Vitni gefur ekki upp nafn vegna ótta við hefndaraðgerðir Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2024 11:23 Enok hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna þess að hann er kærasti og barnsfaðir Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds. Maður, sem hefur stöðu brotaþola í sakamáli, þarf ekki að gefa upp nafn annars manns fyrir dómi. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Maðurinn sem fær að halda nafni sínu leyndu sendi brotaþolanum myndefni sem er á meðal sönnunargagna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um er að ræða sakamál sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar á hendur Enoki Vatnari Jónssyni, sjó- og athafnamanni, og öðrum manni fyrir tvær grófar líkamsárásir. Í úrskurðum dómstólanna segir að myndefnið sýni brotaþolann með áverka. Það var ekki ákæruvaldið sem lagði myndefnið fram heldur var það sjálfur brotaþolinn til stuðnings bótakröfu hans í málinu. Þess var krafist af hálfu Enoks að brotaþolinn myndi gefa upp nafnið. Hann vildi meina að mikilvægt væri að það kæmi fram svo hann gæti tekið til varna, og jafnvel krafist þess að maðurinn yrði leiddur fyrir dóminn til skýrslugjafar. Ákæruvaldið sagði svo ekki vera. Dómarinn gæti lagt mat á sönnunargagnið, sem og önnur sönnunargögn, án þess að nafnið kæmi fram. Þar að auki var því haldið fram að manninum, sem nýtur nafnleyndar, gæti stafað hætta af öðrum þeim sem ákærður er í málinu verði upplýst um nafnið. Brotaþolinn neitaði að gefa upp nafnið en upplýsti dómara um það í trúnaði. Hann sagði dómaranum í héraðsdómi að hann hefði lofað manninum að upplýsa ekki um nafn hans. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af því að manninum gæti stafað hætta af öðrum sakborninganna vegna mögulegra hefndaraðgerða. Héraðsdómaranum þótti rétt að virða skýringar brotaþola og sagði því ekki þörf á að nafnið yrði opinberað. Hann gæti lagt mat á myndefnið út frá fyrirliggjandi gögnum málsins. Hins vegar myndi ákæruvaldið þurfa að bera hallan af því við endanlegt sönnunarmat hvað varðar áreiðanleika sönnunargagnsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Maðurinn sem fær að halda nafni sínu leyndu sendi brotaþolanum myndefni sem er á meðal sönnunargagna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um er að ræða sakamál sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar á hendur Enoki Vatnari Jónssyni, sjó- og athafnamanni, og öðrum manni fyrir tvær grófar líkamsárásir. Í úrskurðum dómstólanna segir að myndefnið sýni brotaþolann með áverka. Það var ekki ákæruvaldið sem lagði myndefnið fram heldur var það sjálfur brotaþolinn til stuðnings bótakröfu hans í málinu. Þess var krafist af hálfu Enoks að brotaþolinn myndi gefa upp nafnið. Hann vildi meina að mikilvægt væri að það kæmi fram svo hann gæti tekið til varna, og jafnvel krafist þess að maðurinn yrði leiddur fyrir dóminn til skýrslugjafar. Ákæruvaldið sagði svo ekki vera. Dómarinn gæti lagt mat á sönnunargagnið, sem og önnur sönnunargögn, án þess að nafnið kæmi fram. Þar að auki var því haldið fram að manninum, sem nýtur nafnleyndar, gæti stafað hætta af öðrum þeim sem ákærður er í málinu verði upplýst um nafnið. Brotaþolinn neitaði að gefa upp nafnið en upplýsti dómara um það í trúnaði. Hann sagði dómaranum í héraðsdómi að hann hefði lofað manninum að upplýsa ekki um nafn hans. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af því að manninum gæti stafað hætta af öðrum sakborninganna vegna mögulegra hefndaraðgerða. Héraðsdómaranum þótti rétt að virða skýringar brotaþola og sagði því ekki þörf á að nafnið yrði opinberað. Hann gæti lagt mat á myndefnið út frá fyrirliggjandi gögnum málsins. Hins vegar myndi ákæruvaldið þurfa að bera hallan af því við endanlegt sönnunarmat hvað varðar áreiðanleika sönnunargagnsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira