Neikvæð áhrif þess að útiloka forsetaframbjóðendur frá kappræðum strax komin í ljós Ástþór Magnússon skrifar 17. maí 2024 17:30 Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands. Það er alveg rétt að Ísland gerðist stofnaðili NATO og gekk til samstarfs við bandaríkin um varnir landsins. Fræðimaðurinn segir að með þeirri aðild hafi Ísland tekið sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi svo sem lýðræði mannréttindi og réttarríkið. Ef Ísland hefur í heiðri réttarríkið og lýðræði hversvegna er þá ekki farið að lögum og eftir stjórnarskrá landsins? Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld farin að taka upp gerræðisleg vinnubrögð að hætti einræðisherra í einstökum ráðuneytum? Telur fræðimaðurinn frá Háskólanum á Bifröst það vera lýðræðisleg vinnubrögð að einn einstaklingur ákveði uppá eigin spýtur að sniðganga skyldur ráðherra samkvæmt stjórnarskrá, að sniðganga þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi hefur fjallað um og samþykkt, og sniðganga þá skilmála sem voru settir fyrir aðild Íslands að NATO sáttmálanum? Hefur Íslenski fræðimaðurinn ekki lesið þessi skjöl? Er hann jafn fáfróður spyrjandanum í kappræðuþættinum sem tók að sér að kynna forsetaframboð fyrir þjóðinni en segist á sama tíma ekki hafa áhuga að kynna sér hugmyndafræði um forsetaembættið sem lýst er í bókinni Virkjum Bessastaði og sem heimsþekktir fræðimenn hafa mælt með. Hversvegna er lýðræðið fótum troðið hér á landi eins og Stöð2 gerði með því að útiloka forsetaframbjóðanda sem hefur haft málin sem fjallað var um á stefnuskrá sinni í 28 ár og gefið út heila bók með hugmyndafræði um embættið og hvernig forseti Íslands getur beitt sér á alþjóðavettvangi til að kynna friðarlausnir til að afstýra yfirvofandi árás á landið. Ég minnist þess þegar fræðimönnum var spilað út í aðdraganda forsetakosningum árið 1996 er ég talaði um að virkja málskotsréttinn sem stjórnvöld reyndu þá að segja að væri ekki hægt. Nú horfi ég uppá vandræðagang stjórnvalda að réttlæta brot á stjórnarskrá eftir að einstakir ráðherrar hafa farið fram úr valdheimildum sínum. Auðvitað á forseti Íslands við slíkar aðstæður að kalla menn til sín á Bessastaði og leggja til að leysa málið með heiðarlegu samtali á Alþingi í stað þess að gera ómerkinga úr fræðimönnum með rangtúlkunum sem síðar mun verða þeirra menntastofnunum til skammar. Höfundur er forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Ástþór Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands. Það er alveg rétt að Ísland gerðist stofnaðili NATO og gekk til samstarfs við bandaríkin um varnir landsins. Fræðimaðurinn segir að með þeirri aðild hafi Ísland tekið sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi svo sem lýðræði mannréttindi og réttarríkið. Ef Ísland hefur í heiðri réttarríkið og lýðræði hversvegna er þá ekki farið að lögum og eftir stjórnarskrá landsins? Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld farin að taka upp gerræðisleg vinnubrögð að hætti einræðisherra í einstökum ráðuneytum? Telur fræðimaðurinn frá Háskólanum á Bifröst það vera lýðræðisleg vinnubrögð að einn einstaklingur ákveði uppá eigin spýtur að sniðganga skyldur ráðherra samkvæmt stjórnarskrá, að sniðganga þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi hefur fjallað um og samþykkt, og sniðganga þá skilmála sem voru settir fyrir aðild Íslands að NATO sáttmálanum? Hefur Íslenski fræðimaðurinn ekki lesið þessi skjöl? Er hann jafn fáfróður spyrjandanum í kappræðuþættinum sem tók að sér að kynna forsetaframboð fyrir þjóðinni en segist á sama tíma ekki hafa áhuga að kynna sér hugmyndafræði um forsetaembættið sem lýst er í bókinni Virkjum Bessastaði og sem heimsþekktir fræðimenn hafa mælt með. Hversvegna er lýðræðið fótum troðið hér á landi eins og Stöð2 gerði með því að útiloka forsetaframbjóðanda sem hefur haft málin sem fjallað var um á stefnuskrá sinni í 28 ár og gefið út heila bók með hugmyndafræði um embættið og hvernig forseti Íslands getur beitt sér á alþjóðavettvangi til að kynna friðarlausnir til að afstýra yfirvofandi árás á landið. Ég minnist þess þegar fræðimönnum var spilað út í aðdraganda forsetakosningum árið 1996 er ég talaði um að virkja málskotsréttinn sem stjórnvöld reyndu þá að segja að væri ekki hægt. Nú horfi ég uppá vandræðagang stjórnvalda að réttlæta brot á stjórnarskrá eftir að einstakir ráðherrar hafa farið fram úr valdheimildum sínum. Auðvitað á forseti Íslands við slíkar aðstæður að kalla menn til sín á Bessastaði og leggja til að leysa málið með heiðarlegu samtali á Alþingi í stað þess að gera ómerkinga úr fræðimönnum með rangtúlkunum sem síðar mun verða þeirra menntastofnunum til skammar. Höfundur er forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun