Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2024 12:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er í opinberri heimsókn í Lundúnum. Hún hafði nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, þegar fréttastofa náði tali af honum en hann er í haldi breskra yfirvalda í örygissfangelsinu Belmarsh og þar hefur hann verið frá 2019. Stöð 2/Arnar Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. Það var í fyrra sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, lagði til að ráðist yrði í gerð skýrslunnar og Evrópuráðsþingið samþykkti. Skýrslan ber yfirskiftina "Varðhaldið á Julian Assange og kælandi áhrif þess á vernd mannréttinda í Evrópu" en skýrslan kannar einnig hvort Assange uppfylli skilyrði þess að vera svokallaður samviskufangi. Heimsókn Þórhildar Sunnu í fangelsið er liður í skýrslugerðinni en hún hafði nýlokið heimsókninni þegar fréttastofa náði tali af henni. „Þetta er alveg augljóslega hámarksöryggisfangelsi hérna í London, Belmarsh-fangelsið og það er töluverð fyrirhöfn að komast inn, þú þarft að skilja eiginlega allt eftir, við fengum að taka með okkur tölvur, það var svona nokkurn veginn það eina, engir símar, engin úr eða neitt þannig og þau taka af manni fingraför hérna og það er mikil pappírsvinna í kringum þetta allt saman.“ Assage hefur verið í haldi í Belmarsh-öryggisfangelsinu í fimm ár án sakfellingar en Bandaríkin vilja að Bretar framselji hann svo hægt sé að rétta yfir honum vegna ákæru fyrir brot á njósnalögum. Assange sjálfur segir, með varðhaldinu, vegið að fjölmiðlafrelsi og vernd uppljóstrara. Vildi hann koma á framfæri einhverjum skilaboðum? „Já, hann var með skilaboð. Við ætlum nú að gefa það út í yfirlýsingu Evrópuráðið á eftir, seinna í dag, þegar ég lýk þessari opinberu heimsókn. Innanríkisráðuneyti Bretlands hefur ekki virt okkur viðlits og ekki svarað okkur hérna í Evrópuráðinu. Ég er ennþá að reyna að fá þá til þess að hitta mig til að tala um þetta mál en opinbera heimsóknin lýkur á eftir og þá gefum við út yfirlýsingu og þar er að finna líka skilaboð frá Julian.“ Þórhildur Sunna segir að Assange hafi augljóslega verið þreyttur en í góðu formi miðað við aðstæður. „Hann hefur hlýja og góða nærveru, Julian Assange, það er gott að tala við hann. Hann er augljóslega mjög upptekinn af þeim málstað sem hann hafði allt frá upphafi þessa ferðalags og það var auðvitað mjög merkilegt að hitta hann og þetta var mikilvægur fundur, að ég tel, ég held að við höfum bæði haft gott af honum.“ Þórhildur hefur líka fundað með eiginkonu Assange og fleirum sem tengjast málinu. „Í kjölfarið mun ég kynna fyrstu drög eða útlínu af skýrslunni minni á nefndarfundi í París í næstu viku og svo stendur til að halda tvo fundi þar sem við bjóðum sérfræðingum að tjá sig um efni skýrslunnar núna í sumar og svo í haust og svo vonumst við til að geta klárað skýrsluna annað hvort í lok október eða þá í lok janúar á næsta ári.“ Mál Julians Assange WikiLeaks Píratar Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Það var í fyrra sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, lagði til að ráðist yrði í gerð skýrslunnar og Evrópuráðsþingið samþykkti. Skýrslan ber yfirskiftina "Varðhaldið á Julian Assange og kælandi áhrif þess á vernd mannréttinda í Evrópu" en skýrslan kannar einnig hvort Assange uppfylli skilyrði þess að vera svokallaður samviskufangi. Heimsókn Þórhildar Sunnu í fangelsið er liður í skýrslugerðinni en hún hafði nýlokið heimsókninni þegar fréttastofa náði tali af henni. „Þetta er alveg augljóslega hámarksöryggisfangelsi hérna í London, Belmarsh-fangelsið og það er töluverð fyrirhöfn að komast inn, þú þarft að skilja eiginlega allt eftir, við fengum að taka með okkur tölvur, það var svona nokkurn veginn það eina, engir símar, engin úr eða neitt þannig og þau taka af manni fingraför hérna og það er mikil pappírsvinna í kringum þetta allt saman.“ Assage hefur verið í haldi í Belmarsh-öryggisfangelsinu í fimm ár án sakfellingar en Bandaríkin vilja að Bretar framselji hann svo hægt sé að rétta yfir honum vegna ákæru fyrir brot á njósnalögum. Assange sjálfur segir, með varðhaldinu, vegið að fjölmiðlafrelsi og vernd uppljóstrara. Vildi hann koma á framfæri einhverjum skilaboðum? „Já, hann var með skilaboð. Við ætlum nú að gefa það út í yfirlýsingu Evrópuráðið á eftir, seinna í dag, þegar ég lýk þessari opinberu heimsókn. Innanríkisráðuneyti Bretlands hefur ekki virt okkur viðlits og ekki svarað okkur hérna í Evrópuráðinu. Ég er ennþá að reyna að fá þá til þess að hitta mig til að tala um þetta mál en opinbera heimsóknin lýkur á eftir og þá gefum við út yfirlýsingu og þar er að finna líka skilaboð frá Julian.“ Þórhildur Sunna segir að Assange hafi augljóslega verið þreyttur en í góðu formi miðað við aðstæður. „Hann hefur hlýja og góða nærveru, Julian Assange, það er gott að tala við hann. Hann er augljóslega mjög upptekinn af þeim málstað sem hann hafði allt frá upphafi þessa ferðalags og það var auðvitað mjög merkilegt að hitta hann og þetta var mikilvægur fundur, að ég tel, ég held að við höfum bæði haft gott af honum.“ Þórhildur hefur líka fundað með eiginkonu Assange og fleirum sem tengjast málinu. „Í kjölfarið mun ég kynna fyrstu drög eða útlínu af skýrslunni minni á nefndarfundi í París í næstu viku og svo stendur til að halda tvo fundi þar sem við bjóðum sérfræðingum að tjá sig um efni skýrslunnar núna í sumar og svo í haust og svo vonumst við til að geta klárað skýrsluna annað hvort í lok október eða þá í lok janúar á næsta ári.“
Mál Julians Assange WikiLeaks Píratar Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20
Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38