Katrín eða Halla Hrund? Reynir Böðvarsson skrifar 13. maí 2024 21:01 Ég held að það sé farið að skýrast nokkuð vel hverjir hafa möguleika á að ná kjöri í forsetakoningunum þann 1. júní. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir nýtur enn mikils fylgis gamalla aðdáenda frá fyrri tíð og svo nýtur hún einnig sí aukins stuðnings gamalla andstæðinga á hægri væng stjórnmálanna, þeirra sem stutt hafa ríkisstjórnir hennar gegnum súrt og sætt. Töluverðar líkur verða að teljast á því að Katrín nái veli yfir 30% fylgi þegar þessir tveir hópar sameinast um að kjósa hana og að auki má reikna með að töluvert fylgi óákveðinna safnist á hana einfaldlega vegna þess hversu vel þekkt hún er. Jafnvel 40% fylgi er ekki óhugsandi ef öflunum sem standa á bak við hana, sem eru sterk, tekst áætlun sín. Það er því nokkuð ljóst að dreifing atkvæða á þau þrjú hæstu má ekki verða of jöfn ef einhver annar en Katrín á að hafa möguleika á að vinna þessar kosningar. Horfast verður í augu við þá staðreynd að flest þeirra hafa enga möguleika á að vinna gegn Katrínu sem er í rauninni ekkert skrýtið þar sem Katrín er líklega þekktasta manneskjan í landinu og er óneitanlega mjög frambærilegur kandídat. Ég held að það sé þannig, eins og staðan er nú, að aðeins Halla Hrund og Baldur geti haft einhvern möguleika á að sigra Katrínu en ég efast þó stórlega um að Baldur hafi í raun möguleika til þess. Fólki á vinstri væng stjórnmála líkar ekki við daður hans við NATO og hervæðingu og finnst hann vera of langt til hægri yfirleitt í sínum viðhorfum öðrum en hvað varðar jafnréttismál. Á hægri vængnum er Baldur ekki heldur í einhverju uppáhaldi, enganvegin hjá hörðustu nýfrjálshyggju postulunum og svo er sú sorglega staðreynd að enn eru í þessum hópi fordómar gagnvart samkynhneigðum sem getur haft áhrif á hvernig fólk kýs. Halla Hrund Logadóttir er að mínu mati eini kandídatinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Halla Hrund er nánast ímynd náttúrunnar sjálfrar í allri sinni framkomu, glaðleg, hlý og falleg en líka ákveðin og augljóslega með bein í nefinu. Hún hefur breitt fylgi bæði í borg og til sveita, höfðar mjög til okkar margra þegar hún talar um samvinnu og að sameina fólk í verkefni sem gagnast heildinni þar sem réttlæti er leiðarljósið. Hún hefur sem orkumálastjóri bent á nauðsynlegar lagabreytingar til verndar náttúrunni og til þess að vernda heimili og minni fyrirtæki gagnvart markaðsvæðingu á orkumarkaði. Ég held að það sé ljóst engin annar framjóðandi í þessum kosningum hafi jafn mikla möguleika á að sigra. Halla Hrund Logadóttir verður líklega næsti forseti Íslands. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum sem hefur starfað við Uppsala háskóla í 40 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ég held að það sé farið að skýrast nokkuð vel hverjir hafa möguleika á að ná kjöri í forsetakoningunum þann 1. júní. Ljóst er að Katrín Jakobsdóttir nýtur enn mikils fylgis gamalla aðdáenda frá fyrri tíð og svo nýtur hún einnig sí aukins stuðnings gamalla andstæðinga á hægri væng stjórnmálanna, þeirra sem stutt hafa ríkisstjórnir hennar gegnum súrt og sætt. Töluverðar líkur verða að teljast á því að Katrín nái veli yfir 30% fylgi þegar þessir tveir hópar sameinast um að kjósa hana og að auki má reikna með að töluvert fylgi óákveðinna safnist á hana einfaldlega vegna þess hversu vel þekkt hún er. Jafnvel 40% fylgi er ekki óhugsandi ef öflunum sem standa á bak við hana, sem eru sterk, tekst áætlun sín. Það er því nokkuð ljóst að dreifing atkvæða á þau þrjú hæstu má ekki verða of jöfn ef einhver annar en Katrín á að hafa möguleika á að vinna þessar kosningar. Horfast verður í augu við þá staðreynd að flest þeirra hafa enga möguleika á að vinna gegn Katrínu sem er í rauninni ekkert skrýtið þar sem Katrín er líklega þekktasta manneskjan í landinu og er óneitanlega mjög frambærilegur kandídat. Ég held að það sé þannig, eins og staðan er nú, að aðeins Halla Hrund og Baldur geti haft einhvern möguleika á að sigra Katrínu en ég efast þó stórlega um að Baldur hafi í raun möguleika til þess. Fólki á vinstri væng stjórnmála líkar ekki við daður hans við NATO og hervæðingu og finnst hann vera of langt til hægri yfirleitt í sínum viðhorfum öðrum en hvað varðar jafnréttismál. Á hægri vængnum er Baldur ekki heldur í einhverju uppáhaldi, enganvegin hjá hörðustu nýfrjálshyggju postulunum og svo er sú sorglega staðreynd að enn eru í þessum hópi fordómar gagnvart samkynhneigðum sem getur haft áhrif á hvernig fólk kýs. Halla Hrund Logadóttir er að mínu mati eini kandídatinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Halla Hrund er nánast ímynd náttúrunnar sjálfrar í allri sinni framkomu, glaðleg, hlý og falleg en líka ákveðin og augljóslega með bein í nefinu. Hún hefur breitt fylgi bæði í borg og til sveita, höfðar mjög til okkar margra þegar hún talar um samvinnu og að sameina fólk í verkefni sem gagnast heildinni þar sem réttlæti er leiðarljósið. Hún hefur sem orkumálastjóri bent á nauðsynlegar lagabreytingar til verndar náttúrunni og til þess að vernda heimili og minni fyrirtæki gagnvart markaðsvæðingu á orkumarkaði. Ég held að það sé ljóst engin annar framjóðandi í þessum kosningum hafi jafn mikla möguleika á að sigra. Halla Hrund Logadóttir verður líklega næsti forseti Íslands. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum sem hefur starfað við Uppsala háskóla í 40 ár.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun