Menntamorð Ingólfur Gíslason skrifar 16. maí 2024 10:01 Þjóðarmorð felst meðal annars í því að „þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans“ (eins og segir í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð). Ísraelsher hefur nú eyðilagt flest íbúðarhús á Gaza, næstum öll sjúkrahús, sjúkrabíla, innviði til fjölmiðlunar og samskipta, bakarí, kornmyllur, vatnsveitur, skólplagnir, moskur og kirkjur, auk þess að drepa markvisst heilbrigðisstarfsfólk, hjálparstarfsfólk og blaðamenn, svo ekki sé talað um börn og almenning. Til viðbótar kemur það sem nefnt hefur verið menntamorð: markviss eyðilegging á menntakerfi og möguleikum fólks til að afla sér menntunar. Menntamorð felur í sér kerfisbundin dráp á menntafólki, eyðilegging á menntastofnunum, söfnum og öðrum innviðum sem nýtast við þekkingarsköpun, og markviss viðleitni til að eyða sögu, þekkingu og fræðimennsku samfélags. Þegar við tökum saman alla þessa þætti saman er augljóst að árásarherinn stefnir að því að eyðileggja lífsskilyrði Palestínufólks á Gaza til framtíðar. Menntamorð Ísraelsríkis í Palestínu hefur margar hliðar. Á Gaza voru 12 háskólar, sem hafa allir verið lagðir gersamlega í rúst; sumir þeirra jafnaðir við jörðu í stýrðum sprengingum en ekki sem hluti af „hernaðaraðgerð“. Þá hafa að minnsta kosti níu af hverjum tíu öðrum skólabyggingum verið eyðilagðar. Sjö hundruð þúsund nemendur hafa ekki getað farið í skólann í meira en sjö mánuði. Bókasöfn, skjalasöfn og önnur söfn hafa verið eyðilögð og reyndar líka rænd safnmunum. Ísraelsher hefur drepið meira en hundrað háskólakennara og að minnsta kosti þrjá forseta háskóla á Gaza. Þetta er liður í tilraun Ísraelshers til að útrýma menningu og sögu Palestínumanna og gera rannsóknir á þeim ómögulega. Að lokum má nefna ofsóknir á hendur palestínskum háskólakennurum og -nemendum bæði á Vesturbakkanum og innan þeirra landamæra Ísraelsríkis sem sett voru niður með valdi eftir þjóðernishreinsanir í maí 1948. Sem dæmi var fræðikonan Nadera Shalhoub-Kevorkian, prófessor við Hebreska háskólann í Jerúsalem, handtekin og pyntuð í apríl síðastliðnum fyrir að lýsa andstöðu við þjóðarmorðið. Ísraelsher rændi einnig í apríl háskólastúdínunni Layan Nasir sem nemur við Birzeit háskólann á Vesturbakkanum. Eins og á við um þúsundir Palestínumanna er henni haldið án ákæru eða réttarhalda en hún hefur verið virk í samtökum vinstrisinnaðra háskólanema sem Ísrael hefur bannað. Fræði sem drepa og réttlæta dráp Háskólastofnanir í Ísrael eru lykilþáttur í landráni ríkisins og viðhaldi kúgunar og hernáms sem staðið hefur yfir í 76 ár. Þær taka meðal annars þátt í þróun vopna og tækni í hernaðarlegum tilgangi sem og þróun á hernaðaraðferðum og -kenningum, þróun aðferða til að viðhalda hernámi, þróun aðferða til að hvítþvo og réttlæta stríðsglæpi stjórnvalda og kúgun gagnvart þeim sem gagnrýna Ísraelsríki, auk þess sem þær skerða tjáningarfrelsi nemenda og háskólakennara og beita kerfisbundinni mismunun í garð palestínskra nemenda. Þær taka líka virkan þátt í útþennslustefnu ríkisins með því að byggja ný útibú og stúdentagarða á hernumdum svæðum í Palestínu. Það kemur ekki á óvart að verkfræðideildir háskóla í Ísrael vinni með vopnaframleiðendum og hernum þar í landi að því að þróa fullkomnari tæki, eins og árásardróna, til að drepa fólk án þess að hermenn þurfi að setja sig í hættu. En ef til vill kemur meira á óvart hvernig ýmis önnur fræðasvið styðja við hernámið og herinn. Eitt dæmi er lögfræði. Lagadeildir í háskólum Ísraels vinna með yfirvöldum að réttlætingum á aftökum án dóms og laga, pyntingum og beitingu á því sem væri annars talið yfirþyrmandi og óhóflegt ofbeldi gegn almennum borgurum og því stríðsglæpir. Til þess að komast framhjá alþjóðalögum um stríð og hernað hafa fræðimenn við ísraelska háskóla til dæmis búið til alveg nýja gerð af átökum, „vopnuð átök sem ná því ekki að vera stríð“ og halda því fram að fyrri alþjóðalög nái ekki utan um slík átök. Siðfræðingar við heimspekideildir háskólanna taka líka þátt í þessu og skrifa kenningar um það hve marga Palestínumenn megi drepa í því skyni að verja eitt líf Ísraelskra hermanna. Tilgangur alls þessa sem hér er nefnt er auðvitað að réttlæta dráp á sem flestum Palestínumönnum (um þetta má lesa í smáatriðum í bók Maya Wind, Towers of Ivory and Steel: How Israeli Universities Deny Palestinian Freedom). Sniðgöngum menntastofnanir: áskorun til Háskóla Íslands Æðri menntastofnanir í landtökunýlendunni Ísrael taka beinan þátt í því að kúga og drepa Palestínufólk, ræna landi þeirra, þurrka út sögu þeirra og búa til réttlætingar fyrir þessu öllu. Þess vegna leggur alþjóðlega sniðgönguhreyfingin BDS áherslu á að fræðafólk alls staðar sniðgangi ísraelskar menntastofnanir. Í því felst að slíta öll tengsl við ísraelska háskóla og aðrar menntastofnanir og stofna ekki til frekari tengsla við þær. Með tengslum er átt við hvers konar samstarf, svo sem rannsóknir og kennslu, ráðstefnur, vinnustofur og málstofur. Hreyfingin leggur ekki til að hætta samstarfi við stakt fræðafólk nema það sé beinlínis að leggja hernáminu lið og það ber að hafa í huga að í Ísrael vinna líka örfáir fræðimenn sem styðja frelsisbaráttu Palestínumanna. Háskóli Íslands þarf að gera grein fyrir því samstarfi sem hann á í með háskólum í Ísrael og slíta því samstarfi. Þær upplýsingar liggja ekki á lausu en ég þekki þó dæmi um slíkt samstarf. Það er áhyggjuefni að háskólar á Íslandi vinni með slíkum menntastofnunum og ber ekki vitni um virðingu fyrir gildum eins og akademísku frelsi, sem Ísraelskir háskólar vinna markvisst gegn. Háskóla Íslands ber að taka skýra afstöðu gegn menntamorði í Palestínu með akademískri sniðgöngu. Heimildalisti fyrir þessa grein er á vefsíðunni Heimildir fyrir greinina Menntamorð. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Háskólar Ingólfur Gíslason Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Þjóðarmorð felst meðal annars í því að „þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans“ (eins og segir í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð). Ísraelsher hefur nú eyðilagt flest íbúðarhús á Gaza, næstum öll sjúkrahús, sjúkrabíla, innviði til fjölmiðlunar og samskipta, bakarí, kornmyllur, vatnsveitur, skólplagnir, moskur og kirkjur, auk þess að drepa markvisst heilbrigðisstarfsfólk, hjálparstarfsfólk og blaðamenn, svo ekki sé talað um börn og almenning. Til viðbótar kemur það sem nefnt hefur verið menntamorð: markviss eyðilegging á menntakerfi og möguleikum fólks til að afla sér menntunar. Menntamorð felur í sér kerfisbundin dráp á menntafólki, eyðilegging á menntastofnunum, söfnum og öðrum innviðum sem nýtast við þekkingarsköpun, og markviss viðleitni til að eyða sögu, þekkingu og fræðimennsku samfélags. Þegar við tökum saman alla þessa þætti saman er augljóst að árásarherinn stefnir að því að eyðileggja lífsskilyrði Palestínufólks á Gaza til framtíðar. Menntamorð Ísraelsríkis í Palestínu hefur margar hliðar. Á Gaza voru 12 háskólar, sem hafa allir verið lagðir gersamlega í rúst; sumir þeirra jafnaðir við jörðu í stýrðum sprengingum en ekki sem hluti af „hernaðaraðgerð“. Þá hafa að minnsta kosti níu af hverjum tíu öðrum skólabyggingum verið eyðilagðar. Sjö hundruð þúsund nemendur hafa ekki getað farið í skólann í meira en sjö mánuði. Bókasöfn, skjalasöfn og önnur söfn hafa verið eyðilögð og reyndar líka rænd safnmunum. Ísraelsher hefur drepið meira en hundrað háskólakennara og að minnsta kosti þrjá forseta háskóla á Gaza. Þetta er liður í tilraun Ísraelshers til að útrýma menningu og sögu Palestínumanna og gera rannsóknir á þeim ómögulega. Að lokum má nefna ofsóknir á hendur palestínskum háskólakennurum og -nemendum bæði á Vesturbakkanum og innan þeirra landamæra Ísraelsríkis sem sett voru niður með valdi eftir þjóðernishreinsanir í maí 1948. Sem dæmi var fræðikonan Nadera Shalhoub-Kevorkian, prófessor við Hebreska háskólann í Jerúsalem, handtekin og pyntuð í apríl síðastliðnum fyrir að lýsa andstöðu við þjóðarmorðið. Ísraelsher rændi einnig í apríl háskólastúdínunni Layan Nasir sem nemur við Birzeit háskólann á Vesturbakkanum. Eins og á við um þúsundir Palestínumanna er henni haldið án ákæru eða réttarhalda en hún hefur verið virk í samtökum vinstrisinnaðra háskólanema sem Ísrael hefur bannað. Fræði sem drepa og réttlæta dráp Háskólastofnanir í Ísrael eru lykilþáttur í landráni ríkisins og viðhaldi kúgunar og hernáms sem staðið hefur yfir í 76 ár. Þær taka meðal annars þátt í þróun vopna og tækni í hernaðarlegum tilgangi sem og þróun á hernaðaraðferðum og -kenningum, þróun aðferða til að viðhalda hernámi, þróun aðferða til að hvítþvo og réttlæta stríðsglæpi stjórnvalda og kúgun gagnvart þeim sem gagnrýna Ísraelsríki, auk þess sem þær skerða tjáningarfrelsi nemenda og háskólakennara og beita kerfisbundinni mismunun í garð palestínskra nemenda. Þær taka líka virkan þátt í útþennslustefnu ríkisins með því að byggja ný útibú og stúdentagarða á hernumdum svæðum í Palestínu. Það kemur ekki á óvart að verkfræðideildir háskóla í Ísrael vinni með vopnaframleiðendum og hernum þar í landi að því að þróa fullkomnari tæki, eins og árásardróna, til að drepa fólk án þess að hermenn þurfi að setja sig í hættu. En ef til vill kemur meira á óvart hvernig ýmis önnur fræðasvið styðja við hernámið og herinn. Eitt dæmi er lögfræði. Lagadeildir í háskólum Ísraels vinna með yfirvöldum að réttlætingum á aftökum án dóms og laga, pyntingum og beitingu á því sem væri annars talið yfirþyrmandi og óhóflegt ofbeldi gegn almennum borgurum og því stríðsglæpir. Til þess að komast framhjá alþjóðalögum um stríð og hernað hafa fræðimenn við ísraelska háskóla til dæmis búið til alveg nýja gerð af átökum, „vopnuð átök sem ná því ekki að vera stríð“ og halda því fram að fyrri alþjóðalög nái ekki utan um slík átök. Siðfræðingar við heimspekideildir háskólanna taka líka þátt í þessu og skrifa kenningar um það hve marga Palestínumenn megi drepa í því skyni að verja eitt líf Ísraelskra hermanna. Tilgangur alls þessa sem hér er nefnt er auðvitað að réttlæta dráp á sem flestum Palestínumönnum (um þetta má lesa í smáatriðum í bók Maya Wind, Towers of Ivory and Steel: How Israeli Universities Deny Palestinian Freedom). Sniðgöngum menntastofnanir: áskorun til Háskóla Íslands Æðri menntastofnanir í landtökunýlendunni Ísrael taka beinan þátt í því að kúga og drepa Palestínufólk, ræna landi þeirra, þurrka út sögu þeirra og búa til réttlætingar fyrir þessu öllu. Þess vegna leggur alþjóðlega sniðgönguhreyfingin BDS áherslu á að fræðafólk alls staðar sniðgangi ísraelskar menntastofnanir. Í því felst að slíta öll tengsl við ísraelska háskóla og aðrar menntastofnanir og stofna ekki til frekari tengsla við þær. Með tengslum er átt við hvers konar samstarf, svo sem rannsóknir og kennslu, ráðstefnur, vinnustofur og málstofur. Hreyfingin leggur ekki til að hætta samstarfi við stakt fræðafólk nema það sé beinlínis að leggja hernáminu lið og það ber að hafa í huga að í Ísrael vinna líka örfáir fræðimenn sem styðja frelsisbaráttu Palestínumanna. Háskóli Íslands þarf að gera grein fyrir því samstarfi sem hann á í með háskólum í Ísrael og slíta því samstarfi. Þær upplýsingar liggja ekki á lausu en ég þekki þó dæmi um slíkt samstarf. Það er áhyggjuefni að háskólar á Íslandi vinni með slíkum menntastofnunum og ber ekki vitni um virðingu fyrir gildum eins og akademísku frelsi, sem Ísraelskir háskólar vinna markvisst gegn. Háskóla Íslands ber að taka skýra afstöðu gegn menntamorði í Palestínu með akademískri sniðgöngu. Heimildalisti fyrir þessa grein er á vefsíðunni Heimildir fyrir greinina Menntamorð. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun