson í leik dagsins gegn Olympiacos Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann fjögurra marka sigur 30-26 gegn Olympiacos í úrslitaleik Evrópubikarsins á Hlíðarenda. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var ánægður með sigurinn en var með báðar fætur niður á jörðinni þar sem liðin eiga eftir að mætast í Grikklandi. „Þetta var risaleikur og það var stútfullt hús. Að ná fjögurra marka sigri var frábært og við vildum vinna þennan leik,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og Björgvin viðurkenndi að það vantaði ýmislegt upp á í leik Vals í fyrri hálfleik. „Þetta var bras í byrjun. Þeir spiluðu góða vörn. Ég hefði viljað klukka nokkra bolta í upphafi sem hefði gert lífið okkar auðveldara en þeir spiluðu leikinn ógeðslega vel. Að hafa náð að skila þessu í hús var fallegt en leikurinn þróaðist eins og við vildum þar sem við náðum að halda hraðanum uppi sem skilaði sér.“ Valsmenn tóku úr handbremsu í síðari hálfleik og spiluðu betri vörn ásamt því fór Björgvin að verja fleiri bolta sem skilaði sér í auðveldum mörkum. „Þegar seinni hálfleikur byrjaði fann maður orkuna í húsinu og maður fann að þeir voru aðeins þreyttari og fóru að skjóta verr. Maður fann orkuna í húsinu magnast og þegar allt var orðið vitlaust undir lokin þá var ekki aftur snúið.“ Björgvin var afar ánægður með einbeitinguna í liðinu þar sem hvert mark telur í einvíginu og Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skotið sem fór í stöngina og út. „Þetta var skák og maður tók eftir því. Óskar [Bjarni Óskarsson] og Anton [Rúnarsson] voru að bregðast vel við á bekknum. Þetta var flókin viðureign og það var skák í þessu sem skilaði því að við enduðum á að vinna með fjórum mörkum en það leit ekki þannig út í byrjun.“ „Síðasta skotið fór í bakið á mér líka, þannig að ég tel þetta sem varinn bolta líka. Það er stutt á milli í þessu. Þegar við mætum í 10.000 manna höll í Grikklandi getum við ekki mætt með það hugarfar að við séum með fjögur mörk á bakinu. Við þurfum að fara í leikinn til þess að vinna hann og við höfum unnið alla þrettán leikina sem við höfum spilað í þessari keppni.“ N1-höllin var smekkfull af fólki og það var frábær stemning og Björgvin var mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk. „Ég kom hingað í morgun að kíkja á skiltin og þá fann maður strax orkuna í húsinu. Ég sá fólk koma inn í sal mjög snemma í upphitun og maður fann fyrir orkunni í stúkunni. Ekki bara Valsarar heldur allt fólkið sem var tilbúið að styðja okkur í þessu rugli og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann stuðning.“ Var þetta góð generalprufa fyrir liðið sem mun spila í körfuboltahöll þar sem Olympiacos færði leikinn til að fá sem flesta Grikki til þess að mæta. „Heldur betur. Þeir fylltu alltaf þessa drasl höll með ógeðslega klefa og ég spilaði með landsliðinu þar um daginn. Þeir uppfærðu sig í stærri höll og mér skilst að þeir hafi aftur breytt um íþróttahús og farið í 10.000 manna körfuboltahöll. Það verður alvöru þrýstingur og ef við þolum þann þrýsting eigum við skilið að verða Evrópumeistarar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
„Þetta var risaleikur og það var stútfullt hús. Að ná fjögurra marka sigri var frábært og við vildum vinna þennan leik,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og Björgvin viðurkenndi að það vantaði ýmislegt upp á í leik Vals í fyrri hálfleik. „Þetta var bras í byrjun. Þeir spiluðu góða vörn. Ég hefði viljað klukka nokkra bolta í upphafi sem hefði gert lífið okkar auðveldara en þeir spiluðu leikinn ógeðslega vel. Að hafa náð að skila þessu í hús var fallegt en leikurinn þróaðist eins og við vildum þar sem við náðum að halda hraðanum uppi sem skilaði sér.“ Valsmenn tóku úr handbremsu í síðari hálfleik og spiluðu betri vörn ásamt því fór Björgvin að verja fleiri bolta sem skilaði sér í auðveldum mörkum. „Þegar seinni hálfleikur byrjaði fann maður orkuna í húsinu og maður fann að þeir voru aðeins þreyttari og fóru að skjóta verr. Maður fann orkuna í húsinu magnast og þegar allt var orðið vitlaust undir lokin þá var ekki aftur snúið.“ Björgvin var afar ánægður með einbeitinguna í liðinu þar sem hvert mark telur í einvíginu og Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skotið sem fór í stöngina og út. „Þetta var skák og maður tók eftir því. Óskar [Bjarni Óskarsson] og Anton [Rúnarsson] voru að bregðast vel við á bekknum. Þetta var flókin viðureign og það var skák í þessu sem skilaði því að við enduðum á að vinna með fjórum mörkum en það leit ekki þannig út í byrjun.“ „Síðasta skotið fór í bakið á mér líka, þannig að ég tel þetta sem varinn bolta líka. Það er stutt á milli í þessu. Þegar við mætum í 10.000 manna höll í Grikklandi getum við ekki mætt með það hugarfar að við séum með fjögur mörk á bakinu. Við þurfum að fara í leikinn til þess að vinna hann og við höfum unnið alla þrettán leikina sem við höfum spilað í þessari keppni.“ N1-höllin var smekkfull af fólki og það var frábær stemning og Björgvin var mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk. „Ég kom hingað í morgun að kíkja á skiltin og þá fann maður strax orkuna í húsinu. Ég sá fólk koma inn í sal mjög snemma í upphitun og maður fann fyrir orkunni í stúkunni. Ekki bara Valsarar heldur allt fólkið sem var tilbúið að styðja okkur í þessu rugli og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann stuðning.“ Var þetta góð generalprufa fyrir liðið sem mun spila í körfuboltahöll þar sem Olympiacos færði leikinn til að fá sem flesta Grikki til þess að mæta. „Heldur betur. Þeir fylltu alltaf þessa drasl höll með ógeðslega klefa og ég spilaði með landsliðinu þar um daginn. Þeir uppfærðu sig í stærri höll og mér skilst að þeir hafi aftur breytt um íþróttahús og farið í 10.000 manna körfuboltahöll. Það verður alvöru þrýstingur og ef við þolum þann þrýsting eigum við skilið að verða Evrópumeistarar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn