Telja að hann hafi sent tvíburabróðurinn til Rúmeníu í sinn stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 07:00 Edgar eða Edelino í leik með Dinamo Búkarest. Flaviu Buboi/NurPhoto via Getty Images) Edgar Miguel Ié, leikmaður Dinamo Búkarest í Rúmeníu, hefur verið sakaður um að senda tvíburabróður sinn að spila fyrir rúmenska félagið. Orðrómur sem er lyginni líkastur skekur nú rúmenska knattspyrnu. Þannig er mál með vexti að hinn þrítugi Edgar, sem var á mála hjá Barcelona frá 2012 til 2015, samdi við Búkarest fyrr á þessu ári eftir að hafa sagt skilið við İstanbul Başakşehir í Tyrklandi. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Edgar hafi í raun aldrei spilað í Rúmeníu heldur sé um að ræða tvíburabróðir hans, Edelino. Segir í frétt talkSPORT um félaginu hafi brugðið þar sem leikmaðurinn tali ekki stakt orð í ensku en félagið taldi að hann væri meira en fær um að tjá sig á ensku. Þess í stað gat hann aðeins tjáð sig á portúgölsku. Kom þetta sérstaklega á óvart þar sem Edgar hefur spilað víðsvegar um Evrópu. Eftir að fara frá Barcelona til Villarel B þá samdi hann við Belenenses í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Frakklands þar sem hann lék með Lille og Nantes. Lék hann einnig með hollenska stórliðinu Feyenoord áður en samið var við Trabzanspor í Tyrklandi. Þaðan færði Edgar sig yfir til Başakşehir og svo loks Búkarest. Ofan á þetta á Edgar fjölda yngri landsleikja að baki fyrir Portúgal sem og hann lék á Ólympíuleikunum árið 2016. Hann lék einn A-landsleik árið 2017 en þar sem þeir urðu ekki fleiri og nægilega langt var liðið síðan hann lék landsleikinn fékk hann að skipta yfir til landsliðs Gínea-Bissá árið 2023. Síðan þá hefur hann leikið þrjá A-landsleik fyrir þjóðina. Hvað Edelino varðar þá hefur hann að mestu haldið sig í Portúgal. Það er þangað til á síðasta ári þegar hann samdi við Tluchovia í Póllandi. Sá samningur rann út í janúar og er hann án félags. Þá er vert að taka fram að á vefsíðunni Transfermarkt segir að Edgar sé miðvörður á meðan Edelino sé hægri vængmaður. 😲 La gran estafa del fútbol moderno: un ex del Barcelona ficha por el Dínamo ¡¡y su hermano gemelo se hace pasar por él!! 👬 https://t.co/FfVDdzHOEw— MARCA (@marca) May 13, 2024 Dinamo Búkarest tekur málinu alvarlega enda gætu átta stig verið dregin af því komi í ljós að það hafi ítrekað spilað ólöglegum leikmanni. Ku félagið hafa beðið leikmanninn um að framvísa ökuskírteini en hann neitaði. Háttsettur aðili innan rúmenska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali við staðarmiðilinn iAMsport að það væru einfaldlega engin fordæmi né regluverk í kringum atvik sem þetta. Dinamo Búkarest er í nægilega miklum vandræðum eins og er en liðið er sem stendur tveimur stigum frá öruggu sæti í efstu deild. Fari svo að stig verði tekin af liðinu blasir fallið einfaldlega við. Fótbolti Rúmenía Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Orðrómur sem er lyginni líkastur skekur nú rúmenska knattspyrnu. Þannig er mál með vexti að hinn þrítugi Edgar, sem var á mála hjá Barcelona frá 2012 til 2015, samdi við Búkarest fyrr á þessu ári eftir að hafa sagt skilið við İstanbul Başakşehir í Tyrklandi. Nú er sá orðrómur farinn á kreik að Edgar hafi í raun aldrei spilað í Rúmeníu heldur sé um að ræða tvíburabróðir hans, Edelino. Segir í frétt talkSPORT um félaginu hafi brugðið þar sem leikmaðurinn tali ekki stakt orð í ensku en félagið taldi að hann væri meira en fær um að tjá sig á ensku. Þess í stað gat hann aðeins tjáð sig á portúgölsku. Kom þetta sérstaklega á óvart þar sem Edgar hefur spilað víðsvegar um Evrópu. Eftir að fara frá Barcelona til Villarel B þá samdi hann við Belenenses í Portúgal. Þaðan lá leiðin til Frakklands þar sem hann lék með Lille og Nantes. Lék hann einnig með hollenska stórliðinu Feyenoord áður en samið var við Trabzanspor í Tyrklandi. Þaðan færði Edgar sig yfir til Başakşehir og svo loks Búkarest. Ofan á þetta á Edgar fjölda yngri landsleikja að baki fyrir Portúgal sem og hann lék á Ólympíuleikunum árið 2016. Hann lék einn A-landsleik árið 2017 en þar sem þeir urðu ekki fleiri og nægilega langt var liðið síðan hann lék landsleikinn fékk hann að skipta yfir til landsliðs Gínea-Bissá árið 2023. Síðan þá hefur hann leikið þrjá A-landsleik fyrir þjóðina. Hvað Edelino varðar þá hefur hann að mestu haldið sig í Portúgal. Það er þangað til á síðasta ári þegar hann samdi við Tluchovia í Póllandi. Sá samningur rann út í janúar og er hann án félags. Þá er vert að taka fram að á vefsíðunni Transfermarkt segir að Edgar sé miðvörður á meðan Edelino sé hægri vængmaður. 😲 La gran estafa del fútbol moderno: un ex del Barcelona ficha por el Dínamo ¡¡y su hermano gemelo se hace pasar por él!! 👬 https://t.co/FfVDdzHOEw— MARCA (@marca) May 13, 2024 Dinamo Búkarest tekur málinu alvarlega enda gætu átta stig verið dregin af því komi í ljós að það hafi ítrekað spilað ólöglegum leikmanni. Ku félagið hafa beðið leikmanninn um að framvísa ökuskírteini en hann neitaði. Háttsettur aðili innan rúmenska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali við staðarmiðilinn iAMsport að það væru einfaldlega engin fordæmi né regluverk í kringum atvik sem þetta. Dinamo Búkarest er í nægilega miklum vandræðum eins og er en liðið er sem stendur tveimur stigum frá öruggu sæti í efstu deild. Fari svo að stig verði tekin af liðinu blasir fallið einfaldlega við.
Fótbolti Rúmenía Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira