Um 920 mál óafgreidd hjá kærunefnd útlendingamála Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2024 13:39 Þorsteinn Gunnarsson er formaður Kærunefndar útlendingamála. Vísir Kærunefnd útlendingamála hafði í upphafi maí á þessu ári 920 óafgreidd mál á sínu borði. Vegna þessa mikla fjölda hefur meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagt til tímabundna breytingu á fyrirhuguðum breytingum á útlendingalögunum. Í frumvarpsdrögunum var lagt til að nefndarmönnum yrði fækkað úr sjö í þrjá. Nú leggur meirihluti nefndarinnar til að tímabundið verði ráðherra heimilt að skipa einn eða tvo nefndarmenn í hlutastarf, eða fullt starf, á meðan nefndin vinnur niður þann mikla fjölda mála sem bíða óafgreidd. Fjölgun umsókna og kæra Mikil þróun hefur verið síðustu ár í fjölda þeirra umsókna sem berast hér á landi frá fólki um alþjóðlega vernd. Samanlagður fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á árunum 2003 til 2016 var 1.381 umsókn en þær voru tæplega 13.500 frá 2016 til 1. nóvember 2023. Flestar umsóknir bárust árið 2022, eða 4.519. Árið 2023 bárust 4.157 umsóknir, þar af 1.623 frá Úkraínu og 1.576 frá Venesúela. Samhliða því hefur starf kærunefndarinnar orðið umfangsmeira. Nefndin var stofnuð árið 2015. Sama ár bárust nefndinni samtals 329 kærur, en það sem af er ári 2023, miðað við 1. nóvember, voru þær samtals 1.722. Myndi stuðla að jafnvægi 2026 „Fyrir nefndinni kom fram að það er mat dómsmálaráðuneytisins að slíkt bráðabirgðaákvæði muni stuðla að því að jafnvægi náist í þeim málafjölda sem kærunefnd er með til meðferðar og að árið 2026 verði aðstæður hjá nefndinni orðnar þannig að þrír nefndarmenn í fullu starfi geti mætt sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni,“ segir í greinargerð með breytingartillögunni. Þar er einnig vísað í minnisblað dómsmálaráðuneytisins frá. 19. apríl 2024 þar sem er vakin athygli á því að sú breyting sem frumvarpið leggur til á skipan kærunefndar feli hvorki í sér sparnað né kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Nefndarmenn fá um þessar mundir greidd föst mánaðarlaun sem nema um 20 prósent af launum varaformanns. Með breytingu þess efnis að tveir nefndarmenn hafi starfið að aukastarfi má áætla að viðbótarkostnaður vegna þess verði um 660.000 krónur á mánuði eða tæplega 8 milljónir króna á ári. Meirihlutinn gerir fleiri tillögur að breytingum eins og að bæta því að nefndarmenn eigi að vera sérfræðingar í mannréttindum og stjórnsýslurétti og að ákvæði laga um viðbótarvernd taki ekki bara til barna heldur líka kjörbarna. Auk þess eru gerðar breytingar á ákvæðum er varða viðbótarvernd og fjölskyldusameiningar. Fagnar breytingum en vill ganga lengra Fjögur nefndarálit eru auk þess lagðar fram af minnihluta í nefnd. Eyjólfur Ármansson, þingmaður Flokks fólksins, sendi fyrir hönd minnihlutans frá sér álit og breytingartillögu þar sem hann fagnar tillögum meirihlutans um að breyta ýmsum íslenskum sérreglum sem er að finna í útlendingalögunum. Hann segir breytingarnar þó ekki ná nógu langt í að samræmast lögum á öðrum Norðurlöndum og leggur til frekari breytingar. Eyjólfur og Dagbjört gera bæði sínar eigin breytingatillögur. Vísir/Vilhelm Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sendir einnig frá sér álit fyrir hönd minnihlutans. Hún gerir alvarlegar athugasemdir við þær breytingar sem eru gerðar er varða fjölskyldusameiningar og telur þær skorta á mannúð og skilvirkni. Hún styður breytingar er varða kærunefnd útlendingamála. Hún gerir athugasemdir við breytingar er varða umsóknir útlendinga sem hafa sérstök tengsl við landið eða sérstakar ástæður og leggur til að aðeins sé litið til sérstakra tengsla en ekki ástæðna. Það sé gert í Noregi og með því að fara þá leið „yrði horfið frá beitingu matskenndrar reglu um sérstakar ástæður og leitast við að tryggja, með hlutlægum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði ekki slitnir frá aðstandendum sínum. Um leið yrði stuðlað að fækkun umsókna frá einstaklingum sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki.“ Vill vísa aftur til ríkisstjórnar Þá leggur Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, einnig fram nefndarálit, en hún leggst gegn frumvarpinu og vill að því verði vísað aftur til ríkisstjórnar. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur of skammt gengið í að afnema séríslenskar reglur í útlendingalögunum og leggur til breytingar á því í samræmi við það. Hægt er að kynna sér breytingartillögurnar hér. Önnur umræða um frumvarpið og breytingartillögurnar fer fram á þingi síðar í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. 15. maí 2024 12:09 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Í frumvarpsdrögunum var lagt til að nefndarmönnum yrði fækkað úr sjö í þrjá. Nú leggur meirihluti nefndarinnar til að tímabundið verði ráðherra heimilt að skipa einn eða tvo nefndarmenn í hlutastarf, eða fullt starf, á meðan nefndin vinnur niður þann mikla fjölda mála sem bíða óafgreidd. Fjölgun umsókna og kæra Mikil þróun hefur verið síðustu ár í fjölda þeirra umsókna sem berast hér á landi frá fólki um alþjóðlega vernd. Samanlagður fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á árunum 2003 til 2016 var 1.381 umsókn en þær voru tæplega 13.500 frá 2016 til 1. nóvember 2023. Flestar umsóknir bárust árið 2022, eða 4.519. Árið 2023 bárust 4.157 umsóknir, þar af 1.623 frá Úkraínu og 1.576 frá Venesúela. Samhliða því hefur starf kærunefndarinnar orðið umfangsmeira. Nefndin var stofnuð árið 2015. Sama ár bárust nefndinni samtals 329 kærur, en það sem af er ári 2023, miðað við 1. nóvember, voru þær samtals 1.722. Myndi stuðla að jafnvægi 2026 „Fyrir nefndinni kom fram að það er mat dómsmálaráðuneytisins að slíkt bráðabirgðaákvæði muni stuðla að því að jafnvægi náist í þeim málafjölda sem kærunefnd er með til meðferðar og að árið 2026 verði aðstæður hjá nefndinni orðnar þannig að þrír nefndarmenn í fullu starfi geti mætt sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni,“ segir í greinargerð með breytingartillögunni. Þar er einnig vísað í minnisblað dómsmálaráðuneytisins frá. 19. apríl 2024 þar sem er vakin athygli á því að sú breyting sem frumvarpið leggur til á skipan kærunefndar feli hvorki í sér sparnað né kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. Nefndarmenn fá um þessar mundir greidd föst mánaðarlaun sem nema um 20 prósent af launum varaformanns. Með breytingu þess efnis að tveir nefndarmenn hafi starfið að aukastarfi má áætla að viðbótarkostnaður vegna þess verði um 660.000 krónur á mánuði eða tæplega 8 milljónir króna á ári. Meirihlutinn gerir fleiri tillögur að breytingum eins og að bæta því að nefndarmenn eigi að vera sérfræðingar í mannréttindum og stjórnsýslurétti og að ákvæði laga um viðbótarvernd taki ekki bara til barna heldur líka kjörbarna. Auk þess eru gerðar breytingar á ákvæðum er varða viðbótarvernd og fjölskyldusameiningar. Fagnar breytingum en vill ganga lengra Fjögur nefndarálit eru auk þess lagðar fram af minnihluta í nefnd. Eyjólfur Ármansson, þingmaður Flokks fólksins, sendi fyrir hönd minnihlutans frá sér álit og breytingartillögu þar sem hann fagnar tillögum meirihlutans um að breyta ýmsum íslenskum sérreglum sem er að finna í útlendingalögunum. Hann segir breytingarnar þó ekki ná nógu langt í að samræmast lögum á öðrum Norðurlöndum og leggur til frekari breytingar. Eyjólfur og Dagbjört gera bæði sínar eigin breytingatillögur. Vísir/Vilhelm Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, sendir einnig frá sér álit fyrir hönd minnihlutans. Hún gerir alvarlegar athugasemdir við þær breytingar sem eru gerðar er varða fjölskyldusameiningar og telur þær skorta á mannúð og skilvirkni. Hún styður breytingar er varða kærunefnd útlendingamála. Hún gerir athugasemdir við breytingar er varða umsóknir útlendinga sem hafa sérstök tengsl við landið eða sérstakar ástæður og leggur til að aðeins sé litið til sérstakra tengsla en ekki ástæðna. Það sé gert í Noregi og með því að fara þá leið „yrði horfið frá beitingu matskenndrar reglu um sérstakar ástæður og leitast við að tryggja, með hlutlægum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði ekki slitnir frá aðstandendum sínum. Um leið yrði stuðlað að fækkun umsókna frá einstaklingum sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki.“ Vill vísa aftur til ríkisstjórnar Þá leggur Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, einnig fram nefndarálit, en hún leggst gegn frumvarpinu og vill að því verði vísað aftur til ríkisstjórnar. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur of skammt gengið í að afnema séríslenskar reglur í útlendingalögunum og leggur til breytingar á því í samræmi við það. Hægt er að kynna sér breytingartillögurnar hér. Önnur umræða um frumvarpið og breytingartillögurnar fer fram á þingi síðar í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. 15. maí 2024 12:09 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. 15. maí 2024 12:09
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent