Friðlýsir hluta Fjaðrárgljúfurs Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 09:34 Frá vinstri: Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður, Sveinn Hreiðar Jensson, sveitastjórnarmaður í Skaftárhreppi, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, Auður Björnsdóttir, sveitarstjórnarmaður, og Björn Helgi Snorrason, sveitastjórnarmaður og varaoddviti, við Fjaðrárgljúfur. Stjórnarráðið Umhverfisráðherra friðlýsti í dag austuhluta Fjaðrárgljúfurs og svæði ofan þess austan megin. Friðlýsingin nær yfir svæði í eigu einkahlutafélags en það á í samvinnu við stjórnvöld um verndun og uppbyggingu innviða á svæðinu. Friðlýsta svæðið ofan gljúfursins austanmegin er í eigu Hverabergs ehf. Félagið skrifaði undir samstarfssamning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um uppbyggingu og verndu gljúfursins í janúar. Fjaðrárgljúfur er með vinsælli ferðamannastöðum á suðausturlandi. Ágangur vegna vaxandi vinsælda ferðamanna hefur leitt til þess að loka hefur þurft svæðinu tímabundið. HB Heiði ehf. sem á jörðina Heiði hóf gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur í fyrra. Sami eigenda er að HB Heiði og Hverabergi. Gljúfrið er einn og hálfur kílómetri að lengd og hundrað metra djúpt þar sem það er dýpst. Það er sagt gott dæmi um virkt ferli landmótunar sem hófst í lok síðustu ísaldar fyrir um tíu þúsund árum sem sé enn í gangi í tilkynningu á vefsíðu umhverfis- og orku- og loftslagsráðuneytisins. Ofan við gljúfrið séu malarhjallar sem bendi til þess að jökullón hafi myndast fyrir framan hörfandi jökul og vegna fyrirstöðu sem lá efst í núverandi gljúfri. Lónið hafi fyllst tiltölulega fljótt af framburði en vatnsmiklar og aurugar jökulár hafi síðar átt auðvelt með að rjúfa sér farveg í undirliggjandi berggrunn úr móbergi. Innst í Fjaðrárgljúfri eru fossar og því er mótun þess enn í gangi jafnvel þó að Fjaðrá sé mun kraftminni en jökulárnar í lok ísaldar. Umhverfismál Skaftárhreppur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. 30. júní 2023 19:25 Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Friðlýsta svæðið ofan gljúfursins austanmegin er í eigu Hverabergs ehf. Félagið skrifaði undir samstarfssamning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um uppbyggingu og verndu gljúfursins í janúar. Fjaðrárgljúfur er með vinsælli ferðamannastöðum á suðausturlandi. Ágangur vegna vaxandi vinsælda ferðamanna hefur leitt til þess að loka hefur þurft svæðinu tímabundið. HB Heiði ehf. sem á jörðina Heiði hóf gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur í fyrra. Sami eigenda er að HB Heiði og Hverabergi. Gljúfrið er einn og hálfur kílómetri að lengd og hundrað metra djúpt þar sem það er dýpst. Það er sagt gott dæmi um virkt ferli landmótunar sem hófst í lok síðustu ísaldar fyrir um tíu þúsund árum sem sé enn í gangi í tilkynningu á vefsíðu umhverfis- og orku- og loftslagsráðuneytisins. Ofan við gljúfrið séu malarhjallar sem bendi til þess að jökullón hafi myndast fyrir framan hörfandi jökul og vegna fyrirstöðu sem lá efst í núverandi gljúfri. Lónið hafi fyllst tiltölulega fljótt af framburði en vatnsmiklar og aurugar jökulár hafi síðar átt auðvelt með að rjúfa sér farveg í undirliggjandi berggrunn úr móbergi. Innst í Fjaðrárgljúfri eru fossar og því er mótun þess enn í gangi jafnvel þó að Fjaðrá sé mun kraftminni en jökulárnar í lok ísaldar.
Umhverfismál Skaftárhreppur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. 30. júní 2023 19:25 Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. 30. júní 2023 19:25
Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44