Friðlýsir hluta Fjaðrárgljúfurs Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 09:34 Frá vinstri: Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður, Sveinn Hreiðar Jensson, sveitastjórnarmaður í Skaftárhreppi, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, Auður Björnsdóttir, sveitarstjórnarmaður, og Björn Helgi Snorrason, sveitastjórnarmaður og varaoddviti, við Fjaðrárgljúfur. Stjórnarráðið Umhverfisráðherra friðlýsti í dag austuhluta Fjaðrárgljúfurs og svæði ofan þess austan megin. Friðlýsingin nær yfir svæði í eigu einkahlutafélags en það á í samvinnu við stjórnvöld um verndun og uppbyggingu innviða á svæðinu. Friðlýsta svæðið ofan gljúfursins austanmegin er í eigu Hverabergs ehf. Félagið skrifaði undir samstarfssamning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um uppbyggingu og verndu gljúfursins í janúar. Fjaðrárgljúfur er með vinsælli ferðamannastöðum á suðausturlandi. Ágangur vegna vaxandi vinsælda ferðamanna hefur leitt til þess að loka hefur þurft svæðinu tímabundið. HB Heiði ehf. sem á jörðina Heiði hóf gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur í fyrra. Sami eigenda er að HB Heiði og Hverabergi. Gljúfrið er einn og hálfur kílómetri að lengd og hundrað metra djúpt þar sem það er dýpst. Það er sagt gott dæmi um virkt ferli landmótunar sem hófst í lok síðustu ísaldar fyrir um tíu þúsund árum sem sé enn í gangi í tilkynningu á vefsíðu umhverfis- og orku- og loftslagsráðuneytisins. Ofan við gljúfrið séu malarhjallar sem bendi til þess að jökullón hafi myndast fyrir framan hörfandi jökul og vegna fyrirstöðu sem lá efst í núverandi gljúfri. Lónið hafi fyllst tiltölulega fljótt af framburði en vatnsmiklar og aurugar jökulár hafi síðar átt auðvelt með að rjúfa sér farveg í undirliggjandi berggrunn úr móbergi. Innst í Fjaðrárgljúfri eru fossar og því er mótun þess enn í gangi jafnvel þó að Fjaðrá sé mun kraftminni en jökulárnar í lok ísaldar. Umhverfismál Skaftárhreppur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. 30. júní 2023 19:25 Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Friðlýsta svæðið ofan gljúfursins austanmegin er í eigu Hverabergs ehf. Félagið skrifaði undir samstarfssamning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um uppbyggingu og verndu gljúfursins í janúar. Fjaðrárgljúfur er með vinsælli ferðamannastöðum á suðausturlandi. Ágangur vegna vaxandi vinsælda ferðamanna hefur leitt til þess að loka hefur þurft svæðinu tímabundið. HB Heiði ehf. sem á jörðina Heiði hóf gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur í fyrra. Sami eigenda er að HB Heiði og Hverabergi. Gljúfrið er einn og hálfur kílómetri að lengd og hundrað metra djúpt þar sem það er dýpst. Það er sagt gott dæmi um virkt ferli landmótunar sem hófst í lok síðustu ísaldar fyrir um tíu þúsund árum sem sé enn í gangi í tilkynningu á vefsíðu umhverfis- og orku- og loftslagsráðuneytisins. Ofan við gljúfrið séu malarhjallar sem bendi til þess að jökullón hafi myndast fyrir framan hörfandi jökul og vegna fyrirstöðu sem lá efst í núverandi gljúfri. Lónið hafi fyllst tiltölulega fljótt af framburði en vatnsmiklar og aurugar jökulár hafi síðar átt auðvelt með að rjúfa sér farveg í undirliggjandi berggrunn úr móbergi. Innst í Fjaðrárgljúfri eru fossar og því er mótun þess enn í gangi jafnvel þó að Fjaðrá sé mun kraftminni en jökulárnar í lok ísaldar.
Umhverfismál Skaftárhreppur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. 30. júní 2023 19:25 Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. 30. júní 2023 19:25
Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44