„Ef við þolum þann þrýsting sem verður í Grikklandi eigum við skilið að verða Evrópumeistarar“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. maí 2024 19:25 Björgvin Páll Gústavsson í leik dagsins gegn Olympiacos Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann fjögurra marka sigur 30-26 gegn Olympiacos í úrslitaleik Evrópubikarsins á Hlíðarenda. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var ánægður með sigurinn en var með báðar fætur niður á jörðinni þar sem liðin eiga eftir að mætast í Grikklandi. „Þetta var risaleikur og það var stútfullt hús. Að ná fjögurra marka sigri var frábært og við vildum vinna þennan leik,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og Björgvin viðurkenndi að það vantaði ýmislegt upp á í leik Vals í fyrri hálfleik. „Þetta var bras í byrjun. Þeir spiluðu góða vörn. Ég hefði viljað klukka nokkra bolta í upphafi sem hefði gert lífið okkar auðveldara en þeir spiluðu leikinn ógeðslega vel. Að hafa náð að skila þessu í hús var fallegt en leikurinn þróaðist eins og við vildum þar sem við náðum að halda hraðanum uppi sem skilaði sér.“ Valsmenn tóku úr handbremsu í síðari hálfleik og spiluðu betri vörn ásamt því fór Björgvin að verja fleiri bolta sem skilaði sér í auðveldum mörkum. „Þegar seinni hálfleikur byrjaði fann maður orkuna í húsinu og maður fann að þeir voru aðeins þreyttari og fóru að skjóta verr. Maður fann orkuna í húsinu magnast og þegar allt var orðið vitlaust undir lokin þá var ekki aftur snúið.“ Björgvin var afar ánægður með einbeitinguna í liðinu þar sem hvert mark telur í einvíginu og Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skotið sem fór í stöngina og út. „Þetta var skák og maður tók eftir því. Óskar [Bjarni Óskarsson] og Anton [Rúnarsson] voru að bregðast vel við á bekknum. Þetta var flókin viðureign og það var skák í þessu sem skilaði því að við enduðum á að vinna með fjórum mörkum en það leit ekki þannig út í byrjun.“ „Síðasta skotið fór í bakið á mér líka, þannig að ég tel þetta sem varinn bolta líka. Það er stutt á milli í þessu. Þegar við mætum í 10.000 manna höll í Grikklandi getum við ekki mætt með það hugarfar að við séum með fjögur mörk á bakinu. Við þurfum að fara í leikinn til þess að vinna hann og við höfum unnið alla þrettán leikina sem við höfum spilað í þessari keppni.“ N1-höllin var smekkfull af fólki og það var frábær stemning og Björgvin var mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk. „Ég kom hingað í morgun að kíkja á skiltin og þá fann maður strax orkuna í húsinu. Ég sá fólk koma inn í sal mjög snemma í upphitun og maður fann fyrir orkunni í stúkunni. Ekki bara Valsarar heldur allt fólkið sem var tilbúið að styðja okkur í þessu rugli og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann stuðning.“ Var þetta góð generalprufa fyrir liðið sem mun spila í körfuboltahöll þar sem Olympiacos færði leikinn til að fá sem flesta Grikki til þess að mæta. „Heldur betur. Þeir fylltu alltaf þessa drasl höll með ógeðslega klefa og ég spilaði með landsliðinu þar um daginn. Þeir uppfærðu sig í stærri höll og mér skilst að þeir hafi aftur breytt um íþróttahús og farið í 10.000 manna körfuboltahöll. Það verður alvöru þrýstingur og ef við þolum þann þrýsting eigum við skilið að verða Evrópumeistarar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sjá meira
„Þetta var risaleikur og það var stútfullt hús. Að ná fjögurra marka sigri var frábært og við vildum vinna þennan leik,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og Björgvin viðurkenndi að það vantaði ýmislegt upp á í leik Vals í fyrri hálfleik. „Þetta var bras í byrjun. Þeir spiluðu góða vörn. Ég hefði viljað klukka nokkra bolta í upphafi sem hefði gert lífið okkar auðveldara en þeir spiluðu leikinn ógeðslega vel. Að hafa náð að skila þessu í hús var fallegt en leikurinn þróaðist eins og við vildum þar sem við náðum að halda hraðanum uppi sem skilaði sér.“ Valsmenn tóku úr handbremsu í síðari hálfleik og spiluðu betri vörn ásamt því fór Björgvin að verja fleiri bolta sem skilaði sér í auðveldum mörkum. „Þegar seinni hálfleikur byrjaði fann maður orkuna í húsinu og maður fann að þeir voru aðeins þreyttari og fóru að skjóta verr. Maður fann orkuna í húsinu magnast og þegar allt var orðið vitlaust undir lokin þá var ekki aftur snúið.“ Björgvin var afar ánægður með einbeitinguna í liðinu þar sem hvert mark telur í einvíginu og Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skotið sem fór í stöngina og út. „Þetta var skák og maður tók eftir því. Óskar [Bjarni Óskarsson] og Anton [Rúnarsson] voru að bregðast vel við á bekknum. Þetta var flókin viðureign og það var skák í þessu sem skilaði því að við enduðum á að vinna með fjórum mörkum en það leit ekki þannig út í byrjun.“ „Síðasta skotið fór í bakið á mér líka, þannig að ég tel þetta sem varinn bolta líka. Það er stutt á milli í þessu. Þegar við mætum í 10.000 manna höll í Grikklandi getum við ekki mætt með það hugarfar að við séum með fjögur mörk á bakinu. Við þurfum að fara í leikinn til þess að vinna hann og við höfum unnið alla þrettán leikina sem við höfum spilað í þessari keppni.“ N1-höllin var smekkfull af fólki og það var frábær stemning og Björgvin var mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk. „Ég kom hingað í morgun að kíkja á skiltin og þá fann maður strax orkuna í húsinu. Ég sá fólk koma inn í sal mjög snemma í upphitun og maður fann fyrir orkunni í stúkunni. Ekki bara Valsarar heldur allt fólkið sem var tilbúið að styðja okkur í þessu rugli og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann stuðning.“ Var þetta góð generalprufa fyrir liðið sem mun spila í körfuboltahöll þar sem Olympiacos færði leikinn til að fá sem flesta Grikki til þess að mæta. „Heldur betur. Þeir fylltu alltaf þessa drasl höll með ógeðslega klefa og ég spilaði með landsliðinu þar um daginn. Þeir uppfærðu sig í stærri höll og mér skilst að þeir hafi aftur breytt um íþróttahús og farið í 10.000 manna körfuboltahöll. Það verður alvöru þrýstingur og ef við þolum þann þrýsting eigum við skilið að verða Evrópumeistarar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sjá meira