Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 14:00 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir/Egill Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfus. Á aukafundi bæjarstjórnar í gær var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Hafði áhyggjur af staðsetningu Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti hann áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir fundinn í gær ekki hafa verið hitafund, hins vegar hafi ekki verið hægt að gera annað en að fresta atkvæðagreiðslunni. „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða sem þetta félag setur bæjarfulltrúa í, af því að vilji allra er að vanda til verka,“ segir Elliði. „Það er ekki hægt að láta hjá líða eins og ekkert hafi í skorist en það er heldur ekki hægt að láta órökstuddar fullyrðingar stærsta félags staðarins lifa óhaggaðar,“ segir Elliði. Boða First Water á fund Bæjarstjórnin hefur óskað eftir fundi með First Water þar sem fyrirtækið er beðið um að rökstyðja þær fullyrðingar sem ritaðar voru í bréfinu. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ segir Elliði. Upplýsingarnar séu ekki nýjar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir ákvörðun meirihlutans vera furðulega. „Sveitarfélagið boðaði til bindandi íbúakosningar og þessi gögn sem komu fram í þessu bréfi, þetta var í raun ekki nýtt því þessi sjónarmið höfðu algjörlega verið á lofti áður. Margir höfðu bent á að þetta fer ekki saman, það er að segja umhverfisvænn matvælaiðnaður og risavaxin grjótmulningsverksmiðja. Þannig að eins og við hörfum á þetta þá eru þetta ekki nýjar upplýsingar og alls engin ástæða til þess að fyrirhuguðum boðuðum kosningum verði frestað,“ segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar Ölfus Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Íbúar áttu að greiða atkvæði um deiliskipulag fyrir mölunarverksmiðju og höfn þýska fyrirtækisins Heidelberg í Keflavík við Þórshöfn í Ölfus. Á aukafundi bæjarstjórnar í gær var ákveðið að fresta atkvæðagreiðslunni, sem gerist afar sjaldan. Hafði áhyggjur af staðsetningu Ákvörðunin var tekin eftir að bæjarstjórn barst fréf frá forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water sem er með starfsstöðvar nálægt fyrirhugaðri mölunarverksmiðju. Í bréfinu lýsti hann áhyggjum af því að verksmiðjan væri svo nálægt eldisstöðvunum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir fundinn í gær ekki hafa verið hitafund, hins vegar hafi ekki verið hægt að gera annað en að fresta atkvæðagreiðslunni. „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða sem þetta félag setur bæjarfulltrúa í, af því að vilji allra er að vanda til verka,“ segir Elliði. „Það er ekki hægt að láta hjá líða eins og ekkert hafi í skorist en það er heldur ekki hægt að láta órökstuddar fullyrðingar stærsta félags staðarins lifa óhaggaðar,“ segir Elliði. Boða First Water á fund Bæjarstjórnin hefur óskað eftir fundi með First Water þar sem fyrirtækið er beðið um að rökstyðja þær fullyrðingar sem ritaðar voru í bréfinu. „Tekjur sveitarfélagsins gætu numið 700 miljónum á ári og það verða til sextíu til áttatíu störf sem greiða um eða yfir milljón á mánuði. Um leið eru þetta umhverfisáhrif, þetta er verksmiðja sem fer ekki framhjá neinum sem keyrir framhjá. Þannig það er mjög eðlilegt að um málið séu skiptar skoðanir,“ segir Elliði. Upplýsingarnar séu ekki nýjar Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi minnihlutans, segir ákvörðun meirihlutans vera furðulega. „Sveitarfélagið boðaði til bindandi íbúakosningar og þessi gögn sem komu fram í þessu bréfi, þetta var í raun ekki nýtt því þessi sjónarmið höfðu algjörlega verið á lofti áður. Margir höfðu bent á að þetta fer ekki saman, það er að segja umhverfisvænn matvælaiðnaður og risavaxin grjótmulningsverksmiðja. Þannig að eins og við hörfum á þetta þá eru þetta ekki nýjar upplýsingar og alls engin ástæða til þess að fyrirhuguðum boðuðum kosningum verði frestað,“ segir Ása Berglind. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, oddviti minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.Vísir/Arnar
Ölfus Skipulag Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira