Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. maí 2024 11:42 Eins og sést á stefni flutningaskipsins eru skemmdir sem benda til áreksturs við fiskibátinn. Óskar P. friðriksson Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi fengið neyðarkall frá strandveiðibáti á þriðja tímanum í nótt, þar sem fram kom að annar bátur væri að sökkva í nágrenninu. Landhelgisgæslan hafi þá kallað út þyrlusveit ásamt sjóbjörgunarsveitum Landsbjargar á Suðurnesjunum, og fiskiskip á svæðinu hafi einnig verið kölluð til, eins og venjan er í svona málum. Báturinn var hálfur á kafi þegar björgunarmenn báru að garðiÁhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein Skömmu seinna barst svo tilkynning frá sama báti að maðurinn væri kominn um borð til þeirra. Hann hefði náð að bjarga honum um borð í sitt strandveiðiskip. „Maðurinn var kaldur, en ómeiddur að öðru leyti. Það var tekin sú ákvörðun að sigla með hann til Sandgerðis og þaðan var hann fluttur til aðhlynningar,“ segir Ásgeir. Flutningaskip hafi mögulega hvolft bátnum Hann segir að þegar ferill strandveiðibátsins hafi verið skoðaður og borinn saman við ferðir annarra skipa á svæðinu, hafi komið í ljós að erlent flutningaskip hafi verið á siglingu á sama stað á sama tíma. Skemmdir á hlið bátsins benda til þess að árekstur hafi orðið við stóra flutningaskipið.Vísir/Margrét Björk „Við tókum þá ákvörðun að beina flutningaskipinu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem að skýrsla verður tekin af skipstjóranum. Það er að segja við erum að skoða það hvort að flutningaskipið tengist því á einhvern hátt að bátnum hvolfdi.“ Rannsóknin sé í höndum lögreglunnar en fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Samgöngustofu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa séu einnig á leið til Eyja. Hér má sjá stærðina á flutningaskipinu þar sem það lá við höfn í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óskar P. Friðriksson Er þá grunur um að skipið hafi rekist á bátinn? „Það er eitt af því sem þarf að skoða í rannsókninni. Það er bara eitthvað sem rannsóknin þarf að leiða í ljós.“ Hann segir að litlu hefði mátt muna að illa færi. Það hefði verið fyrir snarræði skipstjórans á hinum strandveiðibátnum sem tókst að bjarga manninum hratt og vel, að ekki hefði farið verr. Fréttin var uppfærð klukkan 13:28 með myndum frá Vestmannaeyjum, Fiskifréttir greindu fyrst frá skemmdum á flutningaskipinu. Samgönguslys Suðurnesjabær Sjávarútvegur Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi fengið neyðarkall frá strandveiðibáti á þriðja tímanum í nótt, þar sem fram kom að annar bátur væri að sökkva í nágrenninu. Landhelgisgæslan hafi þá kallað út þyrlusveit ásamt sjóbjörgunarsveitum Landsbjargar á Suðurnesjunum, og fiskiskip á svæðinu hafi einnig verið kölluð til, eins og venjan er í svona málum. Báturinn var hálfur á kafi þegar björgunarmenn báru að garðiÁhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein Skömmu seinna barst svo tilkynning frá sama báti að maðurinn væri kominn um borð til þeirra. Hann hefði náð að bjarga honum um borð í sitt strandveiðiskip. „Maðurinn var kaldur, en ómeiddur að öðru leyti. Það var tekin sú ákvörðun að sigla með hann til Sandgerðis og þaðan var hann fluttur til aðhlynningar,“ segir Ásgeir. Flutningaskip hafi mögulega hvolft bátnum Hann segir að þegar ferill strandveiðibátsins hafi verið skoðaður og borinn saman við ferðir annarra skipa á svæðinu, hafi komið í ljós að erlent flutningaskip hafi verið á siglingu á sama stað á sama tíma. Skemmdir á hlið bátsins benda til þess að árekstur hafi orðið við stóra flutningaskipið.Vísir/Margrét Björk „Við tókum þá ákvörðun að beina flutningaskipinu til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem að skýrsla verður tekin af skipstjóranum. Það er að segja við erum að skoða það hvort að flutningaskipið tengist því á einhvern hátt að bátnum hvolfdi.“ Rannsóknin sé í höndum lögreglunnar en fulltrúar frá Landhelgisgæslunni, Samgöngustofu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa séu einnig á leið til Eyja. Hér má sjá stærðina á flutningaskipinu þar sem það lá við höfn í Vestmannaeyjum í hádeginu.Óskar P. Friðriksson Er þá grunur um að skipið hafi rekist á bátinn? „Það er eitt af því sem þarf að skoða í rannsókninni. Það er bara eitthvað sem rannsóknin þarf að leiða í ljós.“ Hann segir að litlu hefði mátt muna að illa færi. Það hefði verið fyrir snarræði skipstjórans á hinum strandveiðibátnum sem tókst að bjarga manninum hratt og vel, að ekki hefði farið verr. Fréttin var uppfærð klukkan 13:28 með myndum frá Vestmannaeyjum, Fiskifréttir greindu fyrst frá skemmdum á flutningaskipinu.
Samgönguslys Suðurnesjabær Sjávarútvegur Sjóslys við Garðskaga 2024 Tengdar fréttir Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Manni bjargað úr sjónum í nótt eftir að bátur hans sökk Manni var bjargað á þriðja tímanum í nótt þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga. Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna málsins en það var skipstjóri annars strandveiðibáts sem bjargaði manninum úr sjónum. 16. maí 2024 06:23