„Þægileg blanda af von og trega“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. maí 2024 11:30 Jonfri og Olafur Bjarki frumsýna hér tónlistarmyndband við lagið Gott og vel. Marieke Jensen & Nicolas Ipina „Þetta er svona lag þar sem bassalínan rífur í hálsmálið á þér og spyr spurninga. Þægileg blanda af von og trega,“ segir tónlistarmaðurinn Jónfrí um nýtt lag sem hann og Ólafur Bjarki voru að senda frá sér. Lagið heitir Gott og vel og voru þeir sömuleiðis að senda frá sér tónlistarmyndband sem er frumsýnt í spilaranum hér fyrir neðan. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: JónFrí & Ólafur Bjarki - Gott og vel „Lagið er 120 slög á mínútu, sem er engin tilviljun en þannig slær mannshjartað þegar við dönsum diskó,“ bætir Jónfrí við. Varð til í kaffipásu Ólafur Bjarki er stofnandi tónlistartæknifyrirtækisins Genki Instruments en Jónfrí er sjálfstætt starfandi hönnuður. „Við fengum Jón inn í smá leyniverkefni hjá okkur, hann hentaði rosa vel því hann er fínn hönnuður en gjörsamlega græjusjúkur. Svo í einhverri kaffipásu förum við að pæla í að gera músík saman og viku seinna er lagið tilbúið,“ segir Ólafur Bjarki. Ólafur Bjarki og Jónfrí kynntust í nýsköpunarbransanum. Marieke Jensen & Nicolas Ipina Jónfrí gaf á dögunum út plötuna Draumur um Bronco en hljómsveit hans var til að mynda tilnefnd til tveggja verðlauna á Íslensku hlustendaverðlaununum og ætlar að fagna þessu öllu saman með tónleikum í IÐNÓ föstudaginn 17. maí. Þar stígur einnig á stokk indie sveitin Julian Civilian. „Það er ekki á hverjum degi sem maður gefur út sína fyrstu plötu, svo við ætlum að halda gott partý í Iðnó næsta föstudag. Það verður sápukúluvél og það verður gaman.“ Jónfrí og Julian Civilian koma fram í Iðnó á föstudag. Yael BC Jónfrí & Ólafur Bjarki semja, syngja, pródúsa og spila. Sölvi Steinn Jónsson trommar, Jóel Pálsson spilar á saxafón og bassaklarinett og Tómas Jónsson á ýmis hljómborð. Lagið er hljóðblandað af Magnúsi Öder og masterað af Glenn Schick. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: JónFrí & Ólafur Bjarki - Gott og vel „Lagið er 120 slög á mínútu, sem er engin tilviljun en þannig slær mannshjartað þegar við dönsum diskó,“ bætir Jónfrí við. Varð til í kaffipásu Ólafur Bjarki er stofnandi tónlistartæknifyrirtækisins Genki Instruments en Jónfrí er sjálfstætt starfandi hönnuður. „Við fengum Jón inn í smá leyniverkefni hjá okkur, hann hentaði rosa vel því hann er fínn hönnuður en gjörsamlega græjusjúkur. Svo í einhverri kaffipásu förum við að pæla í að gera músík saman og viku seinna er lagið tilbúið,“ segir Ólafur Bjarki. Ólafur Bjarki og Jónfrí kynntust í nýsköpunarbransanum. Marieke Jensen & Nicolas Ipina Jónfrí gaf á dögunum út plötuna Draumur um Bronco en hljómsveit hans var til að mynda tilnefnd til tveggja verðlauna á Íslensku hlustendaverðlaununum og ætlar að fagna þessu öllu saman með tónleikum í IÐNÓ föstudaginn 17. maí. Þar stígur einnig á stokk indie sveitin Julian Civilian. „Það er ekki á hverjum degi sem maður gefur út sína fyrstu plötu, svo við ætlum að halda gott partý í Iðnó næsta föstudag. Það verður sápukúluvél og það verður gaman.“ Jónfrí og Julian Civilian koma fram í Iðnó á föstudag. Yael BC Jónfrí & Ólafur Bjarki semja, syngja, pródúsa og spila. Sölvi Steinn Jónsson trommar, Jóel Pálsson spilar á saxafón og bassaklarinett og Tómas Jónsson á ýmis hljómborð. Lagið er hljóðblandað af Magnúsi Öder og masterað af Glenn Schick.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Val Kilmer er látinn Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira