Með réttlætið að leiðarljósi Bergdís Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2024 22:01 Alls gefa tólf efnilegir einstaklingar kost á sér til embættis forseta Íslands. Lýðræðisveisla 2024! Látum ekki telja okkur trú um að forsetakosningarnar séu keppni á milli tveggja liða, með eða á móti fyrrverandi forsætisráðherra. Tökum þátt í veislunni og skoðum allt sem er á boðstólnum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar er sérlega hæfur frambjóðandi. Hún býr yfir öllum þeim kostum og eiginleikum sem prýða góðan forseta að viðbættri yfirgripsmikilli reynslu úr stjórnkerfinu og þekkir vel valdheimildir forsetaembættisins. Það sem greinir Helgu hvað helst frá öðrum frambjóðendum er sérþekking hennar á tæknibyltingunni sem við göngum nú í gegnum. Í flóknum stafrænum heimi hefur Helga staðið vörð um persónuupplýsingar þjóðarinnar síðastliðin átta ár. Hún hefur staðið keik með almenningi gagnvart stórfyrirtækjum, sem í hagnaðarskyni ásælast viðkvæmar upplýsingar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Helga þekkir vel tækifærin sem nútímatækni býður upp á en einnig þær áskoranir sem hún hefur í för með sér. Það hefur margoft komið fram í rannsóknum að með tilkomu snjalltækja hafi vanlíðan ungmenna farið vaxandi og brýnna aðgerða er þörf. Forseti Íslands getur verið leiðandi í slíkri umræðu því oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég hef þekkt Helgu í 40 ár og veit að hún mun leiða þjóðina til aukinnar velferðar með hlýju og visku. Hún er óháð pólitískum öflum og hefur ekkert að fela. Helga segir ekki eitt og meinar annað. Hún hefur sýnt heiðarleika, gagnsæi og festu í öllum sínum störfum, tekur ígrundaðar ákvarðanir og lætur ekki fulltrúa sérhagsmuna segja sér fyrir verkum. Ég treysti Helgu. Réttlætið er hennar leiðarljós. Höfundur er sjálfstætt starfandi hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Alls gefa tólf efnilegir einstaklingar kost á sér til embættis forseta Íslands. Lýðræðisveisla 2024! Látum ekki telja okkur trú um að forsetakosningarnar séu keppni á milli tveggja liða, með eða á móti fyrrverandi forsætisráðherra. Tökum þátt í veislunni og skoðum allt sem er á boðstólnum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar er sérlega hæfur frambjóðandi. Hún býr yfir öllum þeim kostum og eiginleikum sem prýða góðan forseta að viðbættri yfirgripsmikilli reynslu úr stjórnkerfinu og þekkir vel valdheimildir forsetaembættisins. Það sem greinir Helgu hvað helst frá öðrum frambjóðendum er sérþekking hennar á tæknibyltingunni sem við göngum nú í gegnum. Í flóknum stafrænum heimi hefur Helga staðið vörð um persónuupplýsingar þjóðarinnar síðastliðin átta ár. Hún hefur staðið keik með almenningi gagnvart stórfyrirtækjum, sem í hagnaðarskyni ásælast viðkvæmar upplýsingar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Helga þekkir vel tækifærin sem nútímatækni býður upp á en einnig þær áskoranir sem hún hefur í för með sér. Það hefur margoft komið fram í rannsóknum að með tilkomu snjalltækja hafi vanlíðan ungmenna farið vaxandi og brýnna aðgerða er þörf. Forseti Íslands getur verið leiðandi í slíkri umræðu því oft var þörf en nú er nauðsyn. Ég hef þekkt Helgu í 40 ár og veit að hún mun leiða þjóðina til aukinnar velferðar með hlýju og visku. Hún er óháð pólitískum öflum og hefur ekkert að fela. Helga segir ekki eitt og meinar annað. Hún hefur sýnt heiðarleika, gagnsæi og festu í öllum sínum störfum, tekur ígrundaðar ákvarðanir og lætur ekki fulltrúa sérhagsmuna segja sér fyrir verkum. Ég treysti Helgu. Réttlætið er hennar leiðarljós. Höfundur er sjálfstætt starfandi hönnuður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar