Stefni í endurtekningu á síðasta vori Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. maí 2024 09:41 Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar, telur stefna í að ríkisstjórnin semji umdeild mál út af borðinu. vísir/Einar Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru nú ellefu þingfundir eftir. Í næstu viku eru nefndardagar og í vikunni á eftir fer þingið í leyfi í aðdraganda forsetakosninga. Á sama tíma bíður fjöldi mála enn fyrstu umræðu og um eitt hundrað og þrjátíu frumvörp eru í nefnd. Flest eru þingmannamál og daga líklega uppi en um áttatíu stjórnarmál eru enn óafgreidd. Af þeim mörgu málum sem sitja eftir eru nokkur stór og umdeild. Þar má til dæmis nefna útlendingafrumvarpið, sem Vinstri græn hafa meðal annars sett fyrirvara við, lagareldisfrumvarpið, sala á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka og lögreglulögin sem fela í sér forvirkar rannsóknarheimildir. Þá á eftir að afgreiða fjármálaáætlun, samgönguáætlun, breytingar á örorkulífeyriskerfinu, sanngirnisbætur, breytingar á ábyrgðamannakerfi námslána, breytingar á raforkulögum sem fela í sér forgang heimila komi til orkuskorts, frumvarp um innlenda greiðslumiðlun og lengi mætti telja. „Ég held að mikið af þessu sé bara fast inni hjá þeim. Ágreiningur á milli flokkana um einstök mál. Það getur líka vel verið að einhverju af þessu vilji þau ekki sleppa inn fyrir kosningar,“ segir Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar og vísar til þess að mögulega vilji þau ekki draga athygli frá frambjóðendum sem eru á fullu í kosningabaráttu. Það brá mörgum í brún síðasta vor þegar mörgum málum var skyndilega sópað út af borðinu og þingi var slitið á settum tíma án þess að þau væru afgreidd. Logi telur líklegt að sagan endurtaki sig. „Núverandi forsætisráðherra sagði það í vetur að það hafi í rauninni verið algjörlega óboðlegt hvernig að þessu var staðið síðasta vor og að það mætti ekki endurtaka sig. En það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast. Við í stjórnarandstöðunni erum búin að lista upp þessi mál og erum tilbúin til þess að mæta stjórnarliðum og ræða við þau um þinglok á málefnalegum grunni en við þurfum að fá eitthvað útspil frá þeim.“ Er eitthvað mál sem þið viljið alls ekki hleypa í gegn? „Við erum ekki komin á þann stað. Við viljum bara heyra hvernig þau hafa hugsað sér að spila þetta næstu daga og ætlum bara að vera málefnaleg.“ Þið eruð með einhver þingmannamál, er eitthvað sem þið ætlið að leggja sérstaka áherslu á? „Ef þau semja þetta allt sjálf út af borðinu höfum við ekkert að semja um. Við erum auðvitað með ágætis mál, allir þingflokkar stjórnarandstöðunnar, sem við myndum vilja sjá klárast.“ Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru nú ellefu þingfundir eftir. Í næstu viku eru nefndardagar og í vikunni á eftir fer þingið í leyfi í aðdraganda forsetakosninga. Á sama tíma bíður fjöldi mála enn fyrstu umræðu og um eitt hundrað og þrjátíu frumvörp eru í nefnd. Flest eru þingmannamál og daga líklega uppi en um áttatíu stjórnarmál eru enn óafgreidd. Af þeim mörgu málum sem sitja eftir eru nokkur stór og umdeild. Þar má til dæmis nefna útlendingafrumvarpið, sem Vinstri græn hafa meðal annars sett fyrirvara við, lagareldisfrumvarpið, sala á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka og lögreglulögin sem fela í sér forvirkar rannsóknarheimildir. Þá á eftir að afgreiða fjármálaáætlun, samgönguáætlun, breytingar á örorkulífeyriskerfinu, sanngirnisbætur, breytingar á ábyrgðamannakerfi námslána, breytingar á raforkulögum sem fela í sér forgang heimila komi til orkuskorts, frumvarp um innlenda greiðslumiðlun og lengi mætti telja. „Ég held að mikið af þessu sé bara fast inni hjá þeim. Ágreiningur á milli flokkana um einstök mál. Það getur líka vel verið að einhverju af þessu vilji þau ekki sleppa inn fyrir kosningar,“ segir Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingar og vísar til þess að mögulega vilji þau ekki draga athygli frá frambjóðendum sem eru á fullu í kosningabaráttu. Það brá mörgum í brún síðasta vor þegar mörgum málum var skyndilega sópað út af borðinu og þingi var slitið á settum tíma án þess að þau væru afgreidd. Logi telur líklegt að sagan endurtaki sig. „Núverandi forsætisráðherra sagði það í vetur að það hafi í rauninni verið algjörlega óboðlegt hvernig að þessu var staðið síðasta vor og að það mætti ekki endurtaka sig. En það er margt sem bendir til þess að það sé að gerast. Við í stjórnarandstöðunni erum búin að lista upp þessi mál og erum tilbúin til þess að mæta stjórnarliðum og ræða við þau um þinglok á málefnalegum grunni en við þurfum að fá eitthvað útspil frá þeim.“ Er eitthvað mál sem þið viljið alls ekki hleypa í gegn? „Við erum ekki komin á þann stað. Við viljum bara heyra hvernig þau hafa hugsað sér að spila þetta næstu daga og ætlum bara að vera málefnaleg.“ Þið eruð með einhver þingmannamál, er eitthvað sem þið ætlið að leggja sérstaka áherslu á? „Ef þau semja þetta allt sjálf út af borðinu höfum við ekkert að semja um. Við erum auðvitað með ágætis mál, allir þingflokkar stjórnarandstöðunnar, sem við myndum vilja sjá klárast.“
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira