Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vopnafjarðarhreppi. Þar segir að sautján hafi sótt um starfið, tveir hafi dregið umsókn sína til baka og fjórir hafi verið boðaðir í viðtal.
Þar segir að Valdimar hafi áður verið sveitarstjóri hjá Blönduósbæ 2018-2022, og hafi síðan starfað tímabundið hjá Húnabyggð sem staðgengill sveitarstjóra. Áður hafi hann verið meðal annars tólf ár í bæjarstjórn og sex ár í bæjarráði Fjarðabyggðar. Hann hafi svo gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum á Austurlandi og víðar, meðal annars sem formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Valdimar er markaðsfræðingur að mennt, en hefur einnig lagt stund á fjölbreytt nám m.a. í verkefnastjórn og leiðtogaþjálfun, alþjóðaviðskiptum, stjórnun og markmiðasetningu, bæði hérlendis og erlendis.